Morgunblaðið - 13.12.2008, Qupperneq 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008
Böðvar á Efri-Brú hefur nú kvatt
þennan kreppuheim. Það er mikill
söknuður hjá okkur hjónum vegna
fráfalls hans. Við höfum notið vin-
áttu hans til margra ára og ekki fall-
ið skuggi þar á. Hjá honum vorum
við með hestana okkar á sumrin og
haustbeit í mörg ár. Margar unaðs-
stundir áttum við saman á útreiðum
um driftina og upp í Búrfellsdalinn,
hýr af víni, mikil stemning og lagið
tekið.
Vera laus við leiða og þras
láta skeiða á grundum
upp til heiða glaums við glas
góðum eyða stundum.
(Sigurjón Gestsson)
Til margra ára var fastur liður að
ríða til Laugarvatns, þar sem vinir
og frændur Böðvars riðu á móti okk-
ur og nutum við góðra stunda og
veitinga hjá þessu góða fólki.
Við hjón eignuðumst sumarhús í
Grímsnesinu í nágrenni Efri-Brúar
og kom Böðvar oft til okkar þegar
við dvöldum þar. Það er gaman að
segja frá því að Böðvar átti hund
sem hann kallaði Gutta. Þeir voru
miklir félagar og er ég helst á því að
Gutti hafi haft mannsvit. Böðvar
hafði Gutta alltaf með sér og þegar
hann var á bíl var hundurinn ann-
aðhvort í framsætinu eða í aftursæt-
inu, eftir því hvernig á stóð. Einu
sinni sem oftar komu þeir félagar í
heimsókn til okkar í bústaðinn, þá
stendur þannig á að Díana er að
baða hundtík sem við áttum, hún
hafði velt sér upp úr einhverjum
óþverra. Þegar Böðvar sér hvað
gengur á verður honum að orði:
„Nei, sjáðu þettað Gutti, hún er að
baða tíkina.“ Böðvar talaði við hund-
inn eins og hverja aðra vitsmuna-
veru, þannig var samband þeirra fé-
laga. Gutti féll frá fyrir nokkru og ég
veit að Böðvar missti þar góðan vin
og félaga. Sennilega saknaði hann
hans mjög mikið, hann fékk sér alla-
vega ekki annan hund. Böðvar var
þeirrar manngerðar að hann talaði
ekki um líðan sína, þannig var það,
maður vissi ekki alltaf hvernig hon-
um leið, hann bar ekki sorgir sínar á
torg.
Í huga okkar hjóna hefur Gríms-
nesið sett niður, þar sem við eigum
ekki von á okkar góða vini í kaffisopa
og spjall á komandi sumri, en minn-
ingin lifir og við minnumst þín kæri
vinur – Far í friði.
Díana og Guðmundur (Muggur).
Kveðja frá Hörpukórnum
Félagar kórs eldri borgara á Sel-
fossi minnast Böðvars Guðmunds-
sonar söngfélaga síns með hlýhug og
virðingu. Hann kom til liðs við okkur
þegar við þurftum mjög á því að
halda. Hæglátur með mjúka bassa-
rödd, fljótur að læra og öruggur.
Hann kunni listina að kveða stemm-
ur og kom fram fyrir hönd kórsins
með það ásamt öðrum. Hann var
góður ferðafélagi og sagnaþulur og
tókst listavel að færa hversdagsleg-
ar sögur í skemmtilegan búning á
ferðalögum kórsins.
Við þökkum þessum trausta og
góða félaga innilega fyrir sam-
veruna, sendum afkomendum hans
og ástvinum öllum samúðarkveðjur
og biðjum honum blessunar.
F.h. kórsins,
Arndís Erlingsdóttir.
Enn einn úr hópnum sem lauk
námi í Bændaskólanum á Hvanneyri
vorið 1955 hefur nú kvatt.
Af sjálfu leiddi að margir úr þess-
um hópi völdu sér búskap að ævi-
starfi og líklega hefur annað aldrei
komið til greina hjá Böðvari á Efri-
Brú. Sveitin og sveitastörfin áttu
hug hans allan og ungur að árum
reisti hann nýbýlið Brúarholt á jörð
foreldra sinna og stundaði búskap í
áratugi. Lengst af var sauðfjárrækt
undirstaða búsins, en góðhestarnir
og ræktun þeirra var ekki síður
áhugamál Böðvars og náði hann
ágætum árangri á því sviði. Aðrar
búgreinar komu einnig við sögu um
lengri eða skemmri tíma og síðast
var ferðaþjónusta rekin á jörðinni
nokkuð fram yfir síðustu aldamót.
Lífið í sveitinni og bústörfin voru
Böðvari jafnan ofarlega í huga, þó að
umsvifum á því sviði lyki fyrir
nokkru. Heimili átti hann á æsku-
stöðvunum til dauðadags og við þær
var hann jafnan kenndur.
Leiðir okkar sem deilt höfðum
glöðum stundum við nám, störf og
leik á Hvanneyri lágu til ýmissa átta
og aðstæður vitaskuld misjafnar til
þess að halda við vináttuböndum
sem jafnan eru hnýtt í heimavistar-
skólum. Aldrei leið verulega langt á
milli samfunda okkar Böðvars, en
gagnvegir milli okkar styttust til
muna eftir að við vorum komnir
fram yfir miðjan aldur og böndin
sem hnýtt voru forðum urðu sífellt
traustari eftir því sem amstur dag-
anna minnkaði og betra tóm gafst til
samveru.
Fyrir það vil ég þakka og þökk er
mér efst í huga þegar ég sendi Böðv-
ari hinstu kveðju.
Þökk fyrir ógleymanlegar sam-
verustundir: Í ferðalögum innan-
lands og utan og fjölmarga aðra góða
tíma saman; stundum með fleiri góð-
um félögum, ekki síst innan Hörpu-
kórsins, stundum áttum við þá einir.
Við áttum til frændsemi að telja,
báðir afkomendur Böðvars og Guð-
rúnar sem bjuggu á Reyðarvatni á
Rangárvöllum upp úr miðri nítjándu
öld og við bar að við rifjuðum upp
kímilegar sögur af ættmóðurinni er
við sátum að spjalli um allt milli him-
ins og jarðar, stöku sinnum langa
næturstund yfir gullnum veigum.
Þær kunni Böðvar vel að meta, en
fór ætíð með af hófsemi. Hann var
gleðimaður og manna skemmtileg-
astur í félagsskap, söngmaður góður
og sögumaður. Hann var ljóðelskur
og bókhneigður og gaf sér a.m.k. á
síðustu árum góðan tíma til lesturs
bóka af ýmsu tagi. Hygg ég að forn-
sögurnar hafi ekki síst verið oft á
náttborðinu hans. Hann var mynd-
arlegur á velli, karlmenni í sjón og
raun og mikill leikfimimaður á yngri
árum. Áföllum í einkalífi tók hann af
jafnaðargeði og lét í engu haggast þó
að sumt af því sem hann tók sér fyrir
hendur færi öðruvísi en hann hafði
ætlað.
Fyrir kom að talið barst að fólki
sem á einhvern hátt féll ekki að fullu
inn í það staðlaða mannlíf sem flestir
una við. Böðvar var nærri undarlega
skilningsríkur á tilfinningar og við-
horf þeirra sem svo var ástatt um og
öll dómharka var honum víðs fjarri.
Slíkra er gott að minnast og minn-
ing þessa góða og glaða drengs mun
lengi lifa meðal þeirra sem þekktu
hann best. Ástvinum hans sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Ragnar Böðvarsson.
Í dag er okkar góði vinur, Böðvar
Guðmundsson, borinn til grafar.
Vinskapur okkar hefur varað í ára-
tugi og hefur aldrei nokkurn tíma
borið skugga á þá vináttu. Böðvar
hafði til að bera sérstaklega góða
nærveru, hlýr og skemmtilegur
maður. Í upphafi kom ég sem vinnu-
maður að Efri-Brú en vinskapur
okkar Böðvars byggðist síðar á góðri
samvinnu um hesta en hestar voru
honum sérstaklega hugleiknir, mik-
ill hestamaður og frábær hrossa-
ræktandi. Þær voru ófáar ferðirnar
sem við fórum á hestamót með
hrossin frá honum og oftar en ekki
til að sækja verðlaun. Böðvar hafði
mikið og næmt auga fyrir hrossum
og var fljótur að sjá hvort hrossið
yrði gæðingur eða ekki.
Böðvar var mikill gleðimaður og
þótti ekki leiðinlegt að skemmta sér í
góðra vina hóp, enda vinmargur og
söngmaður góður. Síðasta sumar
áttum við skemmtilega samveru-
stund á Landsmótinu og hefðum við
ekki trúað því að þetta yrði okkar
síðasta Landsmót saman eftir öll
þau mót og ferðir sem við höfum far-
ið saman innanlands sem utan.
Marga ferðina fórum við ríðandi
frá Efri-Brú inn í Drift og skemmt-
um okkur í góðra vina hóp, en þú
munt ekki fara fleiri ferðir með okk-
ur, kæri vinur, en þín mun verða sárt
saknað. Með þessum fátæklegu orð-
um langar okkur hjónin að kveðja
þig, kæri vinur.
Sigvaldi og Elísabet.
✝ Kristinn G.Karlsson fæddist
á Eskifirði 8. desem-
ber 1928. Hann lést
þriðjudaginn 2. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Súsanna Guð-
jónsdóttir, f. 4. júlí
1895, d. 23. desem-
ber 1928, og Guð-
mundur Þór-
arinsson, f. 16. júní
1892, d. 5. febrúar
1978. Móðir Kristins
lést þegar hann var
á fyrsta ári, og var hann þá tek-
inn í fóstur af móðursystur sinni
Jörgínu Guðjónsdóttur, f. 6. júlí
1893, d. 19. janúar 1932 og manni
hennar, Karli Jónssyni, f. 1. jan-
úar 1899, d. 19. september 1972.
Þremur árum síðar lést Jörgína,
en seinni kona Karls, Guðrún Jó-
hannesdóttir ljósmóðir, f. 3. maí
1906, d. 26. maí 1975, annaðist
uppeldi hans eftir það. Guðrún,
dóttir Karls og Jörgínu, var upp-
eldissystir Kristins. Alsystkini
hans voru Oddný og Karl, en
hálfsystkini samfeðra Guðrún
Veiga og Kári.
Hinn 25. janúar 1958 kvæntist
Kristinn Báru Hólm, f. 13. júní
1935, d. 16. nóvember 2005. Börn
þeirra eru: 1) Einar,
börn hans Brynja,
Bára og Baldvin. 2)
Súsanna, maki Hall-
dór Árnason, dætur
þeirra Sylvía og
Arna. Börn Súsönnu,
Hulda Stefanía og
Kristinn Óli. 3) Þór-
unn, maki Skúli
Jónsson, börn þeirra
Bára Kristín, Sig-
urður Davíð og Ey-
rún Sif. 4) Pétur
Karl, maki Gunn-
hildur Ósk Sæ-
björnsdóttir, börn þeirra Karl
Steinar og Arndís Bára. 5) Guð-
rún Björg. Langaafabörn Kristins
eru fjögur.
Kristinn var eftir barnaskólann
tvo vetur í Alþýðuskólanum á
Eiðum. Síðar lauk hann prófi frá
Stýrimannaskólanum árið 1951.
Var síðan stýrimaður eða skip-
stjóri á ýmsum skipum þangað til
árið 1968 að hann stofnaði út-
gerðarfélagið Friðþjóf hf. ásamt
þremur félögum sínum. Starf-
ræktu þeir útgerð og fiskvinnslu
til ársins 1996, og var samvinna
þeirra með miklum ágætum.
Kristinn verður jarðsunginn frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þá er lífsgöngu mágs míns, hans
Kidda Kalla, lokið. Kiddi var einn
sá heiðarlegasti og ljúfasti maður
sem ég hef kynnst.
Kiddi fór ungur á Eiðaskóla, en
þar var sá framhaldsskóli sem
ungu fólki stóð til boða á þessum
tíma. Var hann þar í tvo vetur.
Hann sagði okkur frá því að eitt
sinn þegar nemendur fóru frá
Eskifirði eftir jólafrí hefði verið
alveg aftakaveður og blindhríð.
Það átti að heita svo að þau væru
á skíðum, en sá útbúnaður var nú
ekki merkilegur, en Kiddi sem var
vel á sig kominn og vanur skíða-
maður var látinn vera aftastur í
hópnum til að fylgjast með að ekk-
ert færi úrskeiðis og var það tölu-
vert mikið ábyrgðarstarf. Enda
kom það í ljós þegar einn nemandi
úr þessari ferð, staddur á Eski-
fjarðarsamsæti hér í Reykjavík
rúmum 50 árum síðar vék sér að
honum og þakkaði honum fyrir líf-
gjöfina. Hann hafði einmitt þurft
að hafa töluvert fyrir því að halda
þessum nemanda gangandi.
Kiddi fór í Sjómannaskólann og
lauk þaðan námi. Síðan lá leiðin á
togara og var hann á togaranum
Vetti þegar hann og Bára systir
mín fóru að draga sig saman. Þau
keyptu húsið Sólvang, sem þá var
í byggingu, luku við bygginguna
og fluttu inn ásamt syni Báru,
Einari, sem þá var 2ja ára. Í októ-
ber 1958 fæddist þeim fyrsta
barnið, dóttirin Súsanna, og enn
til marks um breytta tíma rifjaði
Kiddi upp að það hefði verið
hringt í hann til að tilkynna barns-
fæðinguna. Togarinn var kominn
til Fáskrúðsfjarðar og var á leið á
Nýfundnalandsmið. Á Fáskrúðs-
firði var verið að sækja sjómenn
og þaðan átti að sigla beint á mið-
in. Dótturina sá hann því ekki fyrr
en tveimur mánuðum síðar þegar
þeir komu úr veiðiferðinni.
Keypt var stærra hús, við Há-
tún, þar sem þörf var meira rýmis
vegna stækkunar fjölskyldunnar
og mikils gestagangs á heimilinu.
En hana Báru mína munaði ekk-
ert um að bæta við sig nokkrum í
fæði og húsnæði. Ekki var Kiddi
heldur mótfallinn margmenninu.
Síldarárin voru nú í algleymingi
á þeim árum sem var Kiddi skip-
stjóri á skipum Hraðfrystihúss
Eskifjarðar. Það var 1968 sem 4
samhentir félagar, þeir Kiddi,
Árni Halldórsson, Unnar Björg-
ólfsson og Bjarni Stefánsson fóru
að leggja drög að því að hefja út-
gerð og eignast sinn eigin bát. Sæ-
ljónið sem var í Hafnarfirði var
falt og var það keypt og hófst þar
farsælt samstarf þessara manna í
útgerð, fiskverkun og síldarverkun
sem stóð óslitið til 1994 er fyr-
irtækið var selt. Var samstarf og
eining alveg einstök innan þeirra
raða.
Kiddi fór nú að glíma við tölvu-
tæknina sem hann náði fljótlega
góðum tökum á. Á netinu fann
hann ættingja í Kanada sem hann
hafði ekki vitað af. Þar urðu til góð
tengsl sem leiddu það af sér að
þau hjónin fóru til Kanada, ásamt
yngstu dótturinni Guðrúnu, til að
heimsækja ættingjana. Nokkrir
þessara ættingja hafa nú komið til
Íslands og þau hjónin ferðast með
þau vítt og breitt um landið.
Við hjónin biðjum honum Guðs
blessunar. Hafi hann kæra þökk
fyrir alla ræktarsemi við fjöl-
skyldu mína og allar góðar stund-
ir. Biðjum við afkomendunum öll-
um styrks í sorginni.
Kristín Hólm.
Það er alltaf sárt að kveðja þá
sem maður elskar, sérstaklega
menn eins og Kidda. Við systurnar
litum ávallt á hann og Báru sem
nokkurs konar afa og ömmu og
elskuðum þau sem slík. Þó við höf-
um haft lítið samband síðustu ár
var Kiddi okkur ávallt kær og eig-
um við einstaklega fallegar minn-
ingar um hann og Báru. Við
gleymum því til dæmis aldrei þeg-
ar Kiddi festi Brynju litlu upp á
þvottasnúruna úti í garði með
þvottaklemmum við mikinn fögnuð
hennar og hinna krakkanna sem
voru með í garðinum. Ótrúlega
þótti okkur öllum það fyndið þá og
þykir enn. Brynja og Kiddi gönt-
uðust með þetta atvik sín á milli
allar götur síðan, nú síðast í febr-
úar í erfidrykkju Bryndísar ömmu.
Þessi uppáhaldsminning okkar
systra er í okkar huga lýsandi fyr-
ir persónuleika Kidda, hann var
skemmtilega stríðinn og góður
prakkari með stórt hjarta.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að kveðja hann á spítalan-
um áður en hann kvaddi og vottum
fjölskyldu hans og öllum þeim sem
þekktu hann og elskuðu okkar
dýpstu samúð.
Helga og Brynja Finnsdætur.
Elsku Kiddi frændi, mikið brá
mér þegar ég las dánartilkynn-
inguna um þig. Ég talaði við þig
fyrir hálfum mánuði og þú varst
svo hress og kátur. Öðrum eins
dugnaðarforki hef ég ekki kynnst
um mína daga, þú lést alltaf
drauma þína rætast. Eins og til
dæmis þegar þú lagðir á þig að
hafa uppi á öllum ættingjunum
þínum um árið og hóaðir saman yf-
ir 100 manns eins og ekkert væri.
Ekki einu sinni heldur þrisvar.
Það var stórkostlegt hvernig þér
tókst þetta, og búa til ættarskrá
og allan heila pakkann. Svo alltaf
þegar maður talaði við þig varstu
að vinna eitthvað fyrir eldri borg-
ara á Eskifirði eða fara í ferðalög
og naust ávallt hverrar stundar.
Við hjónin urðum þess aðnjótandi
að njóta gestrisni ykkar Báru áður
en hún féll frá og hvílík kjarna-
kona sem hún var, það var ynd-
islegur tími sem við áttum saman,
og heimsókn okkar í sumarbústað-
inn þinn á þessum draumastað á
Héraði í sumar, ekki vantaði gest-
risnina þar. Andrés sonur okkar
gisti líka hjá ykkur hjónum með
sína fjölskyldu fyrir nokkrum ár-
um og fannst frábært að eiga með
þér dagstund á gangi um bæinn og
fræðast um æskuslóðir afa síns og
hann gleymir aldrei sögunni af
langafa sínum sem rak lúgusjopp-
una í bænum. Hann þakkar þér
einnig að hafa kynnst kanadískum
ættingjum okkar sem hann fór
með um alla Reykjavík og sýndi
þeim merkustu staðina í bænum
þegar þau mættu á annað ætt-
armótið okkar. Við þökkum þér
allar góðu stundirnar og allan
þann fróðleik sem þú hefur veitt
okkur um ætt okkar undanfarin
ár, elsku frændi, og ég á eftir að
sakna allra góðu símtalanna sem
við erum búin að eiga í gegnum ár-
in. Við kynntumst alltof seint, því
miður. En þakka þér fyrir að hafa
gefið okkur öll þessi góðu ár með
þér, þú varst einstakt ljúfmenni og
missir fjölskyldunnar mikill. Send-
um við þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að hugga þau á þessari sorg-
arstundu.
Erla Ottósdóttir og fjölskylda.
Þegar okkar góði vinur Kristinn
Karlsson sat á spjalli við okkur
fyrir örfáum dögum, glaður og
hress, óraði okkur ekki fyrir því að
hann yrði horfinn yfir landamæri
lífs og dauða svo skömmu síðar.
Hans verður saknað af mjög mörg-
um í litla samfélaginu okkar, því
hann var einstaklega vel látinn og
virtur samferðamaður.
Kristinn var barnungur þegar
hann missti móður sína og var tek-
inn í fóstur af heiðurshjónunum
Karli Jónssyni og Guðrúnu Jó-
hannesdóttur ljósmóður. Naut
hann kærleiks þeirra og alúðar í
uppvextinum eins og hjá bestu for-
eldrum. Ungmenni þess tíma ólust
upp við mikið athafnafrelsi milli
fjalls og fjöru, og Kristinn átti
stóran og góðan hóp félaga í
kringum sig á uppvaxtarárunum.
Svo sem títt var þá um unga
menn fór Kristinn ungur til sjós.
Hann tók skipstjórapróf frá Stýri-
mannaskólanum og var um skeið
skipstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar. Árið 1968 stofnaði hann
ásamt þremur öðrum, Árna Hall-
dórssyni, Bjarna Stefánssyni og
Unnari Björgólfssyni, útgerðar-
félagið Friðþjóf hf. Ráku þeir sam-
an útgerð og fiskvinnslu um 30 ára
skeið. Mestu umsvifin voru við
síldarverkun á árunum fyrir og
eftir 1990. Sterk vinátta og sam-
staða ríkti milli þeirra félaganna
alla tíð.
Kristinn missti eiginkonu sína,
Báru Hólm, fyrir þremur árum.
Börnin þeirra fimm og fjölskyldur
þeirra voru honum mikill styrkur
eftir það áfall, og þá sérstaklega
Pétur Karl og hans fjölskylda sem
næst honum voru.
Kristinn tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi eldri borgara og fór með
þeim í ýmis ferðalög. Sá fé-
lagsskapur var honum mikils virði.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt Kristin Karlsson að ævilöngum
vini, og félaga í farsælum atvinnu-
rekstri í áratugi. Blessuð sé minn-
ing hans.
Börnum Kristins og fjölskyld-
unni allri vottum við innilega sam-
úð.
Ragnhildur og Árni.
Kristinn G.
Karlsson