Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 14

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 14
12 Eins og að undanförnu var efnt til Jólatrjes- skemtikvölds fyrir böm fjelags- skenitunin. manna, með jólatrje og smávegis veitingum. Urðu flestir þeir sömu í skemtinefndinni og árið áður. Má óhætt þakka það atorku þeirra og umhyggju, að vinsældir skemtun- arinnar aukast með ári hverju. Og líklega er jóla- trjesskemtunin sú einasta af framkvæmdum fjelags- ins, en sem komið er, sem fundið hefir almennan hljómgrunn í sjálfum heimilum fjelagsmanna. Það skemtikvöld er orðið fjelagsleg nauðsyn. Vona jeg að fundarmönnum verði sýnt um að velja einungis þá í næstu skemtinefnd, sem vel kunna og vel vilja starfa. Einnig vona jeg að þeim sem fyrir vahnu verða, sje Ijúft að leggja á sig nokkurt erfiði fyrir þetta málefni, því með því leggja þeir góðan skerf til fjelagsstarfsins. Að þessu sinni voru keyptir nokkrir munir til notkunar við skreytingu á jóla- trjenu, eru þeir til og nothæfir áframhaldandi. Veit- ingar handa nokkrum gestum voru og einnig greidd- ar úr fjelagssjóði. Að öðru leyti hefir fjármálum skemtunarinnar verið iialdið útaf fyrir sig. Þó að samningum þessum væri ekki Kaupsamn. lokið fyr en nokkru eftir áramót, þá við E. 1. tel jeg rjettast að gerð sje grein fyr- ir þeim hjer í skrifuðu skýrslunni, því þeir gilda frá ársbyrjun. Sú skoðun er orðin almenn hjá atvinnurekendum hjer á landi, og enda víðar, að kostnaðurinn við fólks- haldið sje sá liðurinn, sem mest þjáir nú atvinnuveg- ina. Fyrsta og helsta umbótaskrefið sje því það, að

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.