Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 10

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 10
8 við, eru nokkrar handahófsbreytingar, sem eigi styðjast við fengna reynslu. Verður framtíðin að sýna hvort þær verða til bóta. Eins; og kunnugt er, hafa undanþág- Undanþágur ur frá vjelgæslulögunum verið veitt- og breytingar ar í stórum stíl síðustu árin. Og er . á vjelgæslu- svo komið, að alt að helmingur af lögunum, þeim, sem vjelstjórar teljast á fiski- skipunum, eru undanþágumenn, margir hverjir með nauðalitla þekkingu á starfinu. Við þessu hefir alls ekki verið hægt að sporna. Stjórnin hefir þó gert sjer far um að vinna að tak- mörkun á þesisu fargani. Hefir náðst samvinna við umsjónarmennina á þeim grundvelli, að ákveðinn maður úr stjórninni væri jafnan meðmælandi eða eins- konar ábekingar á hverri undanþágubeiðni til stjóm- arráðsins. Er það aukin trygging fyrir því, að und- anþágubeiðnir komi eigi fram að nauðsynjalausu. Þetta er að vísu hálfgerð vandræðaráðstöfun, enda gerð einungis til þess að fylgjast með því, sem gert er. I ársbyrjun 1925, voru undanþáguheimildirnar fallnar úr lögunum. Varð það til þess að atvinnumála- ráðuneytið lagði fyrir þingið síðasta frumvarp til nýrrar undanþáguheimildar, mun víðtækari en hina fyrri. Þetta var eftir atvikum óumflýjanlegt, en okk- ur þótti orðalag frumvarpsins óheppilegt, og gerðum því tilraun til þess að fá því breytt í þinginu. Send- um við inn í efri deild breytingartillögu með greinar- gerð. En eigi náði hún hylli þeirra, sem um hana fjölluðu. Býst jeg við, að nokkru hafi valdið þar um,

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.