Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 24

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 24
STARFSEMI F. U. J. Framhald af bls. 18. ur það verk með höndum, að innheimta félagsgjöld, afla allra nauðsynlegra upplýs- inga fyrir félag og flokk, og í einu orði sagt, að vera hinn nauðsynlegi tengiliður milli stjórnar og meðlima. Spjaldhappdrætti. Það, sem iðulegast reynizt dragbftur á störf og framkvæmdir félaga eru hinir marg um töluðu peningar. Ef F. U. J. ætti að miða allt starf sitt og allar sínar framkvæmdir við fjárhagslega getu sína af félagsgj öldum, sem eru mjög lág, er trúlegt, að heldur lítið færi fyrir þeim. I því sambandi hefur stjórnin farið hinar venjulegu tekjuöflunarleiðir félaga og m. a. haldið opinberan dansleik á vetrinum. En því miður, eru samkomuhúsin svo yfirsetin og lofuð, að skammt hrökkva þær tekjur, sem af einum dansleik fást. Þess vegna hefur stjórnin efnt til innanfélags spjaldhappdrættis. I sjálfu sér er það engin neyð, út af fyrir sig, en þar kemur til kasta félaganna sjálfra í sölu happdrættisins og er allt undir því komið, að þar séu félagarnir samtaka og duglegir. Því vill stjórnin beina þeim tilmælum til félaganna, sem ekki hafa tekið spjald til sölu, að koma í skrifstofu félagsins, sem allra fyrst og hefjast handa. Og minnist þess góðu félagar, að aukin fjárhags- geta F. U. J. tryggir meira starf, stærri fram- kvæmdir og aukinn árangur í baráttu okkar fyrir jafnaðarstefnunni. Útbreiðslustarf. I útbreiðslustarfseminni hefur stjórnin fyrst og fremst talið aðkallandi, að F. U. J. héldi áfram útgáfu á blaði sínu Arroða og stuðl- aði þá að því, að hann kæmi reglulega og yrði ekki kaupendum fyrir stórum vonbrigð- um, hvað útkomu snertir og efnisval. Eins og gefur að skilja, er engan veginn nóg, að Al- þýðuflokkurinn haldi aðeins úti einu mál- gagni, sem sé Alþýðublaðinu. Bæði hlýtur rúm þess, að mestu að fara undir innlendar og erlendar fréttir og annað það, sem við kemur líðandi stund, og vill oft verða svo, að dagblöð hafi minna rúm undir fræðileg og söguleg efni, sem þó flestum lesendum eru mjög kærkomin. Ur þessu vill F. U. J. leitast við að leysa og væri mjög þakkarvert, að unnendur jafnaðarstefnunnar, veittu þann stuðning, sem tryggt getur stöðuga útkomu blaðsins, efnislega og fjárhagslega. Þetta blað Arroðans er annað tölublað þessa árgangs. Ákveðið hefur verið að sex blöð komi út árlega, en eins og gefur að skilja, hlýtur það að vera mikið verk, þegar þess er gætt, að öll störf í sambandi við blaðið eru sjálfboða- liðastörf ungra manna og kvenna. Því ætti það, að vera kappsmál góðra Alþýðu- flokksmanna, að hlúa vel að blaðinu og þá ekki hvað sízt með góðu efni, fræðilegu og sögulegu. Æskulýðsfundir. Það hefur oft komið skýrt í ljós, að jafn- aðarmenn, eru manna fúsastir, að túlka og rökræða skoðanir sínar við pólitízka and- stæðinga og heyja kappræður á opinberum vettvangi. Eins og menn muna, beitti F. U. J. í Reykjavík sér fyrir tveimur opinberum æskulýðsfundum á árunum 1945—46 og ósk- aði eftir þátttöku hinna pólitízku æskulýðs- félaganna í bænum, en eins og alkunnugt er orðið, létu þeir ekki sjá sig á síðari fundin- um, það er að segja ræðumenn kommúnista og íhaldsins frá fyrri fundi stóðu út við dyr, en hættu sér aldrei í ræðustólinn, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og tilboð frá fundar- stjóra og ræðumönnum F. U. J. En hins vegar voru ungkommar og Heimdellingar með sameiginlegan fund nokkru síðar, og 24 ÁRROOI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.