Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 30

Morgunblaðið - 13.12.2008, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Lögmennhafa vakiðathygli á að löggjöf um störf sérstakrar rannsóknarnefndar vegna bankahrunsins þurfi að vera vönduð, svo ekki sé hætta á að hugsanleg saksókn síðar spill- ist. Ábendingar lögmannanna eru réttmætar. Þeir geta vísað til nærtæks dæmis, því í olíu- málinu svokallaða voru reglur um málsmeðferð og réttar- stöðu manna við rannsókn og meðferð upplýsinga óskýrar. Ákvæði skorti í samkeppnis- lög um skil á milli rannsókna lögreglu og samkeppnisyfir- valda. Niðurstaða dómsmáls á hendur forstjórum olíufélag- anna þriggja varð sú, að ekki væri hægt að reisa ákæru á lögreglurannsókninni. Málinu var vísað frá, eftir mjög um- fangsmikla rannsókn sam- keppnisyfirvalda og lögreglu. Laganefnd Lögmanna- félagsins lýsti áhyggjum sín- um af að hugsanlega yrði brot- ið gegn friðhelgi einkalífsins með því að birta upplýsingar um fjárhagsmálefni ein- staklinga, verði frumvarp um störf nefndarinnar að lögum. Þar er gert ráð fyrir að heim- ilt sé að birta slíkar upplýs- ingar og nefndarinnar að meta nauðsyn þess. Neyðarlögin, sem sett voru í kjölfar hruns bankanna, gengu meira á rétt manna en eðlilegt er í réttarríki. Eðlilega, af því að þá urðu stjórnvöld að fá svigrúm til að bregðast við mjög óvenjulegri stöðu. Nú er rétt að staldra við. Neyðarlög eru eitt, lög um sérstaka rannsóknarnefnd annað. Allsherjarnefnd Alþingis skilaði í gær nefndaráliti, sem tekur að verulegu leyti undir ábendingar lögmannanna. Til dæmis lagði nefndin til að ekki verði heimilt að nota upplýs- ingar sem einstaklingur hefur veitt fyrir nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum og er ákvæðið þá sambærilegt sam- keppnislögum, eins og þeim var breytt í kjölfar olíu- málsins. Þá leggur nefndin til að rannsóknarnefndinni verði gert að tiltaka þær ástæður, sem eru fyrir því ef hún telur nauðsynlegt að birta upplýs- ingar um persónuleg málefni einstaklinga, í stað þess að birting byggist á óljósu mati. Á Alþingi hvílir sú ábyrgð að setja slík lög um rannsókn- ina á bankahruninu að enginn vafi leiki á að grundvallar- reglur réttarríkisins séu virt- ar. Allsherjarnefnd Alþingis hefur bætt verulega úr þeim göllum sem voru á frumvarp- inu. Allsherjarnefnd lagaði frumvarpið}Réttmætar ábendingar Morgunblaðiðsagði frá því í gær að for- eldrum barna í Hvassaleitisskóla hefði verið til- kynnt að greiddu þeir ekki fyrir skólamáltíðir fengju börnin þeirra ekki mat í skól- anum. Við eðlilegar aðstæður þættu þetta kannski sjálfsögð vinnubrögð. Nú stefnum við hins vegar inn í tíma, þar sem alls ekki er víst að allir for- eldrar hafi ráð á að greiða fyr- ir mat barna sinna í skól- anum. Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarð- arkirkju, segir í blaðinu í gær að huga þurfi að hópum, sem séu rétt undir þeim viðmiðum, sem sett eru um félagslega aðstoð. Fólk sem sé í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en hafi lág laun, eigi jafnvel ekki fyrir mat og neyðist sumt til að hætta að borga skóla- máltíðirnar. „Þegar allt er bú- ið, þá er bara allt búið. Hvað gerir fólk þá?“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu eru byrjuð að undirbúa aukna félagslega aðstoð fyrir atvinnulausa og láglaunafjölskyldur nú þegar að kreppir í efnahags- lífinu. Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar, segir í Morgunblaðinu að enn betur sé fylgzt með í skól- unum en vanalega hvort hugs- anlega dragi úr mataráskrift. „Við stefnum að því að þetta leiði ekki til þess að börnin fái ekki að borða,“ segir hann. Í kreppunni í Finnlandi í byrjun síðasta áratugar var lögð áherzla á ókeypis skóla- máltíðir, sem í sumum til- vikum voru eini heiti mat- urinn, sem börn fengu á virkum dögum. Sveitarfélögin hér eiga að létta undir með foreldrum, sem ekki geta borgað fyrir skólamáltíðir. Ekkert barn á að þurfa að lenda í því að vera vísað frá í biðröðinni eftir heitum mat í skólanum. Engu barni á að vísa frá í skóla- mötuneytinu} Skólamatur í kreppunni É g lofaði ókunnugri konu úti á götu í gær að ég mundi ekki skrifa um kreppu í dag. Sem dyggur les- andi bað hún mig að skrifa ekk- ert um fjármálahrun og erf- iðleika heldur bara eitthvað væmið og skrítið um þakklæti sem kæmi henni í opna skjöldu. Svo ég skrifa um fíla. „Fílarnir eru lúnir eftir langan dag í sólinni og þeir leggjast á árbakkann, þá munar um lúrinn, og hann klifrar upp fótinn og uppá herðakambinn þeirra með skrúbb og klút, fí- lahirðirinn minn frá Súrín.“ Mikið er ég þakklát fyrir Möggu Stínu sem syngur þetta lag sem önnur eins og engill og er held ég engill og mikið er ég þakklát fyrir hitt og þetta í lífinu og þar á meðal dýrin í skóg- inum. Ég datt inn á útvarpsþátt á BBC í vikunni þar sem ástríðufullur líffræðingur sagði að fílar dæju yngri og sorgmæddari í dýragörðum heldur en úti í náttúrunni. Fílar syrgja, hlæja, gráta, rífast, slást, leika og hugga, stendur skrifað. Og þeir muna. Eða ætti ég að segja þær? Kvenfílar lifa og hrærast allt sitt líf í stórri fjölskyldu systra, mæðra, amma, dætra og frænkna. Aumingja full- orðnu karlarnir eru miklu meira einir og afskiptir og fá bara öðru hvoru að vera eitthvað á vappi í kring en eru aldrei almennilega með nema þegar á að búa til börn. En kannski eru þeir ekki einmana heldur einfarar sem vilja vera einir með sjálfum sér. Fílar geta haft samskipti yfir langar vegalengdir með því að gefa frá sér drunur undir hljóðhraða sem nemast með við- kvæmri húð á fótum og rana. Fílar eru fé- lagsverur, sagði maðurinn á BBC, og kvenfíll sem lifir ein hættir að vera fíll. Þegar fíll fer í burtu frá hópnum og kemur svo aftur eru miklar seremóníur til að bjóða hana velkomna á ný og þegar fílskálfur grætur hleypur sam- félagið allt til og strýkur honum, ekki bara mamman ein, segir í fílabók. Svona mann- gerum við hegðan fílanna. Og ég fyllist lotn- ingu á fallegum íslenskum vetrardegi yfir undrum heimsins, vistkerfunum, lífríkinu og dýrunum öllum sem eru svo óendanlega fjöl- breytt og furðuleg að það tekur út yfir allan þjófabálk og ekki einu sinni mannlegt ímynd- undarafl af sterkustu gerð allra manna í öllum heiminum gæti nokkurn tímann spunnið slík undur með sjálfu sér. Ég ætla að verða David Attenborough þegar ég verð stór. Konan sem ég hitti á götu í gær og fær pistil um fíla spurði mig hvernig við gætum endurreist orðspor Íslands í heiminum. Orðspor Íslands? Við því er svar: Með því að byggja hér upp betra samfélag. Við getum ef við viljum og höfum til þess kjark og dug og þor og sýn varðveitt það besta og búið til nýtt, ekki bara í ímynd heldur innihaldi. Náttúra Íslands er enn á eyðileggingarlistanum, svo dæmi sé tekið. Enginn er hennar hirðir nema við sjálf. Eigum við kannski að byrja þar? liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Til konunnar á götunni Mikil atvinnuþátttaka en menntun í meðallagi FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is A tvinnuþátttaka Íslend- inga hefur í langan tíma verið miklum mun meiri en þekkist meðal ná- grannaþjóðanna. Á sama tíma er menntunarstigið hér á landi aðeins í meðallagi, sem má ekki síst rekja til þess að atvinnulífið hef- ur gert mikla kröfu um atvinnuþátt- töku landans. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum sem Lárus Blöndal, deildarstjóri í at- vinnu- og félagsmáladeild Hagstofu Íslands, hefur tekið saman og hann kynnti á ráðstefnu sem HÍ - Lands- skrifstofa menntaáætlunar Evrópu- sambandsins stóð fyrir undir lok vik- unnar. Samkvæmt gögnunum má sjá að árið 2007 var atvinnuþátttaka Ís- lendinga 83,3%, þar af var atvinnu- þátttaka karla 87,5% og kvenna 78,6%. Séu tölurnar greindar eftir aldri má sjá að atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-24 ára var 80,1%, á aldrinum 25-54 ára 90,6% og á aldr- inum 55-74 ára 66,2%. Á sama tíma mældist atvinnuleysi aðeins 2,3% og var það mest í aldurshópnum 16-24 ára eða 7,2% en rétt ríflega 1% í hin- um aldurshópunum. Vinnutími námsfólks 33 klst. Í samantekt Lárusar kemur einnig fram að vinnutíminn árið 2007 var að meðaltali 41,9 klst. á viku, þar af var meðalvinnutíminn í fullu starfi 46,8 klst. og í hlutastarfi 24 klst. Atvinnu- þátttaka námsfólks var mjög mikil árið 2007 eða rúmlega 74%, þ.e. ríf- lega 73% í hópi nemenda á aldrinum 16-24 ára og ríflega 76% í hópi nem- enda á aldrinum 25-74%. Heildar- vinnutími námsfólks var að meðaltali tæpar 33 klst. á viku en tæpar 30 klst. í yngri aldurshópnum og tæplega 38 klst. í eldri hópnum. Þannig má spyrja sig hvort réttara sé að segja, að námsfólk vinni með námi eða hvort það stundi nám með vinnu. Leiða má að því líkur að aukið at- vinnuleysi geti haft þau áhrif að fleiri sæki sér menntun en áður og mennt- unarstigið í landinu hækki. Það væri í samræmi við markmið ríkisstjórn- arinnar og aðila vinnumarkaðarins, því í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem gefin var út í febrúar sl. í tengslum við gerð kjarasamninga milli ASÍ og SA, segir að stefnt verði að því að ekki verði fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamennt- unar árið 2020. 20% lögðu stund á símenntun Sé rýnt í menntunarstig vinnandi fólks á aldrinum 20-64 ára kemur í ljós að árið 2007 var hlutfall þeirra sem voru aðeins með grunnmenntun 28%, hlutfall þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun var 43% og hlutfall fólks með háskóla- menntun var 29%. Séu tölur fyrir ald- urshópinn 25-64 ára skoðaðar má sjá að þær eru mjög svipaðar, nema hvað ívið fleiri eru með háskólamenntun og ívið færri með starfs- og fram- haldsmenntun eins og meðfylgjandi graf ber með sér. Sé atvinnuþátttaka skoðuð eftir menntunarstigi má sjá að 82% þeirra sem eru aðeins með grunnmenntun eru á vinnumarkaði, meðan 87% þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun eru vinnandi og 94% þeirra sem eru með háskólamenntun. Í ljósi áherslu yfirvalda á það að auka menntunarstigið í landinu er forvitnilegt að skoða að á árinu 2007 lögðu 20% vinnuaflsins stund á sí- menntun. Þar af sóttu tæp 79% fræðslu í tengslum við starf sitt. Tæp 68% sóttu námskeið eða fræðslu á vinnutíma og tæp 68% fengu laun þann tíma sem þeir sóttu námskeið eða fræðslu. Velta má fyrir sér hvort vinnuveitendur verði jafn fúsir til þess að styðja við símenntun með þessum hætti þegar harðnar á daln- um.     #    "     Q  Q Q "  #    $  %&   E" 5 9 '      (  )   *    „VIÐ eigum öflugt atvinnulíf. Það er sveigjanlegt og það tekur áskor- unum vel. Í þessu felast mikil verð- mæti,“ sagði Ingibjörg Elsa Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, á ráðstefnu HÍ - Landsskrifstofu menntaáætlunar Evrópusambands- ins, nú í vikunni. Í máli hennar kom fram að til að bregðast við núverandi aðstæðum hefði FA komið upp nýrri forgangs- röðun á fjármunum sínum í því skyni að auka við náms- og starfsráðgjöf til þess að mæta ástandinu. Eitt af hlutverkum FA er að fylgjast með tölfræði Vinnumálastofnunar. Í lið- inni viku voru yfir 8 þúsund manns skráðir atvinnulausir, sem jafngildir um 4,1% atvinnuleysi. Af þessum hópi reyndust 60% vera verkafólk, starfsmenn í þjón- ustu- og afgreiðslustörfum sem og iðnaðarmenn, 54% höfðu eingöngu grunnskólapróf, 34% höfðu ýmiss konar próf á framhaldsskólastigi, s.s. stúdentspróf, iðnmenntun og verslunarpróf, en 12% höfðu há- skólapróf. Ingibjörg benti á að hóp- urinn sem einvörðungu hefði lokið grunnskólaprófi væri ávallt mun viðkvæmari fyrir atvinnuleysi og iðulega lengur á atvinnuleysisskrá en þeir sem hafa meiri menntun. ››ÖFLUGTATVINNULÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.