Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 ✝ Sigurjón Guð-bjartur Jónasson fæddist á Lokin- hömrum í Arnarfirði 30. nóvember 1925 . Hann lést á Sjúkra- húsinu á Ísafirði að morgni mánudagsins 8. desember síðastlið- ins. Hann var sonur hjónanna Jónasar Magnúsar Sigurðs- sonar, f. 11.1. 1890, d. 10.1. 1957 og Sig- ríðar Jónasínu Andr- ésdóttur, f. 1.11. 1895, d. 10.3. 1992. Systkini Sig- urjóns eru; Þuríður, f. 14.1. 1922, d. 4.4. 1967, Ólafía, f. 22.10. 1923 og Andrés Gunnar, f. 7.11. 1929. Að auki átti Sigurjón tvær fóst- ursystur: Sigrúnu Ásdísi Ragn- arsdóttur, f. 16.12. 1934 og Lilju Ragnarsdóttur, f. 22.4. 1946, en þau voru systrabörn. Sigurjón kvæntist aldrei og var barnlaus. Hjá honum og Sigríði móður hans ólst upp Sturla Högnason, en hann kom á heimili þeirra 10 ára gamall árið 1959, og ólst þar upp til tví- tugs. Hefur síðan verið mjög kært með þeim Sigurjóni sem væri Sturla sonur hans. Hafa fáir sýnt Sigurjóni aðra eins tryggð og Sturla og alltaf verið til taks að hjálpa honum. góður vinskapur með mörgum þeirra og Sigurjóni. Hefur hluti þeirra haldið einstakri tryggð við hann allt fram í andlátið. Hópur þessi kallaði sig smalana hans Nonna og heimsóttu hann oft og aðstoðuðu við féð, einkum smala- mennskur. Kunni Sigurjón þessum nánu vinum sínum alltaf bestu þakkir. Á Þingeyri hélt hann áfram fjárbúskap þótt í minna mæli væri með góðum stuðningi vinahjóna sinna og fyrrum ábú- enda á Hrafnseyri, þeirra Hall- gríms Sveinssonar og Guðrúnar Steinþórsdóttur, en flutti féð til Lokinhamra á vorin og dvaldi þar sumarlangt. Þessu lauk árið 2004 þegar þreki og heilsu hnignaði. Eftir það dvaldi Sigurjón lengst af á öldrunarheimilinu Tjörn á Þing- eyri. Sigurjón unni sveitinni sinni og skepnunum og duldist engum að fjárbúskapur var hans köllun og ástríða. Hvergi leið honum bet- ur en með skepnunum sínum þótt félagslyndur og glaðlyndur væri með afbrigðum. Sigurjón var mjög tónelskur og söngmaður góður, naut hann tónlistar alla tíð þótt hæfileikar hans á því sviði fengju ekki að blómstra eins og efni voru til, vegna búskaparanna sem alltaf gengu fyrir. Eftir að Sigurjón flutti til Þingeyrar naut hann félagsskapar góðra vina í Harmóníkufélagi Þingeyrar sem buðu hann fagnandi í sinn hóp til áheyrnar og eiga þeir þakkir skildar fyrir vinarhuginn. Útför Sigurjóns fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Systkinabörn Sig- urjóns eru: Barn Þuríðar og eig- inmanns hennar Gísla Jónssonar, Guð- rún Jóna, f. 12.8. 1957; börn Ólafíu og eiginmanns hennar Gunnars Jóhann- essonar, Sigríður, f. 12.8. 1948, Jóhanna Þ., f. 16.6. 1951 og Helgi Magnús, f. 4.12. 1964; börn Andrésar Gunnars og eiginkonu hans Þór- dísar Jónsdóttur eru Sigríður Jón- asína, f. 8.10. 1954, Jóhanna Jóna, f. 22.6. 1956, Jónas Magnús, f. 11.4. 1960 og Þuríður, f. 27.5. 1967. Sigurjón, Nonni eins og hann var alltaf kallaður af sínum nán- ustu, bjó í Lokinhömrum fram á áttræðisaldur. Hann stundaði bú- skap fyrst með föður sínum en tók við búinu af honum eftir að hann féll frá 1957. Hann hélt heimili með móður sinni Sigríði þar til hún fluttist til Þingeyrar 1978 þá 83 ára gömul. Eftir það bjó Sig- urjón einn í Lokinhömrum fram til 1999 þegar hann fluttist til Þing- eyrar. Á þeim áratugum sem hann bjó í Lokinhömrum komu til sum- ardvalar tugir ungmenna og tókst Gamall bær með gras á þaki grær á ný af fremsta megni, skiptir blæ með litum landsins, lifnar við í sól og regni. Fer um mædda moldarveggi mjúkum höndum vorið græna, – gluggar líkt og ástaraugu undan loðnum brúnum mæna. Yfir svífur sál hins liðna: sárrar reynslu dökkur eimur, glaðra minja glóbjört angan, guð og menn og allur heimur. Þegar ég geng inn göngin dimmu, góðra vina að arinbáli, finnst mér andi Íslands hvísla að mér sínu leyndarmáli. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Nonni frændi, takk fyrir góðar stundir. Sigurjón Guðbjartur Jónasson, Helgi Gunnar Jónasson, Sara Dís Sigurðardóttir, Hreinn Óli Sigurðarson. Hann Nonni frændi er dáinn. Hann var farinn að þrá hvíldina því það átti illa við hann að geta ekki tekið þátt í mannlífinu og vera al- gjörlega upp á aðra kominn. Mikið óskaplega er nú skrýtin tilfinning að geta ekki heimsótt hann þegar við komum næst vestur með fjölskyld- urnar okkar. Þær voru ótal margar ferðirnar sem við áttum í fallega Lokinhamradalinn til hans. Það var alltaf jafn gaman þegar við fórum með hestana okkar í hagagöngu í sveitina á vorin og eins þegar við sóttum þá á haustin. Einnig var frá- bær ferðin okkar í tilefni af 60 ára afmæli frænda þegar við óðum snjó- inn fótgangandi og komum honum á óvart seint í nóvember. Þá var spilað á spil fram á nótt og frændi tók lagið fyrir okkur á skemmtarann sinn. Það var alltaf svo notalegt að kíkja í heimsókn og sitja og spjalla og fá heitt súkkulaði eða kaffi og kökur hjá honum. Það var alveg sama hvort umræðan var hestamennska, búskapur, stjórnmál eða heimsmál- in, alltaf var hann með á nótunum og vel að sér í öllum málum. Þá var nú ekki leiðinlegt að segja frænda brandara því hann var mikill húm- oristi og hafði gaman af léttum sög- um. Oft hringdum við í hann, bara til að spjalla um daginn og veginn. Það var alltaf jafn mikil tilhlökkun að komast í smalamennsku á haustin og gaman að stússast í kringum frænda. Takk, elsku Nonni, fyrir allar frá- bæru samverustundirnar og góðu minningarnar. Hvíl í friði. Þuríður Andrésdóttir og Jónas Magnús Andrésson. Elsku frændi, nú er lífshlaup þitt á enda. Ég veit að þú er hvíldinni feginn enda kroppurinn búinn að fá nóg, þótt í anda værir þú alltaf sá ungi drengur sem við sjáum á með- fylgjandi mynd horfa hvikum augum til framtíðar með lífsþorsta og von í augunum. Það var alltaf stutt í kímnina og lífsgleðina og þú sagðir sögur af heimilisfólki og sveitungum á svo lifandi og húmorískan hátt. Þú varst einkennileg þverstæða sem ég held að hafi heillað alla sem kynnt- ust þér. Þú bjóst við ystu nes og varst að atgervi og búsháttum eins og klipptur út úr bók eftir frænda okkar Guðmund G. Haglín. Á sama tíma varst þú sá maður sem best fylgdist með því sem gerðist í sam- félaginu. Hvernig þú fórst að því með aðeins eina útvarpsrás og Tím- ann sem barst eftir því sem ferð féll í dalinn þinn, veit ég ekki, en það fór fátt framhjá þér. Verst þótti mér þegar þú ætlaðist til að ég þekkti nöfn allra þeirra ótal radda sem hljómuðu í útvarpinu, hvort sem þar voru starfsmenn RÚV eða söngv- arar. Ég leiddi satt best að segja sjaldan hugann að því að þetta fólk hefði nöfn fyrr en þú rakst mig á gat með það. Þú varst sá maður sem ég naut einna mest að ræða við lífsins gagn og nauðsynjar. Ég kom aldrei að tómum kofunum hjá þér og það er mér ráðgáta hvers vegna heimurinn þinn var svona miklu stærri í einver- unni þinni en margra sem maður hittir hér í höfuðstaðnum mitt í hringiðu upplýsinga og menningar- viðburða. Annað sem einkenndi þig, frændi, var takmarkalaus ósérhlífni. Mér er minnisstætt þegar við smöl- uðum saman og ég trítlaði á eftir þér upp skriðurnar þá unglingur en þú kominn vel á sextugsaldur, ég með dynjandi hjartslátt í eyrunum og blóðbragð í munninum, án þess að nokkurn tímann sæist á þér að þú værir að ganga þverhníptar hlíðar vestfirsku fjallanna, en ekki eldhús- gólfið heima í Lokinhömrum. Eða þegar þú komst auga á kind upp undir fjallshlíð fyrir ofan bæinn og ákvaðst, þrátt fyrir langan smölun- ardag að hlaupa upp fjallið eftir henni meðan kartöflurnar suðu á eldavélinni í umsjón okkar kaupa- mannanna. Þú munt alltaf vera í huga mér holdgervingur hreysti og vinnusemi. Kindurnar þínar og ná- granna þinna þekktir þú með nafni, enda fjárglöggur með eindæmum. Ef það var eitthvað sem þurfti að gera til að bæta aðbúnað skepnanna þinna þá skipti engu máli hvað það kostaði þig mikið erfiði. Annað sem einkenndi þig var nægjusemin sem var oft óþarflega mikil, þú varst ekki mikið fyrir prjál. Að mínu mati varst þú vel af guði gerður. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við höf- um átt saman síðustu 42 árin frá því að ég tveggja ára kom fyrst til Lok- inhamra í heimsókn með móður minni til ykkar ömmu minnar. Ég er svo óendanlega heppinn að hafa fengið að eiga þig að. Eiga allar þessar minningar með þér úr Lok- inhömrum. Þú átt stað í hjarta mínu og eru ófá skiptin sem ég hugsaði til þín eins í dalnum þínum á vetrar- kvöldum þegar óveður herjuðu. Sá tími er að baki og þín bíða nú ný lönd að smala. Guð blessi þig og varðveiti, elsku vinur. Helgi Magnús Gunnarsson. Kæri vinur, ég kveð þig með söknuði í hjarta. Það eru góðar minningar sem ég hef frá sumrunum mínum hjá þér. Mikil vinna en líka einstaklega gott að vera þarna á Lokinhömrum, sem var eins og að fara aftur til fortíðar, og kenndi mér að meta náttúruna og rólegheitin. Það sem mér er minn- isstæðast eru heimamessurnar sem þú hélst fyrir okkur á hverjum sunnudegi, þar sem þú söngst svo sannarlega með þínu nefi (við áttum alltaf bágt með að halda andlitinu þegar þær stóðu yfir). Þú varst ákaflega góður maður, átt alltaf stóran sess í mínu hjarta. Sjaldan hafði ég séð fljótari fjallageit en þig þar sem þú iðulega stakkst okkur unglingana af í göngum þrátt fyrir að vera 50 árum eldri. Ég veit hvað það var þér erfitt að þurfa að flytj- ast úr dalnum og hvað þér leiddist mikið þrátt fyrir að hafa farið innan um fólk, því nálægðin við skepnurn- ar og náttúruna var þér mikilvæg- ara en allt … Og svo skildirðu ekk- ert í að fólk nennti að hanga fyrir framan sjónvarp frekar en að spila vist eða kana sem við gerðum ansi mörg kvöldin og fátt var skemmti- legra en þau spil þar sem það var jú ansi mikið keppnisskap í okkur báð- um og hvorugt þoldi að tapa. Ég trúi því að nú sértu aftur kom- inn þar sem þér líður best, heim í fallega dalinn þinn. Þrátt fyrir að lífshlaupi þínu sé lokið hér meðal okkar fellur þú ekki í gleymsku og átt alltaf stóran sess í mínu hjarta, og ósjaldan ræðum við vinkonurnar um tímann sem við vorum hjá þér og hvað okkur leið vel. Ég sendi systk- inum og fjölskyldu mínar innileg- ustu samúðaróskir og bið að guð vaki yfir ykkur öllum. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Innilegar kveðjur Geirþrúður Gunnhildardóttir (Þrúða). Sigurjón G. Jónasson, bóndi á Lokinhömrum Arnarfirði, er látinn. Loks hefur Nonni fengið hvíldina sem hann þráði svo mikið síðustu ár- in, eftir að hafa verið einn í sínu ríki, vestfirski bóndinn, sjálfstæður og lengi framan af engum háður nema guði sínum, veðri og vindum, ekki má heldur gleyma ánum hans sem voru hans fjölskylda sem hann lifði fyrir. Hver kind hafði sitt nafn, og yf- irleitt ekki út í bláinn. Hann sagði mér oft sögur af fénu sínu þegar ég hringdi í hann á veturna. Það var ekki rennandi vatn í fjárhúsin, þann- ig að á hverjum degi gekk Nonni niður að læk til að ná í vatn handa fénu. Einn veturinn tók eitt lambið að elta hann niður að læknum og fá sér að drekka úr honum og kallaði Nonni hana Blávatn eftir það. Ein hét „Skurring“ og sagði hann að einn veturinn hefði myndast smá svell rétt við lækinn og lömbin hefðu oft elt hann þegar hann fór að sækja vatnið, þá hefði eitt lambið tekið upp á því að renna sér á ísnum, eða fá sér „skurring“ eins og Nonni sagði. Þessum og fleiri sögum varð ég aðnjótandi á hverjum vetri meðan Nonni bjó í Lokinhömrum því við vorum í símasambandi um áratuga skeið eftir að ég hafði verið ógleym- anleg fjögur sumur í sveitinni. Á þeim tíma sem Nonni bjó í Lok- inhömrum hafa eflaust á annað hundrað strákar verið þar í sveit, en oft vorum við 5-10 á hverju sumri og annar eins skari á Hrafnabjörgum hinum megin árinnar, þá var oft kátt í dalnum. Nonni var mjög söngelskur, söng m.a. á skemmtunum á Þingeyri og fengum við að fylgjast með þegar hann var að æfa sig á gamanvísum o.fl. Hann kunni ógrynni af textum, hvort sem það voru ættjarðarsöngv- ar eða nýjustu dægurlögin. Þegar við komum úr höfuðborginni, vestur í sveitina, fékk maður að heyra öll nýjustu lögin sungin af bóndanum. Hann hafði útvarpið og þar þekkti hann hverja rödd og spurði okkur oft hvort við könnuðumst ekki við þennan eða hinn úr útvarpinu. Ég var svo heppinn að eiga Nonna að vin og ekki fannst okkur hjónum að sumarið væri almenni- lega komið nema skreppa vestur að heimsækja Nonna, og eitt sumar leysti ég af á flugvellinum á Ísafirði og Anna Jóna kona mín var á meðan í Lokinhömrum með tvær litlar dæt- ur okkar, og fannst Nonna ekki leið- inlegt þegar verið var að baða litlu greyin í bala á eldhúsgólfinu. Hann fylgdist vel með öllu sem á mína daga dreif og hafði gaman af að fylgjast með þegar fjölskylda mín stækkaði. Á nær hverju hausti í yfir þrjátíu ár kom ég í dalinn til Nonna í smalamennsku og oft komu félagar mínir með og jafnvel vildu svo marg- ir koma að ekki var pláss fyrir alla í litla bænum. „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ eins og skáldið Jónas Hallgrímsson kvað, má segja það sama um Lok- inhamra og smalafélagið okkar er niðurlagt. Sigurjóns verður sárt saknað og lífsins í dalnum forðum, því verður gott að orna sér á minn- ingunum við að horfa á heimildar- myndina um Nonna „Að vera eða ekki vera“ eftir Sigurð Grímsson. Megi góður Guð geyma minningu um góðan vin. Við vottum fjölskyldu Sigurjóns dýpstu samúð. Þorbjörn Daníelsson Lokinhamrasmali og fjölskylda. Ég sá Sigurjón fyrst þegar ég kom í sveit að Hrafnabjörgum sum- arið 1973. Hann var bóndinn á næsta bæ, utan við ána, og alltaf kallaður Nonni á Aðalbóli af heim- ilisfólkinu á Björgum. Á þessum ár- um voru margir í sveit á sumrin á báðum bæjum. Daglegur samgang- ur var ekki mikill nema í tengslum við smalamennskur, sumar og haust. Kynni okkar voru því ekki mikil framan af enda aldursmunur mikill. Eftir nokkurra ára fjarveru kom ég aftur í dalinn og var þar nær öll sumur frá 1981 til 1998 og þá kynnt- ist ég Nonna vel. Mál höfðu þróast þannig að Sigríður á Hrafnabjörg- um og Sigurjón á Aðalbóli voru einu íbúar dalsins stóran hluta ársins. Samvinna og samgangur jókst á milli bæja frá því sem áður var enda bæði meðvituð um að þau voru hvort öðru háð varðandi áframhaldandi búsetu í dalnum. Lokinhamrajörðin er tvískipt og áttu þau sinn hlutann hvort, Sigurjón og Sigríður, en jörð- in er að mestu leyti óskipt land. Túnskiptingin innan girðingar var þó með ákveðnum hætti, áratuga gömul, tengd gömlu verklagi þar sem orf og ljár og hrífur voru í aðal- hlutverki. Vandasamasta verk mitt á sumrin var einmitt að slá túnstykkin utan ár, Sigurjóns megin. Skiptingin er mjög óljós ókunnugum og einu merkin voru litlir tréhælar sem varla sáust þegar kom að slætti. Ég vildi ekki eiga það á hættu að slá óvart inn á túnhluta Sigurjóns því ég vissi hve nákvæmur hann var. Færði ég þetta í tal við Siggu og hún var fljót að finna svar við þessu. Nonni ætti að slá á undan og þá væri eftirleikurinn auðveldur. Aðalsmerki Sigurjóns sem bónda var allt sem laut að sauðfénu sjálfu. Fjárglöggur með afbrigðum, fjár- ræktarmaður mikill og natinn og ná- kvæmur í allri umhirðu fjárins. Tækni, vélakunnátta og verklagni kom þar á eftir. Enginn hafði við honum í smalaferðum fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Það fékk ég að reyna í ótal ferðum fram Lokinhamradal, Dalsdal, upp á Tó- arfjall og víðar. Hann var afar rösk- ur rúningsmaður en notaði þó aldrei annað en vasahníf til þess verks. Nonni var glaðlyndur og góður sagnamaður. Hann hlustaði mikið á útvarp og var áhugamaður um tón- list og þjóðmál. Gagnkvæm virðing og vinátta var á milli hans og Siggu og stundum örlaði á feimni á milli þeirra þrátt fyrir áratuga samfylgd. Það var Nonna mikils virði að halda kindur á Brekku eftir að hann flutti til Þingeyrar og það gaf honum mik- ið. Líkamlegri heilsu hans hnignaði mikið síðustu árin en andlegu at- gervi hélt hann fram undir það síð- asta þótt hann gæti illa tjáð sig. Ég kom við hjá Nonna á Tjörn í öllum mínum ferðum vestur og fann hvað honum þótti vænt um þær heim- sóknir. Blessuð sé minning hans. Skarphéðinn Garðarsson (Batti). Sigurjón Guðbjartur Jónasson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.