Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 8

Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 ÞÓ ÞEIM sem séu skráðir í þjóð- kirkjuna hafi fjölgað á árabilinu 2007 til 2008 um rúmlega þúsund manns hafa hlutfallslega aldrei færri tilheyrt kirkjunni. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Hlutfall landsmanna í þjóðkirkj- unni er nú 78,1% og er það í fyrsta sinn sem þetta hlutfall fer niður fyrir 80%, en 1. desember sl. var fólk í þjóðkirkjunni 16 ára og eldra 195.576 talsins. Telur Hag- stofan þessa lækkun mega að hluta til skýra með miklum að- flutningi erlendra ríkisborgara 2008, en þeir flokkast með óskráð- um trúfélögum nema þeir skrái sig sérstaklega. Í óskráðum og ótilgreindum trúfélögum teljast nú 19.323 en voru 16.713 í fyrra. 4,7% tilheyra þá fríkirkjusöfnuðum en 5,9% hinum 25 trúfélögunum sem skráð eru á landinu. Einungis þrjú þeirra eru þó með fleiri 1.000 meðlimi og eru það kaþólska kirkjan, hvítasunnukirkjan og ása- trúarfélagið. Undir 80% í þjóðkirkjunni Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÆGARI útflutningur sjávarafurða hefur leitt til söfnunar birgða hjá framleiðendum og flutningafyrir- tækjum. Þannig eru frystigeymsl- urnar hjá Samskipum stútfullar. Þá hefur það aukist að afurðir séu geymdar í frystigeymslum erlendis. Birgðir sjávarafurða hafa yfirleitt verið litlar á þessum árstíma. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að birgðir hafi oft samsvarað eins til tveggja mánaða sölu. Svavar Svavarsson, markaðsstjóri hjá Granda, segir að oft hafi vantað fisk á þessum árstíma, vegna undirbúnings sölunnar fyrir páskana. Vegna hægari sölu frá því í haust á dýrari tegundum, eins og þorski og ýsu, og erfiðleika á mörkuðum í aust- urhluta Evrópu, hafa birgðirnar auk- ist. Framleiðendur vilja þó lítið gefa upp um birgðastöðuna, vegna hugs- anlegra áhrifa slíkra frétta á mark- aðinn. Birgðirnar eru líka mismun- andi eftir tegundum afurða. Birgðirnar eru geymdar á mis- munandi stöðum, hjá framleiðendum, flutningafyrirtækjum og í geymslum í erlendum höfnum. Gunnar Ólafur Kvaran, forstöðumaður útflutnings hjá Samskipum, segir að fullt sé út úr dyrum í Ísheimum. Frystigeymsl- urnar taka um 6.000 tonn og auk þess er fiskur geymdur í frystigámum. Áætlar hann að fyrirtækið sé með um 8.000 tonn af sjávarafurðum til- búnum til útskipunar. Það hefur aukist að framleiðendur geymi afurðir erlendis, nær mark- aðnum. Svavar segir að matvæli séu að fylla geymslur víða um heim, ekki aðeins fiskafurðir. Hann nefnir að til vandræða horfi í Japan af þessum ástæðum. Framleiðendur segja að það komi í ljós á næstu vikum og mánuðum hvort dregið hafi verulega úr fiskneyslu vegna efnahags- ástandsins í Bretlandi og fleiri lönd- um, eða hvort aukning birgða er tímabundin vegna þess að birgða- haldið er að flytjast til framleiðend- anna. Frystigeymslur stútfullar Hægari útflutningur sjávarafurða kem- ur fram í aukningu birgða framleiðenda Morgunblaðið/RAX Komið að landi Vel hefur aflast að undanförnu, sjómenn segja þorsk um allan sjó. Verr hefur gengið að selja afurðirnar og birgðir safnast upp. SALA á efnum til léttvínsgerðar hefur aukist eftir að kreppan skall á, að sögn Magnúsar Axelssonar, rekstrarstjóra og eins eigenda Ámunnar sem selur áhöld og efni til heimavíngerðar. „Við finnum fyrir auknum áhuga núna. Það er alltaf þannig með fyr- irtæki í þessum geira. Þau ganga betur þegar þrengir að í samfélag- inu en svo er talsvert minna að gera hjá þeim þegar þensla er,“ greinir Magnús frá. Vinna vín úr eigin berjum Hann segir hins vegar alltaf ákveðinn hóp hafa áhuga á víngerð og vínmenningu. „Það eru þeir sem búa til sitt rauðvín sjálfir. Svo eru það einnig þeir sem tína ber og rækta rabar- bara til þess að vinna sín vín frá grunni. Það er alltaf mikil sala í kringum það á haustin.“ Bernhard Svendsen, eigandi Vín- kjallarans, segir að bruggun á Ís- landi sé minni nú heldur en fyrir nokkrum árum. Hins vegar telur hann að víngerð sé að glæðast á ný nú þegar efnahagsástandið hefur versnað. Meiri tími og minna fé „Víngerð á Íslandi hefur ekki verið mjög mikil síðustu árin en svo virðist sem áhugi fólks sé að vakna á ný. Það er bæði vegna þess að fólk hefur meiri tíma til víngerðar og vegna þess að það hefur minna fé á milli handanna.“ Bernhard tekur það fram að er- lendis búi fólk ekki endilega til vín í sparnaðarskyni. „Það gerir það vegna þess að það fær oft betra vín á þann hátt auk þess sem það hefur gaman af því.“ ingibjorg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimagert vín Mörgum þykir gam- an og ljúffengt að brugga úr berjum. Fleiri gera vín heima MELKORKA litla naut leiðsagnar Bergþórs Pálssonar söngvara í gönguferð um Laugardal- inn í gær þar sem sjá mátti náttúruna í vetrar- búningi sínum. Gæsirnar létu sér fátt um finn- ast þótt þær hefðu fengið áhorfendur og héldu áfram að spígspora um snævi þakið túnið í leit að æti. Kannski báru þær í brjósti sér von um að áhorfendurnir gaukuðu að þeim smá brauð- bita. Náttúruskoðun í vetrarríkinu í Laugardalnum Morgunblaðið/Ómar Gæsir gleðja ungt auga HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi tæplega sjötugan þýskan karlmann, Dieter Samson, í fimm ára fangelsi fyrir innflutning fíkniefna. Hann flutti inn til landsins tæp 20 kg af kannabisefnum og 1,7 kg af amfetamíni. Efnin fundust í bifreið mannsins þegar hann kom til landsins með ferjunni Norrænu í september sl. Átti að fá fimm þúsund evrur fyrir ferðina Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn fór með Norrænu frá Danmörku. Þegar ferjan kom við í Færeyjum létu tollayfirvöld leita í henni með fíkniefnahundi og veitti hundurinn bíl mannsins sérstaka athygli. Voru tollayfirvöld á Íslandi látin vita. Maðurinn var handtekinn við komuna og ítarlega leitað í bílnum. Efnin voru m.a. falin á bak við klæðningu í farangursrými og í varahjólbarða. Maðurinn viðurkenndi að hafa flutt inn efnin en tók fram að það hefði ekki verið gert í ágóðaskyni heldur hafi hlutverk hans aðeins verið að aka bíln- um. Síðar sagðist hann ekki hafa vitað að efnin væru í bílnum. Við aðalmeðferð sagði hann rúss- neska kunningja sína búsetta í Þýskalandi hafa fengið hann til þess. Bíllinn hafi verið keyptur sér- staklega fyrir ferðina og átti að falla í hans skaut eftir ferðina. Auk þess, sagði hann, greiddu Rúss- arnir ferðakostnað og átti hann að fá fimm þúsund evrur fyrir ferðina. Dómurinn sagði framburð ákærða um að hafa ekki vitað um efnin fráleitan. Þjóðverji dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl  Sakaferillinn hófst 1965  Hefur samanlagt verið dæmdur til 45 ára refsivistar Í HNOTSKURN »Litið var til þess að maðurinn á aðbaki gríðarlegan afbrotaferil í Þýskalandi og ekki eru nema tvö ár liðin frá því hann tók út síðustu refsingu sína. »Maðurinn er með sakaferil frá árinu1965, þ.á m. tvo dóma fyrir mann- drápstilraun. »Samanlögð refsivist, sem maðurinnhefur verið dæmdur til, er rúm 45 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.