Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 40% afsláttur af öllum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið í Bæjarlind laugard. 10-16 Opið í Eddufelli laugard. 10-14 Enn er hægt að gera góð kaup á útsölunni www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Enn meiri verðlækkun á útsölunni ÚTSALA 30-70% afsláttur M bl .is M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Íslendingar treysta Mbl.is og Morgunblaðinu 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 64,0% 8,9% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 - www.friendtex.is Enn meiri verðlækkun ÚTSALA Opið mán.-fös. 11.00-18.00 og lau. 11.00-16.00 Mikið úrval af eldri fatnaði á kr. 1.000 Eftir Birnu G. Konráðsdóttur Vesturland | Veiðiréttareigendur og veiðileyfasalar lax- veiðiáa á Vesturlandi hafa verið nokkuð uggandi yfir því að sala veiðileyfa yrði dræm fyrir komandi sumar, vegna ástandsins í þjóðfélaginu, þrátt fyrir metár síð- asta sumar. Nú streyma hins vegar veiðileyfaumsóknir inn til Stangaveiðifélags Reykjavíkur og því má ætla að þær aðgerðir sem aðilar gripu til skili sér í meiri um- sóknarþunga en menn gerðu ráð fyrir. Á Vesturlandi eru margar af frægustu laxveiðiám landsins. Flestir þeir sem einhvern áhuga hafa á lax- veiði muna að aflatölur í sumar slógu víða öll fyrri met. Í þeim þrengingum sem gengið hafa yfir þjóðfélagið hafa bæði veiðiréttareigendur og veiðileyfasalar haft af því áhyggjur að ekki myndi ganga eins vel að selja veiðileyfi í laxveiðiárnar, sérstaklega þær dýrari eins og Norðurá, Þverá og Grímsá í Borgarfirði, Hítará og Langá á Mýrum svo einhverjar ár séu nefndar. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur er með veiðileyfasölu í margar ár á Vesturlandi. Þar er þegar hafin forsala á veiðileyf- um og umsóknirnar streyma inn. Páll Þór Ármann er framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir að sannarlega hafi menn haft af því áhyggj- ur að ekki myndi ganga vel að selja veiðileyfi sem séu eins og ferðalög, kannski eitthvað sem fólk sleppi þegar harðnar í ári. „Okkur hefur hins vegar tekist að hafa óbreytta krónutölu á verði veiðileyfa milli ára í góðri samvinnu við veiðiréttareigendur. Töldum við það afar mikilvægt fyrir komandi veiðisumar. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við söluskrá okkar og má segja að það veki hjá okkur væntingar um að þetta geti gengið þokkalega eftir allt saman. Nú er umsóknarferlið hjá okkur farið í gang og umsóknir félagsmanna farnar að streyma inn. En maður þarf að spyrja að leikslokum í þessu eins og í öðru.“ Erlendi markaðurinn líka breyttur Sala veiðileyfa á erlenda markaði hefur gengið ágæt- lega en aðspurður segir Páll Þór að sú sala gangi hæg- ar og taki sinn tíma. Hann bætir jafnframt við að að- stæður á erlendum mörkuðum séu talsvert erfiðar líka. „Fyrirspurnir erlendis frá hafa komið inn á borð til okkar en þar finnum við fyrir aukinni ásókn í ódýrari veiði og þá sérstaklega silungsveiði. Það er nokkuð sem ekki hefur verið áberandi áður,“ segir Páll Þór Ár- mann. Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum í Borgarfirði, formaður veiðifélags Norðurár, segir það gleðileg tíð- indi ef umsóknir um veiðileyfi streymi inn. „Ég fagna sannarlega þessum tíðindum og vona staðan verði á þann veginn að hægt verði að kaupa og selja veiðileyfi hér innanlands. Það er mikið skynsamlegra að kaupa veiðileyfi á Íslandi en erlendis, sérstaklega eins og staðan hefur verið. Það styrkir þjóðarbúið að versla hér heima,“ segir Sigurjón Valdimarsson. Umsóknir um leyfi streyma inn Bjartara útlit í veiðileyfasölu en talið var í haust Morgunblaðið/Birna Veiði Laxveiði var víða góð síðasta sumar. Þessir veiði- menn fóru kampakátir úr Gljúfurá í Borgarfirði þar sem þeir toppuðu árangur fyrri ára, í ánni. Í HNOTSKURN »Það er skynsamlegt að versla innanlands þeg-ar harðnar í ári, hvort sem um er að ræða veiðileyfi eða eitthvað annað. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ICELANDAIR og Iceland Express hafa dregið verulega úr framboði á sætum í vetur. Utanferðum Íslend- inga hefur fækkað mjög og má nán- ast segja að aðeins þeir sem eigi brýnt erindi til útlanda, s.s. vegna vinnu, náms eða í heimsóknir til ætt- ingja hafi leyft sér þann munað að kaupa utanlandsferð. Sala á utan- landsferðum er þó sögð vera að lifna við á nýjan leik. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að sæta- framboðið sé um 20-25% minna en síðasta vetur. Byrjað hafi verið að draga saman um mitt árið síðan enn frekar í kjölfar hruns bankanna. Hann gerir ráð fyrir að næsta sumar verði 10% minna sætaframboð en í fyrra. Íslendingar hafa verið um þriðj- ungur af farþegum Icelandair. Í vet- ur hefur hlutfall Íslendinganna hins vegar verið töluvert lægra og Guðjón gerir ráð fyrir að svo verði áfram. Á hinn bóginn er hann ágætlega bjart- sýnn á fjölda erlendra ferðamanna. Þá séu merki um að markaðurinn innanlands sé að lifna við. Bókanir ná sér á strik Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir að fyrirtækið hafi dregið úr sætaframboði um 30%. Mikil breyting hafi orðið á sam- setningu farþega og ætla megi að Ís- lendingum hafi fækkað um 40%. Ferðir í sumar hafi selst mun minna en í fyrra en Matthías segir að und- anfarnar tvær vikur hafi bókunum fjölgað mikið. Drógu úr framboði  Um 20-30% færri ferðir  Færri Íslendingar í vélunum                                        Árið 2008 byrjaði vel á Keflavík- urflugvelli og engin merki sáust um að kreppa, hvort sem var á Ís- landi eða á heimsvísu væri yfirvof- andi. Þvert á móti var útlit fyrir að nýtt met yrði slegið í fjölda far- þega sem áttu leið um völlinn. Farþegar í janúar (komu- og brottfararfarþegar) voru um 12.000 fleiri en í sama mánuði árið 2007 og um 20.000 fleiri fóru um flugvöllinn í janúar 2008 heldur en í janúar 2006. Það var líka nóg að gera í febrúar og mars og allt stefndi í metfjölda. Síðan tók held- ur betur að halla undan fæti og í október varð sannkallað hrun en þann mánuð fóru um 40.000 færri um Keflavíkurflugvöll en á sama tíma árið 2007. Samdrátturinn í nóvember og desember var sömu- leiðis verulegur. Þegar upp var staðið vantaði um 8.700 farþega upp á að heildar- farþegafjöldi árið 2008 yrði tvær milljónir. Þetta eru töluvert færri en fóru þar um árin 2006 og 2007 en nokkuð fleiri en fóru um völlinn árið 2005. Það var hins vegar langt frá því að metið frá 2007 væri slegið – og sjálfsagt verður þess langt að bíða enn. Engin merki sáust um yfirvofandi kreppu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.