Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 27

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 27
arar aukið ístruna og sezt að í skrauthýs- um, en verkamennirnir fara á „sveitina", sviftir kosningarrétti, og síðan hent inn í skúmaskot í leigúhúsum 'þessara gróðamanna. Enn eru það drápsklyfjar, þegar g'á'faðir menn gerast leigutól okrara og kaupahéðna, og nota greind sína og menntun til að rang- hverfa málum þjóðarinnar, svo a'lþýða lands- ins sjái þau í villuljósi og missi rétta dóm- greind á verk þeirra, sem með málin fara“. Þann 4. nóv. 1919, er sagt frá eftir- farandi ATVIKI með undirskrift- inni „A“ í Alþýðublaðinu. „I búð á Laugavegi var verkamaður að kaupa yfirfrakka. Stóð hann með peningana í höndunum og ætlaði að fara að borga út frakkann, sem verið var að búa um. Kom þá inn blaðadrengur og bauð kaupmanninum Alþýðublaðið, en 'hann neitaði því með ó- virðulegum orðum. Drengurinn bauð þá af- greiðslustúlkunni blaðið, en bún áleit sér skyh að svara á líkan hátt og húsbóndinn. En þegar hér var komið, sagði sá, sem ætlaði að kaupa frakkann, að kaupmanninum mundi að líkindum þykja peningar frá al- þýðumanni jafn 'lítils virði og honum þætti blað alþýðunnar, stakk síðan á sig pening- unum aftur og fór út, og varð kaupmaðurinn af kaupunum". 2. desember 1919, birtist í Alþýðu- blaðinu eftirfarandi grein undir fyrir- sögninni „SLAGORÐIN", óundir- skrifuð. „Jafnaðarmenn vilja útrýma fátæktinni. Til hvers? Til þess að hvert manitsbarn, sem fæðist, geti fengið tækifæri til að þroska og fullkomna meðfædda hæfileika, þá sem heppilegir eru fyrir einstaklinginn og þjóð- félagið. Á R R O Ð I Utgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna, Reykjavík. Ristj. og ábyrgðarm.: Pétur Pétursson frá Mýrdal. Ritnefnd: Jón Hjálmarsson, Benedikt Björnsson, Jón Ingimarsson. Blaðið kostar í lausasölu kr. 3,00 hvect hefti. Argangurinn kostar kr. 15,00 og greiðist fyrirfram. Útkomudagur blaðsins er hinn 15. ann- ars hvers mánaðar (6 hefti á ári). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. Það er ómögulegt að útrýma fátæktinni, ef hver hugsar aðeins um sig og sína nánustu, eins og nú á sér stað. Það getur aðeins orðið á þann hátt að alþýðan sé samtaka um það að bæta kjör sín. Orsökin til þess að ástandið er eins ram- vitlaust eins og allir sjá að það er, (Sbr. að stór h'lu'ti verkalýðsins hér 1 Reykjavík býr í íbúðum, sem frá heilbrigðissjónarmiði eru óhæfar, og að fátæk börn og gamalmenni fá ekki þá aðhlynningu, sem þau þurfa, á sama tíma sem einstakir auðmenn hafa tekjur sem nema 100 krónum um tímann hvern virkan dag í árinu!) er sú, að einstakir menn eiga framleiðslutækin, í stað þess að þau ættu að vera eign þjóðfélagsins. Framleiðsla og verzl- un er því eðlilega ekki rekin með það fyrir augum hvað þjóðfélaginu eða þjóðinni í heild er fyrir beztu, heldur er það allt rekið með gróða eigandans fyrir augum, að sá gróði verði sem mestur. ÁRROÐI 27

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.