Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 35
33
bakið frá samherjunum. Hug'sið um það háttvirtu
meðlimir“.
Skýrslunni var útbýtt á aðalfundi 1922. Mótmælti
ei:.a nefndarrnanna strax greininni, en krafðist eigi
að hún væri þegar gerð upptæk. Síðan er skýrslan
til umræðu á nokkrum fjelagsfundum. Kemur þá
fram ákveðin krafa frá meirihluta nefndarinnar um
að gera skýrsluna upptæka og lýsa ummælin á eng-
um rökum bygð. Kröfum þesum var neitað og til-
lögur allar þar að lútandi drepnar.
Hinn 23. sept. sendir meirihluti nefndarinnar
■stjórninni brjef og krefst þess að fundur sje hald-
inn um mál þetta og þar borin fram svohljóðandi
tillaga:
„Vjelstjórafjelag íslands telur ummæli formanns
fjelagsins í skýrslu hans fyrir árið 1921, um störf
nefndar þeirrar, er kosin var 1921 til þess að semja
við útgerðarmenn um kaup fjelagsmanna, með öllu
ómakleg og á engum rökum bygð og vottar nefndar-
mönnum þakkir fyrir vel unnið stai*f sitt“.
Brjef þetta er til umræðu á stjórnarfundi 16. okt.
og er því synjað að kalla saman fund, en nefndar-
mönnum boðið á fund með stjórninni, til þess að ræða
málið, og er því boði tekið. Á þeim fundi kemur enn
fram krafa nefndarinnar, en foiTnaður og stjórn
neita.
Á fundinum verður það að samkomulagi að skipa
þriggja mann dóm til þess að dæma um málið, voru
tveir skipaðir af nefndarmönnum, en einn af stjórn-
inn. Sendu báðir aðilar innlegg í málinu; krafðist
nefndin sýknunar á ummælum skýrslunnar og um-