Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 7

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 7
manna hendur, sem síðan nota þetta fjár- magn til að kúga alþýðuna og segja henni að sitja og standa eftir þeirra höfði. Þetta er þrá þeirra, það sézt bezt í framkvæmdum þeirra eftir að kosningum lýkur. Þeir þrá það tímabil, sem var áður en þrjátíu ára barátta íslenzks verkalýðs hófst. Þetta geta menn sannfært sig um, ef þeir vilja líta á fram- kvæmdir og gerðir þessa flokks en ekki á hin gylltu loforð, sem reynt er að sniðganga strax og tölur kosninganna eru kunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sem stendur stærsti stjórnmálaflokkurinn. Það hlýtur að vakna sú spurning hjá fólki, af hverju er hann þáð? Kunningi minn ,sem er kommún- isti, sagði eftir síðustu kosningar (þ. e. a. s. Bæjarstjórnarkosningar). „Mann setur hljóð- an yfir heimsku samborgaranna“. Eg er ekki á sama máli; ég held, að ástæð- an sé önnur. Astæðan fyrir fylgi Sjálfstæðis- flokksins getur ekki legið í framkvæmdum flokksins, heldur í þessu þrennu: 1) Fjár- magni því, sem hann hefur á bak við sig, því að peningamennirnir eiga sinna hags- muna að gæta í þessum flokki en ekki aðrir. 2) hinni bjargföstu trú á, að þeir efni lof- orð sín, sem þeir reyna að forðast í það ýtrasta. 3) Osjálfstæði fólksins, sem kýs það, sem húsbóndi, vinnuveitandi, eða kunningi segir, að sé það bezta, og sem heldur, að þannig geti það e. t. v. talizt til „fínna“- fólksins. Nú kann einhver að spyrja: Er þetta ekki í öllum flokkum? Eflaust eitthvað, en svo að segja eingöngu hjá íhaldinu. Það þarf ekki að minnast á það, að allflestir auðjöfrar þessa lands eru innan vébanda þessa flokks. Þetta er ofur eðlilegt, þarna eiga þeir heima, þ. e. a. s. þeir af þeim góðu herrum sem einvörð- ungu hugsa um sig og sína hagsmuni. Síðan reyna þeir að staðíesta þessar gerðir sínar með því að halda því fram, að allir menn séu þannig hugsandi. „Nei“, sem 'betur fer eru menn meðal ís- lenzku þjóðarinnar, sem bera hag lands og lýðs fyrir brjósti og vilja fyrirbyggja, að ein- staka menn geti stöðvað atvinnulíf þjóðar- innar einungis vegna þess, að þeir eru fæddir ríkir eða hafa slæðst ofan í gullpottinn á kostnað hinnar stritandi handar. Mennirnir, sem hafa áhuga og dug til að vinna sig upp, eiga að fá að athafna sig, en þó undir því eftirliti, að þeir, eins og áður er sagt, geti ekki boðið atvinnulífi þjóðarinnar byrginn, þegar þeim sýnist svo, eða finnst þeir ekki fá peninga sína nógu margfaldaða. Ríkis- stjórn landsins á að vera höfuðið og aðal- stofnun allra framkvæmda, þannig þó, að duglegur og nýtur þjóðfélagsþegn sé ekki útilokaður frá því að geta athafnað sig. En eins og nú er þjóðskipulag vort, geta nokkrir auðjöfrar landsins tekið peningana út úr þeim atvinnugreinum, sem eru nauðsynleg- astar þjóðhagslega séð, og sett þá þar, sem þeim sýnist og þeir álíta, að þeir fá þá bezt ávaxtaða, eða í öðru lagi tekið þá úr um- ferð. Af þessu leiðir m. a. stórtjón atvinnu- þegans og þjóðarbúsins í heild. Glögglega kom í ljós umhyggja peninga- mannanna fyrir velgengni sjávarútvegsins, þegar boðin voru út bréf stofnlánadeildar- innar. Raunin varð sú, að það voru lægst launuðu stéttirnar, sem keyptu bréfin — hinir létu það eiga sig. Að þessu og hliðstæðu fyrir- komulagi, vinnur kapitalisminn og Sjálfstæð- isflokkurinn fyrir hönd hans hér á landi. Sá er munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Kommúnistum, að erfiðara er að sjá við hin- um fyrrnefnda, því dökkleit dula er dregin yfir verk hans, en hinn opinberar allar öfgar sínar dags daglega. Raunin hefur þó orðið sú, að íhaldið á Árroði 7

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.