Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 13

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 13
11 Að því búnu fór vetrarvertíðin í hönd. Vanst því eigi tími til frekari aðgerða í málinu. Að lokinni vertíð hófust aftur umrseður um kaup- samninginn. Náðist samkomulag um þau launakjör, sem samningur sá ber með sjer, sem nú er fullprent- aður og útbýtt hefir verið meðal fjelagsmanna. Má þó taka það fram, að nefndarmenn fjelagsins skrif- uðu undir með því skilyrði aðeins, að útgerðarmenn lofuðu að útkljá styrktarsjóðsmálið innan lítiis tíma og koma því í fast horf. Samningur þessi er til þriggja ára og er því ekki hægt, að svo stöddu, að segja hvernig hann reynist. Sem stendur er afturför sýnileg, því miður. Er það einkum af ástæðum óviðráðanlegum með öliu, sem sje verðfalli á fiskinum, og tregum afla. Enda voru tillögur manna í þesisu máli er fram komu síðast- liðið sumar, bygðar á miklu hæini aflavon en raun hefir á orðið. Er vonandi að sú hlið málsins breytist okkur í vil áður en langt um líður. Hvað sem sem segja má um samning þenna yfir höfuð, verð jeg að telja nokkurn ávinning í því, að með honum er lagður n ý r grundvöllur að friðsam- legum viðskiftum milli þessara fjelaga í framtíðinni. Fór hún fram á venjulegan hátt með Stjómar- seðlum, er taldir vom á aðalfundi. kosning. Kosningu hlutu þeir hr. Guðbjartur Guðbjartsson (endurk.) og hr. Þor- steinn Árnason, er kom í stað hr. Haralds Andrjes- sonar.

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.