Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 23
Næsti dagur reis. Kaldur og hráslagaleg-
ur morgunninn vafðist um okkur verkamenn-
iriaj sem röltum að heiman í þeirri þrálátu
von, að e. t. v. væri eitthvað ógert hjá „höfð-
ingjanum“, það er hann gæti notað okkur
til.
Af tilviljun rakst ég á Jón gamla Knút,
þar sem hann arkaði áleiðis til vinnustaðar-
ins. Hann var aðeins fáein skref á undan mér
á götunni. En hvað var þetta? Var hann eitt-
hvað veikur? Mér sýndist hann eitthvað svo
reikull í spori og óvenjulega lotinn var hann
áreiðanlega líka.
Ég flýtti mér til hans og bauð honum góð-
an dag, eins glaðlega og ég gat. Hann leit
á mig sem snöggvast, bauð einnig góðan dag
— en svo ekkért meir. Höfuð hans hékk
niður undir bringu, fæturnir bærðust slitrótt,
eins og bæru þeir óvenju mikinn þunga, og
úr svip gamla mannsins skinu hin lamandi
einkenni vonbrigða og vonleysis. Ég spurði
hann frétta af förinni til „'höfðingjans", —
og eftir að hafa lengi beðið eftir svari, endur-
tók ég spurninguna nokkru ákveðnar. —
Þá kom það:
Þegar um morguninn, eftir að við skild-
um, hafði hann farið af stað. Fyrst hafði
hann orðið að bíða í hálfa aðra klukkustund
eftir viðtali við „höfðingjann“, síðan hafði
hann vandað sig eftir föngum, tjáð ástæður
sínar, svo heimilislegar sem fjárhagslegar. —
Og árangurinn?
Árangurinn hafði enginn orðið. „Höfð-
inginn“ hafði að vísu skilið til fulls þörf hans
fyrir nýtt húsaskjól, mikil ósköp. En ástandið
væri nú svona, aðeins nokkur hundruð tunn-
ur af sementi til á staðnum og þær þyrði
hann ekki annað en eiga. Eins og Knútur
hlyti að sjá, jafn skír maður, mætti fyrir-
tækið ekki vera þannig sett að eiga ekki
nokkurn varaforða, hvað svo sem í slægist.
Hinsvegar skyldi hann reyna að tala við
sig með vorinu, þá kynni að standa betur
á. Annars væru þessi vandræði með sementið
landlæg, já, og heimslæg, þannig að víðar
væri þröngt fyrir dyrurn en hér. Síðan hafði
hann beðið Jón Knút að vera sælan.
„En ég er bara hræddur um að ég lifi
ekki til vorsins“, stundi Jón Knútur, og mér
fannst ég kenna klökkva í rómnum.
Ég reyndi að telja í hann kjark, sýndi
honum fram á, að einn vetur væri ekki lengi
að líða, auk þess sem ekki væri ómögulegt,
að hægt væri að ná í þetta lítilræði af
sementi á einhvern annan hátt. En Jón Knút-
ur tók tal mitt víst ekki alvarlega, a. m. k.
anzaði hann því litlu.
Við vorum nú líka komnir til vinnustað-
arins og í hóp þeirra, sem enn var ekki ráð-
stafað til verka.
Að þessu sinni varð biðin ekki löng. Verk-
stjórinn birtist álengdar og gekk í áttina til
okkar. Einn þokaði sér með hægð fram fyrir
annan, til þess að betur skyldi eftir honum
tekið og hann fremur verða fyrir vali verk-
stjórans.
En þann daginn þurfti engin brögð. Allir
voru teknir. Há og hranaleg rödd verkstjór-
ans tilkynnti, að allir skyldu ná sér í verk-
færi og fara út að „byggingunni". — „Það
á að brjóta burt norðurhliðina á álmunni", —
sagði hann.
Er skuldar var krafið.
Ég er snauður, enginn auður
er í hendi minni,
nærri dauður, drottins sauður,
í djöfuls vesöldinni.
Sig. Breiðfjörð.
ÁRROÐI 23