Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 20

Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 20
20 Viðskipti tengdra aðila MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Ómissandi með jólamatnum Piparrótarsósa Góð með Roast Beef og reyktum laxi Cranberry sósa góð með Kalkún, Villibráð og Paté Myntuhlaup Gott með lambakjöti Jarðaberjasulta Góð í jólabaksturinn Enskt Seville marmelaði Fyrir jólamorgunmatinn Sítrónu-Lime marmelaði Gott á ristað brauð og kex Mincemeat tarts Walkers jólakaka Samfylkingarfélagið í Reykjavík heldur sína árlegu aðventugleði laugardaginn 13. desember kl. 17-19 í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1. Hörður Torfason les úr bók sinni „TABÚ“ og Margrét Pála Ólafsdóttir úr bók sinni „Ég skal vera Grýla“ Ljúfar jólaveitingar Allir velkomnir Fjölskylduhjálp Íslands Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin Þúsundir fjölskyldna eiga um sárt að binda fyrir jólin. Þeir sem eru aflögufærir fyrir þessi jól geta lagt inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands 101-26-66090 kt. 660903-2590 Tökum á móti matvælum og fatnaði alla miðvikudaga að Eskihlíð 2-4 frá kl. 12.00 til 18.00. Símar 551 3360 og 892 9603 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FÁ MÁL sem varða viðskipti tengdra aðila hafa vakið jafnmikla athygli á síðustu mánuðum og end- urtekin viðskipti FL Group og Fons með danska flugfélagið Sterling. Tugir þúsunda hafa séð myndbönd, sem birt hafa verið á vefsíðunni you- tube.com, og þá hefur töluvert verið fjallað um málin í fjölmiðlum. Margt hefur verið gagnrýnt í rekstri FL Group, en í þessari grein verður einungis fjallað um viðskiptin með Sterling, en ekki rekstr- arkostnað FL Group, leigu á einka- þotum eða hundruð milljóna króna rannsóknarkostnað vegna hugs- anlegrar yfirtöku á bresku leikjafyr- irtæki. Tengsl Fons og FL Group Félögin sem í hlut áttu voru al- menningshlutafélagið FL Group, sem í upphafi tímabilsins var undir stjórn Hannesar Smárasonar og fjárfestingarfélagið Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar auk ann- arra. Ólíkt Kaldbaks- og Vöruvelt- umálunum, sem fjallað hefur verið um í þessum greinaflokki, sat því ekki sami einstaklingur beggja vegna borðsins. Hins vegar er óhætt að kalla þá Hannes og Pálma tengda aðila, enda hafa þeir um árabil átt í viðskiptum og hafa fjárfest í sömu fyrirtækjum. T.d. átti Fons lengi hlut í FL Group og um mitt þetta ár var eignarhlutur Fons kominn í rúm 12%. Þá sat Pálmi sjálfur í stjórn FL Group frá desember 2007 til júní 2008. Hafði hann áður setið í stjórn Flugleiða. Upphaf Sterling-fléttunnar, eins og viðskiptin hafa stundum verið kölluð, má rekja til þess er Fons kaupir Sterling í mars 2005. Kaup- verðið var um fjórir milljarðar króna og sagði Pálmi að markmiðið væri að Sterling yrði rekið með hagnaði árið 2005. Í ljós kom hins vegar að fyrsta fjórðung ársins var 460 milljóna króna tap á rekstri Sterling. Í júlí er Sterling sameinað öðru dönsku flug- félagi, Maersk Air, en kaupverð Ma- ersk er ekki gefið upp. Í október 2005, sjö mánuðum eftir að Fons kaupir Sterling á fjóra millj- arða króna, kaupir FL Group flug- félagið á 15 milljarða. Fons fær 11 milljarða í peningum, en afganginn í hlutabréfum í FL Group. Almenn- ingshlutafélagið FL Group keypti því Sterling á 11 milljörðum hærra verði en Fons greiddi fyrir félagið nokkrum mánuðum fyrr. Lögðust stjórnendur Icelandair, sem þá var í eigu FL Group, gegn kaupum FL Group á Sterling, enda töldu þeir að með þeim væri sam- vinnu Icelandair og SAS stefnt í voða. Þremur dögum áður en gengið var frá kaupum FL Group á Sterling hætti þáverandi forstjóri FL Group, Ragnhildur Geirsdóttir, störfum hjá félaginu. Sagði hún að áherslubreyt- ingar hjá félaginu réðu því að hún segði upp. Síðan þá hefur Ragnhildur ekki viljað tjá sig um málefni félags- ins eða forsendur þess að hún lét af störfum þar. Þrátt fyrir fagrar fyrirætlanir hélt taprekstur Sterling áfram og kom í dönskum fjölmiðlum fram að tap fé- lagsins árið 2005 hefði numið 3,2 milljörðum íslenskra króna. Sterling selt á ný Hélt taprekstur Sterling áfram ár- ið 2006, en í desember það ár selur FL Group flugfélagið til nýstofnaðs félags, Northern Travel Holding, fyrir 20 milljarða króna. NTH greiddi sex milljarða króna í reiðufé fyrir félagið, en seljandinn, FL Gro- up, lánaði kaupandanum, NTH, 14 milljarða króna fyrir afganginum. Stærsti eigandi NTH var Fons, með um 43%, en FL Group átti sjálft 35%. Má því segja að FL Group hafi sjálft greitt 7 milljarða af 20 milljörðum til sjálfs sín fyrir Sterling. Athyglisvert er að í óendurskoð- uðum ársreikningum NTH fyrir árið 2006 kemur í ljós að langtímaskuldir félagsins voru sléttir 20 milljarðar. NTH virðist því hafa fengið allt kaupverð Sterling að láni, en ekki er vitað hver lánaði félaginu þá sex milljarða sem upp á vantaði. Líður svo og bíður þar til í ágúst á þessu ári þegar FL Group, sem þá hét Stoðir, var komið í alvarleg fjár- hagsleg vandræði. Stoðir kaupa hluta af eign Fons í Iceland versl- anakeðjunni, en láta í skiptum hlut sinn í NTH. Stoðir vildu á sínum tíma hvorki gefa upp söluverðið á hlutnum í NTH, en fullyrt var að hið fjórtán milljarða króna lán hefði ver- ið greitt til baka. Rúmum tveimur mánuðum síðar, í lok október 2008, varð Sterling gjald- þrota. Erfitt að slá tölu á tapið Ólíkt öðrum dæmum, sem farið hefur verið yfir í þessum greinaflokki er ekki auðvelt að slá tölu á tap FL Group á þessum viðskiptum. Fer það allt eftir því hvert kaupverð Fons var á hlut FL Group í NTH. Ljóst er hins vegar að FL Group greiddi 11 milljörðum króna meira fyrir Sterl- ing í október 2005 en Fons greiddi fyrir félagið sjö mánuðum fyrr. Vissulega rann Maersk Air saman við Sterling í millitíðinni, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að það félag hafi eitt og sér verið ell- efu milljarða króna virði. FL Group fékk sex milljarða greidda í reiðufé þegar Sterling var selt NTH í desember 2006. Þar sem FL Group var sjálft með 35% hlut í NTH er hins vegar ekki hægt að draga þá sex milljarða einfaldlega frá áðurnefndum ellefu milljörðum og fá þannig út tap hluthafa FL Gro- up. Þar til upplýsingar um kaup- verðið á NTH liggja fyrir er því ómögulegt að reikna út raunverulegt tap FL Group á viðskiptunum. Í árslok 2005 voru fjórir lífeyr- issjóðir meðal 20 stærstu hluthafa FL Group og áttu þeir samtals 2,84% í félaginu. Voru það Gildi lífeyr- issjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn.  Á morgun verður fjallað um hóp- málsóknir og hlutverk lífeyrissjóð- anna í hagsmunavörslu hluthafa. Sterling-flétta FL Group og Fons          +(" , (- .  )$ *(/(  0 12" 34,- (- .  ) $  *(/(  5 2"# 67 (-  .  )$ *(/(  8)9 "! , (- %  34,- 67 * -&  .  -- Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn Í stjórn Flugleiða árið 2004 voru ásamt öðrum Pálmi Haraldsson, Hreggviður Jónsson, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson Flugfélagið snarhækkaði í verði á nokkrum mánuðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.