Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 34

Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 34
32 um deilum útaf samningunum. Eru þeir til umræðu á sjö fjelagsfundum og fjórum stjórnarfundum. For- maður hjelt fast fram þeim kröfum, sem hlutaðeig- andi meðlimir höfðu samþykt á fjelagsfundum, að falla aldrei frá, en standa um þær sem einn maður. Eftir langar umræður hafði hann von um að koma flestum kröfum þeirra inn í samningana. En er svo var komið, notuðu útgerðarmenn fjarveru hans til að rægja hann á svívirðilegan hátt við fjelag vort, og kröfðus.t þess, að aðrir tækju þegar upp samn- ingatilraunir. Ákvað fjelagsfundur að verða við til- mælum þeirra og sendi nefnd manna, í stað for- manns, til samningsfundar. Undirritaði nefndin nú- verandi samninga. Beið stjettin við samninga þessa 30—40 þús. kr. fjárhagslegan halla árlega, í saman- burði við þá samninga, sem formaður hafði mikla von um að koma fram, ef fullur vilji fjelagsmanna stæði á bak við. Annað fjárhagslegt glappaskot þess- arar nefndar var það, að láta samningana ekki gilda frá 1. okt. Gaf hún með því útgerðarmönnum tæki- færi til að skamta vjelstjórunum kaup í rúman mán- uð. Notuðu þeir dyggilega tækifærið og færðu kaup- ið niður sem svaraði 8 þús. kr. fyrir viðkomandi með- limi. Þetta verður þó ekki nema díll í samanburði við þann svívirðilega blett, en nefndin setti á virð- ingu fjelagsins með því að samþykkja þegjandi róg og lygar útgerðarmanna á fjarverandi leiðtoga fje- lagsins og gefa honum á engan hátt kost á að verja sig. Þeir verða fleiri en einn, sem þreytast á því, í framtíðinni, að bera merki og málefni fram til sig- urs fyrir fjelag vort, ef bitrustu skeytin koma á

x

Ársrit Vélstjórafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Vélstjórafélags Íslands
https://timarit.is/publication/738

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.