Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 29

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 29
Hvað meinið þér með því? Konan yðar hefir verið gift áður, ekki satt? Kemur það málinu nokkuð við? Eg læt verjanda minn um að upplýsa það! Finnist nokkur blettur á fortíð konunnar yðar, þá mun það verða birt fyrir réttin- um, til þess að eyðileggja framburð hennar! Svo mun það þykja skrítið, að frúin liggur vakandi um þetta leyti nætur, og hefir svo góða heyrn, að hún heyrir til mín hérna niðri, þótt ég læðist um á inniskóm — skyldi hún vera vön að taka á móti einhverjum um þetta leyti? Hvað vogið þér að láta út úr yður? Eg læt þetta ekki út úr mér, það mun lög- fræðingurinn minn gera, og svo kemur þetta auðvitað í blöðunum, og vel gæti svo farið að mynd af konunni yðar kæmi með! Þér ætlið að reyna að koma mér og kon- unni minni í einhverja klípu? Eg mun aðeins notfæra mér öll þau meðul til varnar, sem lögin heimilia mér, en þau eru mörg! Já, en þrátt fyrir allt eruð þér þó sekur? Alveg rétt! Aalveg rétt! En einmitt þess vegna verð ég að brynja mig gegn ákær- unni. I sannleika sagt, herra forstjóri, held ég, að nú á tímum vildi’ég fremur vera sá ákærði heldur en vitnið. Hugsið um það áður en þér hringið í lögregluna! Þér haldið, að þér getið hrætt mig? Eg veit, að þér eruð ágætis maður, herra forstjóri, og ég held að þér sækizt ekki eftir að standa í málaferlum. Einmitt það? Já, þér eruð stjórnandi stórs fyrirtækis, sem er ekki að sama skapi vel kynnt. Hvað vogið þér yður . . . Hér talar allt sínu máli. Engir silfurmunir — aðeins „plett“, sannkallað eftirlíkinga heirn- ili, herra forstjóri. Jafnvel málverkin eru eftir- líkingar. Hvað segið þér ? Málverkin ? Nú, þér vissuð það ekki einu sinni sjálfur. Enn ein uppljóstrun til að skemmta sér við. Yður er óhætt að trúa mér sem fagmanni, að málverkið þarna hefur C. F. Sörensen aldrei málað. Það verður gaman fyrir almenning að frétta, að þér hafið eftirlíkingar á veggjunum og haldið, að þær séu fyrirmyndirnar, og hvað hugsar fólkið um yður sem verzlunarmann, þegar þér látið blekkjast svona? Hafið þér nokkuð fleira út á heimilið að setja, herra minn? Já, það hefi ég! Það gæti verið nógu gaman að láta það vitnast, að allt innbúið yðar er veðsett, herra forstjóri. Ha, hvernig . . . Eg leit lauslega á eitt skjalið í skrifborðinu yðar. Þér dirfizt ekki að koma með slíkt fyrir réttinum! Eg er nú mesta meinleysisgrey, en það er lögfræðingurinn minn aftur á móti ekki! ■— Jæja, herra forstjóri, er ekki bezt að hringja? Nei, nei, ég geri það ekki. Eg vorkenni yður. Já mér datt í hug, að þér gerðuð það! En máske mætti ég hringja? Þér? Hvað ætlið þér að gera með það? Ég ætla að síma eftir vagni, með yðar leyfi. Eg er orðinn hálfþreyttur á þessu. Eg er það alltaf, þegar þetta kemur fyrir. Gjörið þér svo vel. Kærar þakkir, herra forstjóri, og svo lofa ég því, að segja engum frá hinum örðugu ástæðum yðar. Og þér komið ekki aftur í sömu erindum? Nei. Þér getið verið alveg rólegir. Eg kem ekki tvisvar á þau heimili, þar sem ekkert er annað en eftirlíkingar. L. I. þýddi. Árroði 29

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.