Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 7

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 7
5 ið lækki. Ýmsir verða undir í samkepninni og þurfa íjárhagslegrar aðstoðar við. Svo fámennir, sem við erum, getum við eigi vænst neinna stórsigra í við- skiftunum við fjölmennari eða ríkari flokka þjóðfje- lagsins. Um pólitísk áhrif er naumast að ræða. Okk- ar styrkur verður því að vera inn á við. 1 eindrægni og sameign fjár. Ekki þó með þeirri hugsjón, að verja fjáraflanum til framsóknar með byltingu, held- ur til þess að verða nógu sterkir til þess að geta ávalt, hvernig sem á stendur, sjeð þeim farborða, sem heltast úr lestinni, og verða á einhvem hátt ekki sjálfbjarga efnalega. Þetta tel jeg ærið verkefni, og svo hátt markmið og veglegt, að hver einstakur ætti að fyllast metnaði um að vera fljótastur að kassan- um með sinn skerf. Með fögru dæmi frá síðastliðnu ári, getum við sýnt, að við munum skuldbindinguna, sem á var minst. Það dæmi sýnir líka að við getum mikið, ef við vilj- um vel. Þetta, sem minst hefir verið á, hafði stjórnin í huga, þegar hún á síðastliðnu ári, rjeðist í að fá gjaldið í fjelagssjóðinn hækkað. Hún vill að sjóður- inn hafi afgang og aukist smám saman. Þarfirnar geta steðjað að, þegar minst varir. Og nauðsynlegt að eiga handbært fje, sem auðvelt er að grípa til, og ekki er háð þeim reglum sem fjárveitingar úr styrktarsjóði eru. Eigi er því að neita, að undirtektir fjelagsmanna urðu okkur allmikil vonbrigði, en samþykki náði þó tillaga stjórnarinnar. Voru 24 atkvæði með því að hækka gjaldið um 25 kr. á ári, en 11 vildu ýmist

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.