Morgunblaðið - 13.12.2008, Qupperneq 5
Fréttir 5INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
800 7000 • siminn.is
Verslanir Símans eru fullar af glæsilegum símum á jólatilboði. Með öllum
3G símunum fylgir M, vefur Símans í farsímanum, sem þú getur notað
þegar þú átt lausa stund og vantar afþreyingu. Farðu á netið í símanum
og sláðu inn m.siminn.is til að opna fésbókina þína, spjalla á MSN, skoða
tölvupóstinn eða kíkja á nýjasta nýtt á YouTube.
Jólatilboðum fylgir
12.000 kr. inneign
Sími
Netið
SjónvarpÞað er
BJÖRG Magnúsdóttir, formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands,
segir að verði mikil fjölgun nem-
enda í Háskólanum um áramótin
þurfi að huga að aðstöðu þeirra. „Í
stærstu kúrsunum er setið í tröpp-
unum í Háskólabíói,“ segir hún.
Þrátt fyrir að nýjar byggingar hafi
verið teknar í notkun fyrir rúmu
ári sé enn húsnæðisskortur í skól-
anum. „Til dæmis hafa ekki öll
nemendafélög við skólann að-
stöðu,“ segir hún. Mögulega verði
þó hægt að finna leiðir til þess að
nemendur komist sem best fyrir.
Á fundi á fimmtudag þar sem
ríkisstjórnin kynnti niðurskurð í
endurskoðuðum fjárlögum var
Geir H. Haarde forsætisráðherra
spurður um framlög til háskóla,
þar sem margir sæktu nú í
skólana. „Það getur vel verið að
það þurfi að þjappa fólki eitthvað
saman, endurskipuleggja eitthvert
nám og svo framvegis,“ sagði
hann.
Jafnframt kom fram á fundinum
að skera ætti niður framlög til
LÍN. Með því ætti að nást millj-
arður í sparnað. Árið 2007 fékk
LÍN 4,8 milljarða framlag úr rík-
issjóði og tæpa sex milljarða í ár.
Ekki hefur komið fram hvar eigi
að skera niður hjá LÍN.
Björg segir niðurskurðinn
áhyggjuefni og varla geti farið
öðruvísi en svo að hann bitni á
stúdentum á námslánum. „En það
verður forvitnilegt að sjá þessa út-
reikninga,“ segir hún. elva@mbl.is
Skoða þarf
aðstöðu
Áhyggjur af nið-
urskurði hjá LÍN
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
HÁTT í 2.000 umsóknir um að
hefja nám um áramót hafa borist
fjórum háskólum en umsókn-
arfrestur er víðast nýrunninn út
eða rennur út á næstu dögum.
Flestir hafa sótt um í Háskóla
Íslands en í gær hafði skólinn feng-
ið um 1.200 umsóknir, að sögn Jóns
Arnar Guðbjartssonar, markaðs- og
samskiptastjóra HÍ
Þar af eru um 570 umsóknir um
framhaldsnám en 620 um grunn-
nám við skólann. Umsóknarfrestur
rennur út á mánudag. „Venjulega
kemur skriða umsókna síðustu dag-
ana,“ segir Jón Örn. Því megi
vænta þess að umsóknum fjölgi um
helgina og fram á mánudag. Í fyrra
afgreiddi skólinn 94 umsóknir um
framhaldsnám um áramót en í ár
eru umsóknirnar þegar orðnar um
sexfalt fleiri.
Í Háskólanum í Reykjavík hafa
borist um 530 umsóknir um nám,
þar af um 130 um framhaldsnám.
Að sögn Jóhanns Hlíðars Harð-
arsonar, markaðsstjóra HR, er opið
fyrir umsóknir um framhaldsnám
til mánudags. Hann segir tölvunar-
og lögfræði vinsælar greinar
Á þriðja hundrað nemenda út-
skrifast frá HR um áramótin „Það
verða ekki teknir inn fleiri en sem
því nemur. Ekki stendur til að
hlaða hér inn og ganga á rými
þeirra sem fyrir eru og þá þjón-
ustu sem þeir fá.“
Um 250 umsóknir hafa borist
Háskólanum á Bifröst vegna náms
á vorönn, segir Kristín Ólafsdóttir,
markaðsstjóri skólans. Enn er
hægt að sækja um nám þar.
Kristín segir allt nám hafa verið
auglýst með fyrirvara um næga
þátttöku en opnað hafi verið fyrir
umsóknir um allt nám í skólanum.
Meirihluti nemenda við skólann sé
í fjarnámi og því sé nægt húsnæði
fyrir þá sem sækja námið á Bif-
röst.
Alls sóttu um 100 manns um að
hefja nám við Háskólann á Ak-
ureyri áður en umsóknarfrestur
þar rann út á dögunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bygging Háskólinn í Reykjavík útskrifar á þriðja hundrað nemenda um áramótin en hann reisir um þessar mundir nýja byggingu í Vatnsmýrinni.
Um 2.000 vilja í skóla
Um 1.200 hafa sótt um í Háskóla Íslands en umsóknarfrestur er enn ekki liðinn
Margir huga að framhaldsnámi og tölvunarfræði og lögfræði eru vinsælar
TUGIR umsókna um nám í Evr-
ópufræðum hafa borist Háskól-
anum á Bifröst, að sögn Eiríks
Bergmanns Einarssonar, dósents
og forstöðumanns Evrópufræða-
seturs á Bifröst. Áhugi á náminu
hafi aldrei verið meiri en það
stunda nú um 20 manns. „Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn opnaði á
málið var eins og lok hefði verið
tekið af potti og margt fólk fékk
áhuga á náminu. Það sá fram á að
Ísland væri á þessari leið og að við
yrðum að vita meira um ESB.“
Evrópufræði vinsæl