Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 6
4
Líti menn til baka um þessi ár, og til þess ástands,
sem þá var, verður ekki hjá því komist að gjöra
sjer grein fyrir tildrögunum til stofnunar fjelagsins,
hvort nokkur knýjandi nauðsyn hafi verið orsök þess.
Áður en jeg minnist á starfsemi fjelagsins þetta
árabil, vil jeg leyfa mjer að fara nokkrum orðum
um aðstæðurnar, sem í upphafi voru fyrir hendi, og
það, sem fyrir stofnendunum vakti.
Stofnendur þessa fjelags höfðu fengið það hlut-
sikifti að gæta fyrstu eimvjelanna, sem hingað voru
keyptar, og fundu best hvar skórinn krepti. Þeim
varð það fljótlega ljóst, að þá skorti margt til þess
að standa jafnfætis erlendum stéttarbræðrum. Og
þeim varð það og af eigin reynslu ljóst, að vjelskipa-
útvegurinn, sem þá var að byrja hjer, mundi bíða
ómetanlegt tjón, ef þeirri framtakssemi fylgdi ekki
aukin mentun á iðnaðarsviðinu, og vaxandi skilning-
ur á gagnsemi vjelanna.
Erlendis voru skipa- og vjelasmiðjur til verklegs
náms, sjerskólar til þess að nema í bóklega fræði, og
svo skip af öllum stærðum til æfinga. En hjer var
um fátt að velja. Ófullkomin vjelaverkstæði, og eng-
inn sikóli. Á fyrstu skipunum voru menn að mestu
sínir eigin kennarar. Til bóklegs náms var ekki í ann-
að hús að venda, það þurfti að sækja til annara
landa og sýnilegt var, að fáir mundu eiga kost á því.
Eðlilegast hefði verið að þeir, sem hættu fje sínu í
hinn nýja útveg, hefðu í byrjun gert kröfu til lands-
stjórnarinnar um, að hún ráðstafaði því, að hjer-
lendir menn lærðu vjelstjórastarfið. Reynsla var er-
lendis fengin fyrir því, að vjelar voru því aðeins