Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 18
Starfsemi F.U.J. Starfsemi F. U. J. í Reykjavik var með langbezta móti á s. 1. ári. Kom þar að vísu margt til. Tvennar kosningar voru háðar á árinu, sem höfðu í för með sér allverulegt pólitízkt umrót eins og gengur og gerizt. Auk þess, var það strax fyrirsjáanlegt, að Alþýðuflokkurinn átti vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar og þá ekki hvað sízt með æsku landsins. Enda kom það fljótt í ljós í lok ársins 1945, þegar F. U. J.-félögin úti á landsbyggðinni voru stofnuð hvert af öðru, með ekki færri stofnendum en 30 þar sem fæst var. Þá var ekki síður ör vöxtur á með- limafjölda F. U. J. í Reykjavík, því hann sextugfaldaðist á sexmánuðum. lífsþægindi — dreymd í sveit: þegar erfiðast gekk með heyskapinn, dreymdi bóndann um orfið og hrífuna, sem slógu og rökuðu sjálf- krafa, eða sátuna, sem skilaði sér fyrirhafnar- laust heim í heygarð. I þröngum, dimmum og köldum torfbæjum dreymdi konuna um hjört, hlý og vistleg húsakynni. Þegar minnst var um eldiviðinn, dreymdi hana um mat- inn, sem sauðst sjálfkrafa. Og æskan bundin í báða skó, en logandi af fróðleiksfýsn og útþrá lagði langleiðir að baki — í draumi — í rekkjunni, sem rann, eða klæðinu sem flaug. Þannig dreymdi forfeður vora gegnum aldirnar. Nú er tíminn kominn til að láta þessa drauma rætast, þar sem þeir voru dreymdir. Það er hægt, ef við tökum á málun- um með raunsæi, samheldni og festu. Þeir, sem bezt fylgdust með kosningaundir- búningi Alþýðuflokksins fyrir kosningarnar, telja það ekki of sögum sagt, að unghreyf- ingin hafi unnið bezt að sigrum Alþýðu- flokksins í þeim kosningum. Það var líka svo, að starfsemi félagsins var að mestu hápólitízk, en minna hirrt um skemmtistarfsemi, eins og bezt má sjá af því, að á móti 9 félagsfundum og tveimur opinberum fundum, komu aðeins 5 skemmti- fundir. Það má slá því föstu, að jafn pólitízkt félagsstarf eins og að framan segir, er ekki framkvæmanlegt með ungu fólki, nema á kosningar og umrótatímum. Á öðrum tím- um er vissara, að stilla því í hóf og hafa annað léttara með. Málfunda- og fræðslustarfsemi. Enda hefur núverandi stjórn gert áætlanir sínar með tilliti til aukinnar kynningar milli félagana og nánara samstarfs þeirra á milli. Ennfremur heldur hún úti víðtækri fræðslu- starfsemi í málfluttningi, bókmenntum, sögu og margskonar fræðslu- og fyrirlestrarstarf- semi. Skemmtanir. Þá heftir stjórn félagsins lagt all-ýtarlega áherzlu á skemmtistarfsemina, með kynn- ingu milli félagana fyrir augum og hefur í því sambandið haldið þrjú spilakvöld og eitt skemmtikvöld með ágætum árangri. Hverfaskipting. Stjórn félagsins rak sig fljótlega á það, eftir þá öru og miklu aukningu, sem varð í félag- inu, að hún átti mun erfiðra með að halda sambandi við félagana, og komu bréfaskriftir og auglýsingar þar oft að litlum notum. Kom stjórnin þá á hverfaskiptingu og hefur félag- inu verið skipt niður í hverfi og er hverfis- stjóri fyrir hverju þeirra. Hverfisstjórinn hef- Framhald á bls. 24. 18 árroði

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.