Morgunblaðið - 13.12.2008, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.12.2008, Qupperneq 53
Velvakandi 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ SLÆMA VIÐ AÐ ÉG SÉ AÐ ELDAST ER MINNISLEYSI, HÁRLOS, AUKINN HÁRVÖXTUR Í NEFINU OG EYRUNUM, HRUKKUR OG GIGT... ÞAÐ GÓÐA ER AÐ ÉG FÆ KÖKU ENGIN SAMKEPPNI TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! ÉG PRÓFAÐI ÞAÐ EINU SINNI. ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGT! AÐ ÞÚ SKULIR SJÚGA Á ÞÉR ÞUMALINN! KANNSKI ER ÉG BETRI Á BRAGÐIÐ EN ÞÚ! ÉG SKIL ÞETTA EKKI HVAÐ MEÐ AÐ GERA SJÁLFUM ÞÉR TIL GEÐS? MAMMA LEYFIR MÉR EKKI AÐ FLYTJA TIL AFRÍKU KRAKKARNIR STRÍDDU MÉR ÞEGAR ÉG VILDI EKKI SPILA HAFNABOLTA. SÍÐAN ÖSKRUÐU ÞEIR Á MIG ÞEGAR ÉG SPILAÐI HAFNABOLTA. SÍÐAN SAGÐI ÞJÁLFARINN AÐ ÉG VÆRI AUMINGI ÞEGAR ÉG HÆTTI MAÐUR VERÐUR AÐ VERA STJARNA TIL AÐ GERA FÓLKI TIL GEÐS ÞÚ ERT NÚ MEIRI SÓÐINN! HVAR VÆRIR ÞÚ EIGINLEGA ÁN MÍN?!? HMM... GÓÐ SPURNING... ÉG ÞYRFTI AÐ TALA VIÐ FERÐASKRIFSTOFU ÁÐUR EN ÉG TÆKI ENDANLEGA ÁKVÖRÐUN MÉR TÓKST AÐ SETJA LAMPASKERMINN Á HÖFUÐIÐ Á GRÍMI ÁN ÞESS AÐ HONUM TÆKIST AÐ BÍTA MIG ÞÚ VERÐUR AÐ SNÚA HONUM VIÐ ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM ÉG ER VISS UM AÐ KIDDA BRAUT LAMPANN AUÐVITAÐ GERÐI HÚN ÞAÐ! ÉG SÉ ENGA AÐRA SKÝRINGU EN ÉG SÁ HANA SAMT EKKI GERA ÞAÐ HVAÐ MEÐ ÞAÐ? HÚN ER AÐ LJÚGA! REGLAN, „SAKLAUS UNS SEKT ER SÖNNUГ GILDIR EKKI Í ÞESSU HÚSI MARÍA LOPEZ JÁTAR ÁST SÍNA Á KÓNGULÓARMANNINUM Í BEINNI ÚTSENDINGU... ÉG RÆÐ EKKI VIÐ MIG... ÉG ER ÁSTFANGIN AF KÓNGULÓAR- MANNINUM! ÉG VERÐ AÐ FÁ AÐ VITA... ERTU NOKKUÐ GIFTUR? HVAÐ GET ÉG SAGT HENNI? ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVAÐ HANN SEGIR... ÞAÐ ER EKKERT RÉTT SVAR ÞESSI skemmtilega mynd var tekin í Ártúnsbrekkunni þar sem krakkar fögnuðu snjónum með fjölda salíbuna niður brekkuna og ánægjan yfir ný- föllnum snjónum leyndi sér ekki. Morgunblaðið/Golli Snjónum fagnað í Ártúnsbrekkunni Þakkir KÆRAR þakkir og jólakveðjur til vegfar- andans sem fann vesk- ið mitt fyrir utan Tryggingastofnun, fimmtudaginn 4. des. rétt fyrir kl. 11. Veg- farandi kom því strax í afgreiðslu Trygg- ingastofnunar, þar sem ég gat nálgast það. Svona lagað gleð- ur mann innilega, mitt í öllu skammdeginu. Gréta. Týndur högni FYRIR tveimur vikum kom til mín kolsvartur högni, hann er ómerkt- ur, með svarta leðuról sem á eru silfurdoppur og bjalla. Hann er heldur loðinn, eða aðeins meira loð- inn en venjulegur heimilisköttur. Þessi köttur hafði verið á vappi fyr- ir utan heimili mitt lengi áður en ég tók hann inn, því ég taldi hann eiga heima í hverfinu, en ég á heima á Öldugötu í Hafnarfirði. Hann er geltur, en hvorki eyrnamerktur né örmerktur. Eigandi getur vitjað hans hjá Grétu í síma 891-9869. Herrafrakki í óskilum BUGATTI herrafrakki var skilinn eftir hér í Grafarvogskirkju fyrir um tveimur árum. Í vasa hans er fallegt rautt hjarta og á því stendur „Hjarta mannsins treystir vænni konu“ Við viljum endilega að eig- andinn fái frakkann sinn aftur. Eigandinn getur fengið frekari upplýsingar í kirkjunni, sími 587- 9070. Áfengisauglýsingar HINN 7. des. sl. hældiVíkverji Gestgjafanum sem góðu riti. Ég sem er áskrifandi Morgunblaðsins og núna nýverið Gestgjafans er líka dyggur lesandi Víkverja. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með ný- útkomið jólablað Gestgjafans, en það má alveg vekja athygli á því að enn er ekki leyfilegt að auglýsa áfengi á Íslandi. Samt sem áður eru 28 heilsíður í blaðinu teknar undir auglýsingar á áfengi, dulbúnar sem vínkynningar, umfjöllun um einhver nýkomin vín og uppskriftir, auk innskota hér og þar í blaðinu sem tengjastýmsum uppskriftum o.þ.h., þá gjarnan höfð mynd með af flösk- unni. Að öðru leyti fannst mér blað- ið gott en hefði gjarnan viljað sjá meira matar-, heimilis- og jólatengt á þessum 28 síðum. Tek það fram að ég hef ekkert á móti víni og sumum finnst það mjög nauðsynlegt í mörgu samhengi, verst hvað það er stórt hlutfall fólks sem verður hált á því svellinu, ekki síst yfir hátíðarnar. Malt og appels- ín er það sem á að vera á borðum á jól- unum, barnanna vegna. Lesandi. Borgarafundur hvergi í beinni í fjölmiðlum ÞAÐ vekur furðu mína og minna nán- ustu að ekki skuli jafnmikilvægum um- ræðugrundvelli og borgarafundunum vera útvarpað eða sjónvarpað beint. Það eiga ekki allir kost á að mæta á svona fundi og þetta er svo sann- arlega mikilvægt áheyrnar enda eru meðal frummælenda sérfræð- ingar í efnahagsmálum og ræður þeirra sem og annarra málefna- legar. Þá kom mér einnig á óvart spurningaval og viðmót frétta- manna Ríkisútvarpsins í kvöld- fréttum 8. des. en þar var bersýni- lega verið að gera lítið úr málefninu (efnahagskreppunni) og fyrirhöfninni með því að spyrja út í allt aðra sálma eins og hve margir mættu á fundinn. Nú tjá sem betur fer margir borgarar sínar pólitísku skoðanir á hinum ýmsa vettvangi og er það áberandi hve stór hluti almennings er vel upplýstur og óhræddur við að mynda sér skoð- un. Þess vegna bið ég um að af- þreyingarefni séu færð til hliðar í ríkisfjölmiðlum svo að almenningur fái að fylgjast með fundum um efnahagskreppuna. Hana má ekki þagga niður. María Ásmundsdóttir Shanko. Auglýst eftir nýjum stjórnmálaflokki SEM andstæðingur ESB-aðildar og kjósandi Sjálfstæðisflokksins taldi ég mig svikna þegar forsætis- ráðherra gekk á bak orða sinna og setti málefni ESB-aðildar á dag- skrá. Mér datt þá í hug að ég gæti næst kosið Vinstri græna en eftir yfirlýsingu formannsins í Morg- unblaðinu 8. desember sl. kemur það ekki til greina. Nú vantar nýj- an flokk sem andstæðingar ESB geta kosið. Flokk sem hefur á stefnuskrá sinni að berjast gegn ESB-aðild, og um leið gegn því að við afsölum okkur sjálfstæði okkar. Við misstum sjálfstæði okkar end- ur fyrir löngu og það tók okkur 700 ár að ná því aftur. Sjálfstæðið er fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að varðveita það. Kjósandi.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsstarf eldri borgara Bólstaðarhlíð 43 | Mánudaginn 22. des. kl. 14 verður jólatrésskemmtun. Jóla- sveinar koma í heimsókn. Heitt súkku- laði og kökur. Frítt fyrir börn yngri en sextán ára. Skráning fyrir 18. des. í s. 535-2760. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, spilasalur o.fl. Mánud. 15. des. kl. 14 les Auður Jónsd. úr bók sinni ,,Vetrarsól“. Þriðjud. 16. des. er Stefán Sigurkarlsson, lyfjafræðingur og lífskúnstner, gestur í Pottakaffi í Breiðholtslaug og les úr óút- kominni bók sinni ,,Bréf frá Hólmanesi“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.