Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 28

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 28
Jens Locher: Næturheimsókn Upp með hendurnar! Ég neyðist annars til að skjóta. Haíið þér vopn á yður? Setjið þér byssuna bara aftur í vasann, svo getum við talað um málið í rólegheit- um. Þér takið þessu eins og gríni, herra minn? Er nokkur ástæða til annars? Svolítið ónæði við vinnuna, það er allt og sumt. Þér hafið brotizt hérna inn! Blessaðir talið þér ekki um innbrot; kjall- arinn var ólæstur. Þetta er bara einfaldur þjófnaður. Þér virðizt vera vel að yður í faginu! Auðvitað, herra forstjóri! Hvernig vitið þér, að ég er forstjóri? Ég er vanur að kynna mér ástæður hús- eigandans, áður en ég hef nokkur viðskipti við hann — allt vísindalega útreiknað. Þrátt fyrir vísindalegan útreikning, eruð þér staðinn að verki! Það geta nú alltaf hent mann smáóhöpp eins og þetta. Maður í yðar stöðu, herra for- stjóri, ætti að vera fyrir löngu háttaður og sofnaður. Ég veit ekki, hvað ætti að halda fyrir yður vöku. 28 ÁRROÐI Það er bezt að hringja í lögregluna! Það gerið þér ekki, herra forstjóri. Hvers vegna ekki? Einungis sjálfs yðar vegna. Hvað meinið þér með því? Við getum spjallað um það. Hvað ætti svo sem að hindra mig í því að afhenda yður lögreglunni? Þér munduð aðeins verða að athlægi með því að koma mér í fangelsi. Það þykir mér harla ólíklegt. Einmitt það? Ætli það kæmi ekki ónota- lega við yður það, sem ég las í bláu bókinni, áður en ég lagði upp í þetta næturferðalag. I bókinni sá ég, að þér eruð kvæntur Onnu Hansen, sem fædd er 1889. Er það ekki rétt? Jú, rétt er það. Þá er það eflaust hún, sem er að ganga um gólf uppi í svefnherberginu núna? Já, það er hún. Til hamingju! Hugsið yður, ef það hefði nú verið einhver önnur! Þá hefðuð þér lík- lega orðið að borga mér dágóðan skilding, til að forðast hneyksli. Það var nú einmitt konan mín, sem heyrði í yður hérna niðri. Agætt! Agætt! Þá verður frúin að mæta sem vitni fyrir réttinum. Ja, nú stendur málið laglega fyrir yður, herra forstjóri! Haldið þér ekki ,að yðar mál standi mun ver? Það gerir ekki svo mikið til með mig. Ég er viss með að fá þrjú ár. Það, sem við þurf- um að athuga, er hvort það borgar sig fyrir yður að koma mér á kné. Ég held það borgi sig. Segið þetta ekki svona ákveðið! Þér skiljið eflaust, að konan yðar verður að mæta sem vitni í málinu og verjandi minn mun spyrja hana í allra áheyrn. Þá gæti ýmislegt komið í ljós, sem væri miður heppilegt við slíkt tækifæri.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.