Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 13

Árroði - 01.04.1947, Blaðsíða 13
Svar Braga SÉgurjónssonar, ritsfjóra ó Ákureyri, við effirfarandi spurningu: (Endurprentun úr „S\injaxa“ með leyji höfundar) „Hvaða ráð teljið þér vænlegust til þess, að fólk í sveitum landsins verði sem bezt og fyrst aðnjótandi tækni, menntunar og menn- ingar nútímans?" I. Islenzka þjóðin á sér mörg ævintýri, þar sem lýst er skrautlegum húsum, íburðar- mikilli hýbýlaprýði og dýrlegum veizlu- föngum. Þó eru flestar lýsingar óljósar. Hér birtist annars vegar þráin eftir lífsþægindum, hins vegar þekkingarskorturinn á þeim. Síðustu 60—70 árin hefur þjóðin verið að lifa ævintýri, stórbrotnara, mikilfenglegra heldur en hana hafði dreymt um í djörfustu draumum sínum, og það er þráin eftir lífs- þægindum, sem knýr hana fram. Þjóð án húsa, þjóð án húsgagna, þjóð án framleiðslutækja, vegalaus, hafnalaus, skipa- laus, símalaus kastaði sér út í ævintýrið mikla að öðlast þetta allt. Stundum hefur þráin leitt einstaklinga í öfgar. Afkáralegustu hús hafa verið byggð, óhófslegustu veizlur hafa verið haldnar, þarflausum, ósmekklegum hús- gögnum hefur verið hrúgað upp i sjald- notaðar stofur. En þetta eru undantekningar, sem að vísu hafa stungið í augun. Hið óstöðvandi kapphlaup eftir lífsþæg- indum hefur valdið slíkri byltingu í lífi þjóð- arinnar, að skipt hefur um aðalatvinnuveg þjóðarinnar og meirihluti íbúanna hefur flutzt í kaupstaði en bjuggu áður nær eingöngu í sveitum. Hver er orsökin? Hún er sú, að atvinnu- vegirnir við sjávarsíðuna, fyrst útgerðin, síðar iðnaðurinn, urðu fyrri til að hagnýta sér tæknina, landbúnaðurinn dróst aftur úr. Bilið milli lífsþægindanna í bæjum og sveitum breikkaði í sífellu og fólkið streymdi úr sveit- unum, fyrst og fremst það yngra. Þessi saga er svo alkunn, að óþarfi er að rekja hana hér. Sumir telja orsökina tekju- mismun sveita- og bæjafólks, en í flestum tilfellum er þetta ekki rétt. Orsökin er eins og fyrr segir misræmi lífsþæginda, það kostar miklu meira að veita sér þau í strjálbýli en þéttbýli. I bæjum þarf minna til að stofna heimili, þar getur unga fólkið notið marg- breytilegra skemmtana, þar eru flestir skól- arnir og þannig má lengi telja. Löggjafarvaldið hefur með ýmsum ráðum reynt að sporna við þessari öru sókn úr sveit- unum. Það hefur verið ríkjandi skoðun, að hún væri þjóðarböl. Menning þjóðarinnar var sveitamenning, bæirnir voru nýir, þar hafði enn ekki skapazt sú menning, sem gæti tekið við að vera þjóðinni sá bakhjallur, það hjart- ans skjól, sem veitti henni stuðning, þegar hún stæði hallt, og væri henni athvarf „þegar burt var sólin“. Enn hafði þjóðin ekki eignazt ÁRROÐI 13

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.