Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 24

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 24
Skýrsla yfir Samskotasjóð Vjelstjóraf jelags íslands. Eins og öllum meðlimum fjelags vors má vera Ijóst, var sú stefna tekin í fjelagi voru, að styrkja eftir mætti þá, sem við fráfall meðlima vorra mistu fyrirvinnu sína og stóðu eftir meira og minna varn- arlausir í lífinu. Var styrktarsj óði vorum ætlað að mestu þetta hlutverk og því var lagður til hans svo drjúgur skerfur árlega. En það kom brátt í ljós, að þarfimar jukust meir og skjótar en sjóðurinn, svo að hann var eigi fær um að uppfylla þær, með þeim takmörkum sém honum voru sett. Kom þetta fyrst í ljós, er börn Sigurbjarna heit- ins urðu munaðarlaus og voru tekin á arma vora. Myndaðist þá annar sjóður, bamasjóðurinn, sem tók að sjer það hlutverk, að fylla í skarð það, sem styrkt- arsjóðurinn megnaði ekki að fylla í. Tókust samskot- in svo vel, að fyllilega var bætt úr. Við fráfall fjelaga vors, Valdimars Árnasonar, fjekk fjelagið alveg nýtt verkefni, sem var að bjarga eignum dánarbúsins frá fjámámi, og tryggja með því eftirlifendunum sæmilega framtíð, eftir því sem ástæður voru til. Vjer, sem femgum mál þetta í hend- ur, litum svo á, að lög styrktarsjóðsins heimiluðu

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.