Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 21
Kristján Gíslason:
Verkalaunin
Jón Knútur var skrítinn karl. — í dag var
hann jarðsettur að viðstöddu fámenni. Það
var kalt, norðangjóstur og hörkufrost, og
hinir einu, sem ekki skulfu við útförina, voru
líkmennirnir. Að gömlum og góðum sið varði
presturinn fáeinum mínútum til hóglátrar
viðurkenningar á skyldurækni, ljúfmennsku
og fleiri dyggðum hins látna samferðamanns,
um leið og hann gaf huggandi fyrirheit um
ríkuleg laun, goldin í öðru lífi.
Annars gaf ég lítinn gaum að orðum prests-
ins, minningar úr lífi hins látna atorkumanns
vöknuðu í huga mínum og létu mig ekki í
friði. Einkum urðu á þessari stundu lifandi
í vitund minni atvik, sem skeðu fyrir aðeins
fáum mánuðum.
— Einn kaldan haustmorguninn hitti ég
Jón gamla Knút. Við stóðum í skjóli undir
húsvegg og biðum þess að verða færðir til
vinnu af verkstjóra „höfðingjans" á staðnum.
— Jón Knútur var þá farinn að kröftum,
bakið bogið, hendurnar kræklóttar, hárið strítt
og grátt. En elja hins stritandi heimilisföður
vakti enn í hverri slitinni taug hans og veitti
honum þrótt til að ganga til vinnu hvern
morgun, þegar hennar var kostur.
— Þegar við árangurslaust höfðum hímt
nægilega lengi í nöpru morgunsárinu, fylgd-
umst við heim á leið. Þann dag var okkar
ekki þörf, þetta kom stundum fyrir og við
því var e'kkert að segja.
Er við höfðum gengið þegjandi um stund,
sagði Jón Knútur allt í einu:
„Það er annars ágætt að vera heima i dag.
Ég er lengi 'búinn að hugsa um að hrinda
dálitlu í framkvæmd og ég held bara, að ég
hefjist nú handa í dag“.
Ég varð dálítið undrandi. Það var óvenju-
legt að heyra Jón Knút tala þannig. Allir
vissu, að hann hafði stritað frá því hann fyrst
gat borið fyrir sig fæturna, stritað án afláts.
En nú virtist hann fagna vinnulausum degi.
Eitthvað sérstakt hlaut að vaka fyrir þeim
gamla, eitthvað honum mikilsvert, og ég
ákvað að fá hann til að segja mér af því.
„Jú“, sagði hann. „Eins og þú veizt, hefi
ég ætíð búið við fremur þröngan kost. Ekki
svo að skilja, að mig hafi skort til daglegra
þarfa, nei, nei. Ég á við, að ég hefi aldrei
haft ráð á að leggja í framkvæmdir skilurðu,
framkvæmdir eins og þeir, sem duglegir hafa
verið að koma sér áfram. — Ekki skaltu þó
halda, að ég hafi ekki stundum staðið í stór-
ræðum, jú, í stórræðum heíi ég staðið, mikl-
um framkvæmdum — en aðeins í huganum
sérðu. — En nú er ég búinn að vera, og
útséð um, að mínar framkvæmdir verða ekki
annað en hugsmíðar. — Það er aðeins eitt,
sem mig langar til að gera að veruleika, áður
en ég fer, gera í alvöru sérðu. En það er að
byggja mér hús. — Þetta er lengi búið að
vera á döfinni — mörg ár. •— Og nú er mál
til komið að byrja. I gærkvöldi ákvað ég,
að ynni ég ekki í dag, skyldi ég fara á fund
„höfðingjans“ og fala efni til byggingarinn-
ar. — Þú spyrð auðvitað, fyrir hvað ég ætli
að kaupa ■— og það get ég sagt þér. — Und-
anfarin fjörutíu ár hefi ég lagt til hliðar
þær fáu krónur, sem heimilið hefir getað
án verið. Sum árin varð skerfurinn lítill og
fyrir kom, að ég þurfti að skerða sjóðinn, t.
d. þegar hann Nonni minn fékk lungna-
bólguna og varð að liggja langdvölum á
ÁRROÐI 21