Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 16
nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Að-
eins verður að gæta þess, að með því að leggja
höfuðáherzluna á stærri raforkuver, verði
ekki skertur sá möguleiki í strjálbýlli sveit-
unum að koma upp smærri rafstöðvum,
vatns eða mótors, þar sem það er eina von
þeirra til að fá notið rafurmagns í náinni
framtíð.
A hinn bóginn hefur hið opinbera ekki
verið nógu vel á verði með útvegun véla-
kosts handa landbúnaðinum, þótt nokkuð
hafi rætzt úr. Þar þarf meira átak, ef vel á
að vera.
Hér vil ég telja á eftir nokkrar tillögur,
sem ég kalla leiðina til lífsþæginda í sveitum:
1. Allar jarðir verði eign hins opinbera.
2. Höfuðáherzla sé lögð á framkvæmd raf-
orkulaganna nýju sem allra fyrst og einnig
hjálpi hið opinbera bændum til að koma upp
smærri vatns- eða mótorrafstöðvum, þar sem
það þykir hentugra vegna strjálbýlis, svo
sem í sauðfjárræktarhéruðunum.
3. Hið opinbera reisi byggðahverfi á hent-
ugum stöðum og leigi býlin:
a) með allri áhöfn ungu efnalitlu fólki, sem
vil stofna til heimilis á þennan hátt,
b) áhafnarlaus bændum, sem vilja flytja af
erfiðum, afskekktum jörðum á byggilegri
stað.
4. Búnaðarfélög á hverjum stað taki að sér
ræktunarframkvæmdir og jafnvel byggingar
fyrir félagsbændur, skipuleggi vinnuflokka
til starfsins, sem bændur geta tekið þátt í,
eftir því sem tími þeirra leyfir.
5. Allar stórvirkari búnaðarvélar séu sam-
eign bænda innan hlutaðeigandi búnaðar-
félags, enda séu þær notaðar til hins ýtrasta.
6. Hið opinbera hraði símalagningu um
sveitirnar.
7. Bændum sé á allan hátt gert sem auð-
veldast að afla sér nauðynlegra búvéla til
vinnusparnaðar og aukinna afkasta.
Til skýringar við fyrstu tillöguna vil ég
aðeins taka fram, að öllum ætti að vera ljóst,
hve fráleitt það í rauninni er, að sama jörðin
sé keypt minnst einu sinni á hverjum manns-
aldri, stundum mörgum sinnum, oftast í
meiri og minni skuld, sem heftir mjög at-
hafnamöguleika eigandans. Þessu verður að
útrýma.
Um þriðju tillöguna er það að segja, að
margur efnalítill bóndason hefur eingöngu
farið úr sveitinni sökum þess, að hann hefur
ekki átt völ jarðnæðis, sem hann hefur ráöið
við, eða ekki getað aflað sér nægilegs bú-
stofns vegna efnaleysis. Slíkan burtflutning
á hið opinbera tafarlaust að stöðva með stofn-
un byggðahverfa. Sömuleiðis mundi það í
mörgum tilfellum hefta burtflutning þeirra
úr sveitum, sem yfirgefa heiðakotin og
annesjajarðirnar, þeir mundu gjarnan kjósa
sér fremur stað í byggðahverfum en í bæjum.
Um fjórðu tillöguna er það að segja, að
miklu auðveldara mun að fá menn til að
vinna í vinnuflokkum við ræktunarstörf,
heldur en ráða sig tíma og tíma til einstakra
bænda, vinnan nýtist einnig betur, ef um
flokk er að ræða með stórvirkar vélar. Sama
er einnig að segja um byggingar og kemur
þá að sjláfsögðu til álita ýmisleg sameigin-
leg eign bænda á mótum, hrærivélum o. fl.
og rekstur sameiginlegs steypuverkstæðis.
Þannig mætti lengi telja yfirburði samvinn-
unnar.
Hinar tillögurnar munu ekki þurfa skýr-
ingar við.
IV.
Loks vil ég drepa á menntunar- og menn-
ingarskilyrði til sveita.
16 ÁRROÐI