Morgunblaðið - 13.12.2008, Page 45

Morgunblaðið - 13.12.2008, Page 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 yljar vinum og vandamönnum. Megi góður Guð vernda eftirlifandi. Það verður eftir því tekið í himnarannin- um þegar glæsimennið Tómas Þor- valdsson kemur í hlað með sitt geisl- andi vinarþel. Það ætti að ríma vel við þann rómaða stað. Árni Johnsen. Rúm 20 ár eru liðin frá því að ég fór með bandarískan vin okkar hjóna í bíltúr svonefnda Grindavíkurleið en í þeim túr heimsóttum við Tómas Þor- valdsson í ríki hans í Grindavík. Tóm- as fór með okkur í verkunarstöðvar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis síns, Þorbjarnar, og sýndi áhugasöm- um San Francisco-búanum, sem var vísindamaður á sviði norrænna mið- aldafræða, hvernig sjávarafli var unninn fyrir erlendan markað á Ís- landi. Og við fórum niður á bryggju þar sem skip hans lögðu upp aflann og svo var kaffi á eftir. Þegar við höfðum kvatt og þakkað höfðinglegar móttökur og vorum að aka út úr plássinu sagði gestur okkar, Fred Amory, stundarhátt: „Somehow I feel I have met the King of Iceland.“ Silfur hafsins var fyrsta myndin sem varð til fyrir atbeina Tómasar Þorvaldssonar. Önnur heimildar- mynd sem ég stjórnaði, Lífið er salt- fiskur, var einnig runnin undan hans rifjum. „Þeir vilja láta skrifa bók en það á að gera kvikmynd,“ sagði hann við mig er við mættumst á gangstétt í miðbænum og tvö ár voru í 50 ára af- mæli SÍF. Þegar gerð þessara kvik- mynda var lokið fann ég mig knúinn til að fá tækifæri til að gera útgerð- arsögunni skil í eins konar ópus magnum. Ég ók einn míns liðs til Grindavíkur einhvern haustdag árið 1986 og færði þessa yfirgripsmiklu og kostnaðarsömu hugmynd í tal við Tómas. Ég man svarið eins og það hefði hrotið af vörum hans í gær. Hann sagði með ákefð eftir að hafa hlustað á tal mitt til enda án þess að grípa fram í fyrir mér: „Þið eigið að gera þetta og ég skal styðja það.“ Í upphafi var orðið. Og orðið var hjá Tómasi og útkoman: Verstöðin Ísland í fjórum hlutum, langviða- mesta og dýrasta heimildarmynd, sem gerð hefur verið á Íslandi, verk sem gat af sér tvær aðrar kvikmynd- ir, Íslands þúsund ár og Á sjó. Við andlát Tómasar Þorvaldssonar lifnar þessi fortíð við: Tími 20. aldar sjávarþorpshöfðingjanna, sem Ás- geir Jakobsson skrifaði um en Gylfi Gröndal um Tómas. Margir munu minnast Grindavíkurgoðans, útgerð- armannsins og markaðsfrömuðarins Tómasar Þorvaldssonar en mín skuld við hann að leiðarlokum er að vekja athygli á því að ef ekki hefði verið fyr- ir trú hans á ungum kvikmyndagerð- armönnum, sem voru að stíga sín fyrstu skref til sjálfstæðis þegar eng- inn var kvikmyndasjóðurinn og höfðu gert hann að leikara í afmælismynd Slysavarnafélagsins, þá hefðu Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur, Verstöðin Ísland og afsprengi hennar aldrei lit- ið dagsins ljós. Tómas er velgjörðar- maður lífs míns. Stórmerkilegt að hugsa til þess nú, hvernig einn maður sem er manni alls óskyldur getur haft jafnmikil áhrif á æviverk manns og raun ber vitni. Sönnunin: Miðhluti saltfiskmyndarinnar var ekki gerður enda Tómas ekki lengur í forystu samtaka saltfiskframleiðenda þegar hefjast átti handa um það verk að Verstöðinni lokinni. Nú þegar Tómas er róinn yfir móð- una miklu hugsa ég til þess hversu mikið ég á honum að þakka og hve mikil auðlegð það er að eignast sann- kallaðan velgjörðamann. Afkomendum Tómasar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Erlendur Sveinsson. Mér fannst vænt um þau hjón Tóta og Huldu. Ég kynntist þeim þegar ég var 6 ára gömul en þá höfðu þau hafið sambúð. Þau voru alltaf góð við mig og tilbúin að gera mér vel. Ég elskaði þessa fjölskyldu. Tóti og Hulda buðu okkur upp í sumarbústað. Þau gerðu allt fyrir okkur og við vorum aldrei svangar. Þá fóru þau með okkur í bíltúr. Guð blessi þig, Tóti. Rós María (Didda.) Hún Jóna Ólafsdótt- ir kennari kvaddi að morgni laugardagsins sl. um það leyi er að- ventan gekk í garð. Hún stóð eins og hetja til hinstu stundar og æðraðist aldrei. Hún stappaði í okkur stálinu þegar erfitt var að horfast í augu við að hún hefði fengið þungan dóm fyrir 2 ár- um, dóm sem fæstir vilja heyra en verða að lúta. Hún var samt ákveðin í að hún skyldi líta á hvern dag þaðan í frá sem gróða. Hún trúði á uppris- una. Hún var lánsöm, átti styrka fjöl- skyldu sem stóð þétt með henni og Már, maðurinn hennar, stóð eins og kletturinn í hafinu með eiginkonu sinni. Við Jóna kynntumst árið 1962 þeg- ar við hófum báðar nám við Mennta- skólann á Akureyri en aðallega þeg- ar við báðar hófum nám í stærðfræðideild skólans tókst með okkur sú vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Við vorum sálufélagar eða tvíburasálir eins og við sögðum stundum. MA-árin voru skemmtileg- ur tími. Skólaböll, Sjallinn, smá- hrekkir í tímum og prófin. Ferðir á Teríuna á KEA voru ómissandi. Við höfðum það fyrir sið þegar buddur okkar voru nánast tómar að slegið var upp veislu, farið í bakarí, keyptar 2 linar kringlur og síðan haldið niður á kaffihús sem seldi heitt súkkulaði. Þar keyptum við súkkulaði fyrir tvo með þeyttum rjóma, tókum síðan upp pokann með kringlunum og nut- um síðustu auranna. Við vorum í hópi vina með bekkjarfélögum og margt var brallað. Eftir 4. bekk ákvað Jóna að stærðfræðin væri ekki hennar fag, las máladeildina utanskóla um sum- arið og mætti til leiks í 5. bekk en nú í máladeild. En vinátta okkar hélst og skólaárin liðu alltof fljótt. Fyrsta árið eftir stúdentspróf skyldi valið fram- tíðarstarf. Eitthvað vorum við vin- konurnar báðar tvístígandi í valinu. Jóna hafði áhuga á sálfræði, en til þess að kynna sér starfið betur fékk hún sér vinnu á Kleppsspítala. Mér hætti að lítast á blikuna þegar mér fannst hún vera farin að líkja of mikið eftir skjólstæðingum sínum í hegðun og bað hana að hætta og sjá hvort ekki fyndist annað. Jóna hlýddi, fór heim til Eyja og réð sig sem kennara og þar var framtíðin ráðin. Næsta ár var haldið til náms í Kennaraskólan- um og kennaraprófi lokið. Þegar við vorum í Menntaskólan- um vorum við báðar vissar um að þar væri ástina að finna en báðar fundum hana hvor í sinni heimabyggð. Jóna hitti Má sinn, innfæddan Eyjapeyja sem verið hefur lífsförunautur henn- ar til 40 ára. Saman eignuðust þau börnin sín tvö. Í gosinu komu þau til okkar en fengu síðan fljótt inni á Bessastöðum. En dvölin varð ekki löng í landi því þau voru komin fljótt heim til Eyja og hér hafa þau búið síðan. Jóna kenndi mér að þykja vænt um Eyjarnar sínar og þegar hún fékk krabbameinið langaði mig að hafa meiri tíma með henni. Mér bauðst að vinna við afleysingar í Eyj- um þar sem við gátum átt samskipti til hennar hinstu stundar. Guði sé þökk fyrir þennan tíma. Takk fyrir samveruna hér á jörð, elsku Jóna mín, og Guð blessi minningu þína. Við Gústi sendum Má, Markúsi, Dröfn og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðaróskir. Minningin um frábæra konu lifir í hjarta ykkar. María Ásgeirsdóttir. „Ég leyfi mér bara að reikna með þér!“ sagði hún á sinn snaggaralega og léttlynda hátt. Þessi orð Jónu óma í höfðinu á mér rétt eins og þau hefðu verið sögð í gær. Það var fyrir næstum tveimur ára- tugum sem ég ræddi við Jónu í síma. Jóna Ólafsdóttir ✝ Jóna Ólafsdóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 31. des- ember 1946. Hún and- aðist þar 29. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 6. desember. Hún aðstoðarskóla- stjóri í Barnaskóla Vestmannaeyja. Ég rúmlega tvítug og ný- útskrifaður kennari að leita mér að kennslu og nýrri lífsreynslu. Orð Jónu og viðmót urðu til þess að ég velti ekki meira vöngum yf- ir hvert skyldi halda. Vestmannaeyjar voru staðurinn. Barnaskól- inn vinnustaðurinn. Ég fann það og skynj- aði á samtali mínu við Jónu að ég gæti treyst henni og það lagðist strax ótrúlega vel í mig að leggja land undir fót og flytja til Eyja enda þótt ég hefði aldrei stigið fæti þar fyrr og þekkti ekki sálu. Fyrsti veturinn var eftirminnileg- ur og lærdómsríkur tími fyrir mig, ævintýri, ógleymanlegt samfélag á kaffistofunni í skólanum, frábærir karakterar, þar á meðal móðurbróðir Jónu, Súlli á Saltabergi, sem seint líður mér úr minni. Jóna aðstoðar- skólastjóri og Hjálmfríður skóla- stjóri fóru fyrir flokknum og oft var hlegið og það mikið. Ég starfaði í um áratug í skólanum og hef alla tíð talið mig ótrúlega heppna að hafa slitið barnsskónum í mínu fagi í Barna- skólanum umkringd úrvalsfólki sem gaf mér svo gott veganesti. Jóna reyndist mér einstaklega vel sem yf- irmaður. Hún þreyttist aldrei á að hlusta á mig á skrifstofunni sinni og hún hafði svo létta lund og hafði gott lag á að hjálpa manni að finna lausn- ir. Stundum var bara spjallað um hitt og þetta og þess á milli um áherslur í kennslunni og kennsluhætti. Í lífinu heilsumst við og kveðjumst og mjög oft vitum við minnst um það sjálf hvernig störf okkar skila sér á lífsins vegi breiðum. Víst er að Jóna ræktaði góðan og fallegan garð í sínu lífi sem margir fengu að njóta. Nú er komið að leiðarlokum hjá Eyjakonunni, kjarnakonunni og skólakonunni Jónu Ólafsdóttur. Hún hefur allt of fljótt verið kölluð burt úr okkar jarðvist. Mig langar að þakka henni samfylgd góða og votta eigin- manni hennar Má Jónssyni og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Megi minningin um svipmikla, skemmti- lega og góða konu lifa um ókomna tíð. Rósa Signý Baldursdóttir. Ekki datt mér í hug að fyrsta minningargreinin sem ég skrifa yrði um mína ástkæru frænku. En sú er raunin. Ég er enn að átta mig á því að hún er farin frá okkur og sit hér og rifja upp allar minningarnar sem ylja mér núna. Við áttum einstaklega gott frænkusamband þar sem ríkti trún- aður og traust. Eyjaferð var ekki Eyjaferð nema ég kæmist í kaffi til Jónu frænku. Þá hellti hún upp á, alltaf á gamla mátann, bakaði gjarn- an vöfflur og svo spjölluðum við frameftir degi. Ég sakna þessara stunda. Símtölin voru ófá eftir að ég flutti til Reykjavíkur, ég hringdi út af öllu. Hvort sem eldamennskan var að hrella mig eða heimanám Tómasar Árna að vefjast fyrir mér, þá var gott að hringja í Jónu frænku og fá lánað vit eins og við sögðum. Við gátum tal- að lengi um allt milli himins og jarð- ar, hamingju og óhamingju, fortíð og framtíð, vinnuna, áhugamálin, vin- ina, fjölskylduna og allt sem okkur datt í hug. Oftar en ekki fékk hún mig til að hugsa hlutina upp á nýtt og skoða alla möguleika í rólegheitum. „Lífið er ekki bara bein braut Anna mín, stundum þurfum við að beygja líka,“ sagði hún gjarnan ef ég var eitthvað ómöguleg. Við tókum oft „Pollýönnu“ á þetta og skemmtum okkur vel yfir því. Jóna gaf mér mörg góð ráð. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta á mig og var alltaf til staðar. Í veikindum hennar ræddum við mikið saman, veltum lífinu fyrir okkur og litum yfir farinn veg. Hún var svo dugleg og já- kvæð. Ég dáðist að því hvernig hún tókst á við veikindin, hún var sam- kvæm sjálfri sér eins og alltaf. Hún var orðin svo mikill göngugarpur og hafði gaman af því að ganga. Það var yndislegt að fara með henni í göngu- túr um eyjuna og ræða málin á leið- inni, setjast svo heim á Heiðarveginn og fá sér kaffi á eftir. Það að Jóna frænka sé farin frá mér veldur mér óbærilegri sorg en ég á allar þessar minningar sem munu fylgja mér um ókomna tíð. Samt líður mér eins og ég sé í lausu lofti. Það vantar svo mikið núna þeg- ar hún er ekki lengur hér en ég veit að hún verður ávallt með mér. Ég mun enn leita til hennar á minn hátt. Með sorg í hjarta og söknuði hugsa ég til frænku minnar en um leið er ég þakklát fyrir allt sem hún gaf mér í lífinu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Már, Markús og Dröfn, ykk- ur sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Anna Svala Árnadóttir. Nú hefur hún Jóna vinkona mín kvatt þetta líf. Við kynntumst árið 1995 þegar ég hóf kennslu við Barna- skóla Vestmannaeyja þar sem hún hafði starfað til margra ára. Það var mér mikill styrkur, nýútskrifaðri og enn blautri á bak við eyrun, að geta leitað til hennar því hún var algjör viskubrunnur þegar kom að kennslu. Með okkur tókst vinskapur sem ent- ist allt til hins síðasta. Á skrifstofunni hennar var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Dyrnar stóðu alltaf opnar en Jóna var ávallt tilbúin að hlusta og ráðleggja ef svo bar undir. Við rædd- um líka lífið og tilveruna og gerðum tilraun til að leysa mörg heimsins vandamál. Ég hafði það stundum á tilfinningunni að tíminn stæði kyrr á þessum notalega stað því æsingi og stressi var ekki fyrir að fara. Jóna skipti um starfsvettvang fyr- ir nokkrum árum og tók að sér for- stöðu í skólaathvarfinu. Þar var hún mjög vel liðin enda ákveðin en sann- gjörn og vildi skjólstæðingum sínum vel. Ég saknaði hennar mjög eftir að hún hætti í Barnaskólanum og við áttum ævinlega gott spjall þegar við hittumst á förnum vegi. Ég geymi í farteskinu margt af því sem Jóna leiðbeindi mér um, bæði sem kenn- ari, aðstoðarskólastjóri og vinkona. Elsku Már, Markús, Dröfn, Gulli og barnabörnin, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Við eig- um öll margar góðar minningar um yndislega konu. Sigurhanna Friðþórsdóttir. Að koma einhverju á blað reynist okkur vinkonunum mjög erfitt. Að rifja upp fallegar minningar um Jónu okkar fær mann til að hugsa um að ekkert er sjálfsagt í lífinu. Jónu kynntumst við í gegnum Bjarnaborg en hún var forstöðukona þar. Synir okkar áttu stundir þar eft- ir að venjulegum skólatíma lauk, og undu sér mjög vel. Jóna hafði sérstaka tækni og um- burðarlyndið var einstaklega mikið svo hún náði til allra. Hafði hún einn- ig skemmtilegar aðferðir við að gera námið skemmtilegt og reyndist það oft á tíðum mjög vel. Jónu fannst það nú ekki mikið mál að mæta með okkur á foreldrafundi í skólanum, bara svona til að styðja við bakið á okkur, því litlu villingarnir okkar áttu það nú oft til að vera líf- legir. Jóna leit á þessa krakka eins og sín „barnabörn“ og bar hlýju og alúð til þeirra. Það var oft sem við leituðum ráða hjá henni og undantekningarlaust var hún með svarið á reiðum hönd- um, og sagði svo skemmtilega: „Við bara reddum þessu, ekki málið.“ Svo kom sá dagur að tíminn á Bjarna- borg var liðinn og kvöddumst við með þakklæti. Ekki var þar með sagt að Jóna væri búin að skila sínu starfi því ef við hittumst á förnum vegi þá var gott spjall og í lokin kom: „Hvað er að frétta af strákunum mínum?“ Hún hafði gaman af að heyra að búið væri að ferma þá og gladdi það hana mjög þegar önnur okkar sendi henni tölvupóst með myndum af fermingarstráknum og þakkaði mik- ið vel fyrir að fá að fylgjast með þeim áfram. Í lokin langar okkur að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svona manneskju sem var algjört gull og þökkum fyrir alla hjálpina í gegnum árin. Takk fyrir okkur. Elsku fjölskylda, missir ykkar er mikill og vottum við ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Stefanía Ársælsdóttir og Sonja Andrésdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náð- arkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Góður drengur hefur kvatt okk- ur. Borgarfjörður eystra er magnað- ur staður og í æsku heyrði ég marg- ar skemmtilegar sögur frá móður minni um Borgfirðinga. Fyrir mér er Helgi Arngrímsson andlit Borg- arfjarðar. Einstaklega vinalegt og sposkt andlit. Helgi hefur gert al- veg ótrúlega margt fyrir staðinn sinn. Hann stofnaði Álfastein, það stórmerka fyrirtæki, og vann mjög ötullega að því, og um leið að kynna Borgarfjörð. Helgi er dæmigerður Borgfirðingur; stoltur af staðnum sínum. Ég kynntist Helga fyrst þegar ég var að vinna við tölvukerfi Helgi Magnús Arngrímsson ✝ Helgi MagnúsArngrímsson fæddist á Borgarfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 29. nóv- ember. Álfasteins. Helgi var framarlega í tækninni og nýtti sér hana skynsamlega. Hann var alltaf kátur og alltaf brosandi. Við áttum margar góðar stundir og hann sagði mér skemmtilegar sögur af gömlum Borgfirðingum og oft- ar en ekki skyld- mennum mínum. Hann var einstaklega skemmtilegur sögu- maður og alltaf stutt í skopskynið hans. Helgi var líka ótrúlegur göngugarpur og fann þeirri þörf sinni einstaklega skemmtilegan farveg. Með stofnun gönguhópsins og kortlagningu gönguleiða um Víkurnar lyfti hann grettistaki. Skemmtileg ferða- mennska og markaðssetning á Borgarfirði eystra. Þrátt fyrir veikindi var alltaf mjög stutt í skopskyn Helga. Í heimsóknum mínum gerði hann alltaf að gamni sínu og sýndi ótrú- legt æðruleysi, það var sko enga uppgjöf þar að finna. Helgi er svona maður sem maður er stoltur af að þekkja, stór manneskja. Elsku drengurinn minn, þín er sárt saknað. Ég sendi innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Bjarni Þór Haraldsson, Álaborg, Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.