Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 29

Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 29
Daglegt líf 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Veðurfar aðventunnar hefur verið heldur rysjótt hér um slóðir eins og reyndar víðar. Um síðustu helgi var veðrið hér eins fagurt og jólalegt og hægt er að hugsa sér. Hvít mjöllin þakti jörðina og um- hverfið allt var eins og í ævintýri, svo hreint og um leið dulúðlegt. Talsvert var um erlenda ferða- menn á Hvolsvelli þessa helgi og gengu þeir um bæinn alveg dol- fallnir með myndavélarnar á lofti. Ef hægt væri að ganga að slíku sem vísu væri áreiðanlega hægt að markaðssetja Ísland sem jóla- landið eina. En viti menn, skyndilega er komin rigning og svartasta myrk- ur tekur yfir og nú er veðrið ein- hvern veginn alveg í stíl við alla kreppustemninguna. Eitthvað sem enginn hrífst af í desember og eina sem hægt er að gera er að hugsa um að njóta aðventunnar og jólanna og muna að brátt fer aftur að birta og alltaf er það nú þannig að þegar við eigum von á bjartari dögum þá birtir nú líka eitthvað til í sálartetrinu.    En þrátt fyrir allt þá lætur fólk nú ekki af föstum siðum aðvent- unnar. Á dvalarheimilinu Kirkju- hvoli eru fastar hefðir hafðar í heiðri eins og endranær. Fyrsta sunnudag í aðventu er þar haldinn jólamarkaður í samvinnu við Kvenfélagið Einingu. Þá býður heimilisfólkið til sölu ýmiss konar handverk sem það hefur unnið að síðasta árið og kvenfélagskonur halda kökubasar og selja vöfflur og heitt súkkulaði. Margir hafa það fyrir fastan sið að kaupa þarna jólagjafir og er ekki hægt að segja annað en að ævinlega sé hægt að finna fallegar og nyt- samar jólagjafir gerðar af meist- ara höndum. Annan sunnudag í aðventu hafa svo nokkrir söngfuglar þann fasta sið að heimsækja dvalarheimilið og taka lagið með heimilisfólkinu. Eru þá sungin lög af ýmsu tagi af hjartans lyst og eitt og eitt jólalag slæðist með. Nokkrir þeirra sem hófu þennan sið eru nú fallnir frá og hafa synir þeirra tekið við.    Sundlaugin á Hvolsvelli hefur nú verið opnuð aftur eftir miklar lag- færingar og endurbætur. Búið er að reisa rennibraut við sundlaug- ina og flísaleggja laugina hátt og lágt, auk þess sem skipt var um allan tæknibúnað. Víst er að margir fagna því að laugin sé nú loks opin aftur en sundgarpar hafa farið í sund á Hellu á meðan á viðgerðum hefur staðið. Morg- unsundhanar hafa skipst á að keyra á Hellu á morgnana, því öllu skiptir að halda þeim góða sið að mæta í morgunsundið og taka púlsinn á sjálfum sér og þjóðlífinu um leið. Nú verður gerð tilraun með að hafa laugina opna allan daginn en hún hefur verið lokuð á meðan á skólasundi hefur staðið. Mun þetta án efa verða til þess að auka aðsókn að lauginni og um leið hreysti íbúanna.    Fleiri framkvæmdir eru í gangi í sveitarfélaginu svo sem bygging nýs tónlistarskóla sem áætlað er að verði tekin í notkun næsta haust. Hér hefur störfum fjölgað undanfarið en nýlega tók hér til starfa ný deild hjá SS. og ný og glæsileg verslun Húsasmiðjunnar var opnuð í byrjun aðventu. Ekki annað að sjá en að menn reyni að láta kreppuna sem minnst áhrif hafa þó að því miður hafi ein- hverjir misst vinnuna. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Aðventan Íbúar á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli taka lagið. Forsetabók Guðjóns Friðriks-sonar og ummæli forsetans: „You ain’t seen nothing yet“ urðu tilefni brags, sem þættinum barst. Tómas Tómasson samdi fyrriparta og Jónas Frímannsson botnaði: Ólafur mun enn sem fyrr efstur meðal bragna. Löngum hefur staðið styrr um stórar hetjur sagna. Stýrði útrás sterkur jarl stefndi fram með sveinum. Vogun sýndi vaskur karl en vék ei fyrir neinum. „Þetta er bara byrjun vor“ buðlungs hófst þá ræða. „Víkingar með þrek og þor þjóðir munu hræða.“ Krónan svo í frjálsu falli fór úr Daviðs styrku hönd. Þá varð margur ber að bralli og bankar flestir gáfu’ upp önd. Hreppa má á hálfu verði herra Ólafs sagnabók , sem rithöfundur Guðjón gerði um Grímsson Ragnar lukkuhrók. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af forseta og hetjum - gjöfin sem gefur - Allt söluandvirðið rennur til góðgerðamála Bókin fæst í Nóatúni og völdum verslunum. Einnig er hægt að panta hana á www.noatun.is og Fjölsmiðjunni. Besta jólagjöfin Veisla með fjölskyldu og vinum Öll upphæðin rennur óskert til Fjölsmiðjunnar Vegleg gjöf - 256 blaðsíður Það besta úr eldhúsi Nóatúns Mjög vönduð útgáfa Ótrúlegt verð Aðeins 1.290 kr. Allt sölu andvirð ið rennu r til góð gerðam ála Fæst í Nóatúni 1. SÆTI METSÖLULISTI MBL - 10. DES - ALMENNT EFNI - 2. SÆTI METSÖLULISTI MBL - 10. DES - ALLAR BÆKUR - „Grímseyjarbörnin birtuna bera!“ Svona hljómar fyrsta línan í Lús- íusöng skólabarnanna í Grímsey. Það er alltaf gleðilegt og ein- staklega gaman að undirbúa Lús- íuhátíð grunnskólans. Börnin í skólanum hafa fagnað Lúsíu – ljósberanum ljúfa, síðustu 14 ár. Þessi fallegi siður – hátíð ljóssins, var fyrst tekinn upp á Íslandi í kringum 1970 en var alþekktur um Norðurlöndin töluvert fyrr. Lúsían fyllir hjörtu og hugi ljósi sem er svo dýrmætt þegar dag- arnir eru bæði stuttir og dimmir, eins og í nyrstu byggð landsins. Krakkarnir eru einstaklega spenntir fyrir Lúsíuhátíðinni, því undirbúningurinn er svo skemmti- legur. Það þarf að finna til Lús- íubúninga – allir strákarnir búa á hverju ári til sérstaka hatta fyrir stjörnudrengi eins og þeir kallast. Börnin baka Lúsíusnúða og lög eru æfð til að syngja fyrir gesti á Lúsíuhátíðinni. Fyrstu árin fóru Grímseyj- arbörnin í Lúsíubúningunum sín- um og sungu í kirkjunni og búð- inni fyrir fólkið. En þar sem allra veðra er von 13. desember ákvað skólastjórinn Dónald Jóhannesson að Lúsíu yrði fagnað í félagsheim- ilinu og öllum íbúum boðið að taka þátt – drekka kaffi og snæða Lúsíusnúða. Og áfram syngja Grímseyjarbörnin: „jólin þau minna á, megi þau vera, gleðileg öllum hér, það okkar óskin er, Santa Lúsía, Santa Lúsía“. Grímseyjarbörnin fagna Lúsíu Trú unglinga dvínar í ferming- arfræðslunni. Þetta kemur fram í könnun sem nær til 20 þúsunda fermingarbarna í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi, Þýska- landi, Sviss og Austurríki sem ljúka á á næsta ári. Nú þegar er ljóst að unglingar í Danmörku trúa minna að lokinni fermingarfræðslunni en fyrir hana, að því er haft er eftir Leise Christensen lektor á fréttavef Kristeligt-Dagblad. Niðurstöður könnunarinnar valda biskupnum í Ribe, Elisabeth Dons Christensen, áhyggjum. Tel- ur hún að í kennslunni nái menn ekki að snerta hjörtu nemenda. Aðrir biskupar taka niðurstöð- unum með jafnaðargeði. Bisk- upinn í Árósum, Kjeld Holm, segir slíkar rannsóknir frekar yf- irborðskenndar. Hlutverk ferm- ingarinnar sé að veita ungu fólk grundvallarþekkingu um kristna trú og sjá til þess að því finnist það velkomið í kirkjuna. Í því eigi prestar stöðugt að vinna. Peter Fischer-Möller, biskup í Hróarskeldu, segir það undarlegt ef 50 stunda kennsla geti breytt hugmyndum ungs fólks um hversu trúað það er. „Foreldrar og vinir barnanna hafa haft áhrif á þau í 14 ár,“ bendir hann á. ingibjorg- @mbl.is Trúin dvínar í fermingarfræðslu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.