Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 28

Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í aðdraganda jóla og mögulegt að næra skilningarvit- in með ýmsum hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um ein- hverja þeirra viðburða sem eru á dag- skrá vítt og breitt um landið. 11 dagar til jóla UM helgina mætir jóla- barnið Páll Óskar til þess að syngja fyrir gesti í Jóla- þorpinu í Hafnarfirði. Ennfremur mæta kátu sveinkarnir í Jólasveina- bandinu og sjá um eina al- vöru jólaballið sem haldið er undir berum himni. Jólaþorpið er opið frá 13-18 allar helgar fram til jóla auk opnunar á Þorláksmessu frá 16-22. Nánari upplýsingar er að finna á hafn- arfjordur.is. Páll Óskar skemmtir Páll Óskar DESEMBERMARKAÐUR Íslenskrar hönn- unar, handverks og nytjalistar verður í dag og á morgun milli kl. 13 og 18. Markaðurinn verður að Laugavegi 172, við hliðina á Heklu hf. Alls taka 36 hönnuðir og listamenn þátt í markaðnum sem fram fer síðustu þrjár helg- arnar fyrir jól. Jólamarkaður með íslenska hönnun JÓLASÝNING Byggðasafns Árnes- inga í Húsinu á Eyr- arbakka, verður op- in í dag, laugardag og á morgun, sunnudag milli kl. 14 og 17. Á sýningunni má sjá fjöldann allan af gömlum jólatrjám, það elsta smíðað í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi árið 1873. Á sýningunni verður einnig jóla- skraut af ýmsu tagi, jafnframt brúður sem tákn jólasveinanna og helgimynd af fjárhús- inu í Bethlehem. Aðgangur er ókeypis. Jólatréð frá árinu 1873 á jólasýningu í Húsinu JÓLASKÓGURINN í Hjalladal í Heiðmörk verð- ur opnaður í dag kl. 11:00. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, mun opna skóg- inn með því að höggva niður fyrsta tréð. Að venju verður mikið um að vera í skóginum. Jólasveinar taka lagið með krökkunum, varðeldur mun loga auk þess sem boðið verður upp á kakó og piparkökur. Jólatrén kosta 4.900 krónur óháð stærð sem er sama verð og í fyrra. Jólaskógurinn opnaður í dag Hanna Birna Kristjánsdóttir HITT húsið, miðstöð ungs fólks, heldur jóla- markað í dag, laugardag, milli kl. 13:00 og 18:00. Þar mun hópur ungs fólks selja hand- verk sitt og hönnun. Til sölu verður ýmiss konar handverk, föt, skartgripir og þar fram eftir götum. Markaðurinn fer fram í upplýs- ingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur og tónlistarfólkið My Summer as a Salvation Soldier, Loji, Einar Indra og Pikknikk spila fyrir gesti og gangandi. Einnig opna nemendur á listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti samsýningu í Gall- erí Tukt í Hinu húsinu. Markaður í Hinu húsinu STUTT Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Áþessum síðustu dögum fyrir jólmagnast spennan hjá mörgu smá-fólkinu. Auðunn Torfi Sæland, fjög-urra ára, er einn af þeim sem fljúga um á tánum og syngja jólalög daginn út og inn. Hann er með miklar pælingar um jólin, jólasveinana og allt sem þessari hátíð tengist. Hann hefur sínar ákveðnu skoðanir á hlut- unum eins og börnum einum er lagið. Um daginn gisti hann hjá ömmu sinni og vakti hana eldsnemma með hrópum og köllum: „Amma, amma, það er búið að slökkva á Guði!“ Amman var dregin miskunnarlaust fram úr rúminu og henni sýnd ummerkin: Upplýsta jólahúsið í stofunni þar sem María og Jósep vaka yfir Jesúbarninu, var ekki leng- ur upplýst. Blessunarlega gat amma kveikt aftur á Guði og ró færðist yfir drenginn. Skyrgámur er alltaf að stela frá mér Auðunn Torfi var þó nokkuð upptekinn af fyrirbærinu Stekkjarstaur kvöldið áður en hann átti að koma til byggða, enda bjóst hann fastlega við að karlinn kæmi við hjá sér til að setja eitthvað í skóinn. „Stekkjarstaur er með svo stífar lappir af því hann hljóp svo mikið með föturnar sínar báðar.“ Hurðaskellir vek- ur svolítinn ugg í brjósti Auðuns Torfa vegna hávaðans og bramboltsins í honum. „Hann skellir hurðum af því að heima hjá honum eru alls engar hurðir og þess vegna kann hann ekkert á svona hurðir hjá okkur.“ Auðunn Torfi hefur sannfært bæði móður sína og sjálfan sig um að þegar kauði komi heim til hans muni hann alls ekki skella hurðinni fast, heldur of- urvarlega. Annar jólasveinn er honum sér- lega hugleikinn: „Skyrgámur er alltaf að stela frá mér. Í fyrra fór hann í ísskápinn og stal skyri af því hann er sjúkur í skyr. Hann sull- aði líka allt út í skyri,“ lýsir Auðunn Torfi að- komunni fyrir ári síðan í ísskápnum heima hjá sér. Og augun stækka um helming þegar hann segir frá. Draugurinn Móri er í steina-nærbuxum Þegar hann er spurður um Grýlu stekkur hann til, sækir mjólkurfernu í ísskápinn og sýnir blaðamanni þar mynd af Grýlu, Leppa- lúða og jólakettinum. „Grýla er sko ekkert ljót þó hún sé með skögultönn og vörtur á nefinu. Og hún setur ekki óþekka krakka í pokann sinn. Hún lætur bara jólasveinana fá kartöflur sem þeir setja svo í skóinn hjá krökkunum. Jólakötturinn stelst svo út til að fara með jóla- sveinunum.“ Þegar talið berst að því að Jesús eigi afmæli á jólunum, segist Auðunn Torfi ekki geta gefið honum afmælisgjöf. „Af því Guð er svo langt uppi í geimnum og ég er ekki með nógu langar hendur til að ég nái þangað. Það þarf að fara í flugvél, fljúga ógeðslega hátt og brjóta glerið. Þá þarf að fljúga í kringum allt Guðshúsið og hitta eina kind. Það þarf að lenda flugvélinni uppi á stóru fjalli, kannski Esjunni, og þá kemur Stórfótur. Ég veit að hann er hættulegur. Það eru líka górillur uppi á fjalli,“ segir Auðunn Torfi að lokum og ætlar greinilega ekki að hætta sér í þessa háskaför til að gefa Jesú afmælisgjöf. Og skyndilega spyr hann hvort blaðamaður muni eftir Móra. „Hann er svona draugur sem er alltaf að hverfa. Hann er með band um magann og fötin hans eru rifin og mjög götótt og hann notar steina-nærbuxur.“ Morgunblaðið/Kristinn Jólahúsið hjá ömmu Sem betur fer var kveikt á Guði þetta kvöld og María, Jósep og Jesúbarnið vel upplýst. „Búið að slökkva á Guði!“ Auðunn Torfi Sæland fjögurra ára er eitt þeirra barna sem þessa dagana velta mikið fyrir sér komu jólanna og ekki síður jólasveinunum „Skyrgámur er alltaf að stela frá mér.“ „Stekkjarstaur kom fyrstur, / stinnur eins og tré.“ Þessi al- ræmdi grallari kom til byggða í gær og heimsótti að sjálfsögðu Þjóðminjasafnið þar sem hann hitti börn og sagði sögur. Bræður hans koma einn af öðrum til byggða næstu daga og koma við á safninu. Á jólasýningu Þjóðminjasafns- ins hefur verið sett upp lítið jóla- hús með alls konar skemmti- legum gripum sem tengjast jólasveinunum. Börnin mega snerta gripina og fá þannig tæki- færi til að kynnast jólasveinunum með ýmsum hætti. Þarna er askurinn hans Aska- sleikis, skyrið sem Skyrgámur er svo sólginn í, hrossabjúga sem Bjúgnakrækir myndi vilja krækja í og margt fleira. Gegnum sýn- inguna geta börnin áttað sig á því sjálf hvað hin skrýtnu þjóðlegu jólasveinanöfn þýða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stekkjar- staur kom fyrstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.