Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 18

Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Átta áravaldatíðGeorge W. Bush er lokið. For- setinn fráfarandi skilur eftir sig rjúkandi rúst. Bandarískur efnahagur er í molum. Þegar hann tók við var afgangur á fjárlögum, nú er hallinn meiri en nokkru sinni áður. Röng stefna í peninga- málum hefur skilað fjár- málahruni, sem gætir um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Tvær milljónir starfa hafa guf- að upp í Bandaríkjunum á undanförnum fjórum mán- uðum. Húsnæðismarkaðurinn er hruninn og þjóðarfram- leiðslan skreppur saman. Bush gerði í valdatíð sinni atlögu að alþjóðlegu samstarfi. Afraksturinn í umhverfis- málum er enginn. Það má hrósa honum fyrir baráttu gegn al- næmi í Afríku, en þar þurfti hann að skjóta sig í fótinn með því að neita stofnunum um styrk, sem dreifðu eða hvöttu til notkunar getnaðarvarna. Bush stóð sig sennilega einna best í málefnum innflytjenda og þar setti þingheimur honum stólinn fyrir dyrnar. Arfleifð Bush í utanríkis- málum er skelfileg. Hryðju- verkin 11. september 2001 voru gríðarlegt áfall fyrir Banda- ríkjamenn og samúð heimsins var þeirra. Í franska dag- blaðinu Le Monde var því sleg- ið upp að nú væru allir í hjarta sínu Bandaríkjamenn og var þar vitnað til frægra orða Johns F. Kennedys Banda- ríkjaforseta eftir að Berlínar- múrinn var reistur. Í stað þess að nýta sér þá samstöðu, sem myndaðist um allan heim eftir hryðjuverkin, tókst Bush að skapa sér andúð í nánast öllum heimshornum. Bandaríkin hafa löngum haldið á lofti kyndli frelsis, jafnréttis og mannréttinda, þótt vissulega hafi þessara há- leitu hugsjóna ekki alltaf gætt í verki. Bush náði hins vegar botninum með atlögu sinni að mannréttindum. Hann lýsti velþóknun sinni á pyntingum fanga. Tók steininn úr þegar lögfræðingar stjórnar hans settust niður til að finna leiðir til að skilgreina pyntingar þannig að þær féllu ekki undir skuldbindingar alþjóðasátt- mála. Sömuleiðis hafa órök- studdar handtökur verið leyfð- ar og þess eru dæmi að mönnum hafi verið haldið svo árum skipti án dóms og laga. Fangelsið í Guantanamo á Kúbu er dapur vitnisburður um stjórnartíð forsetans. Hryðjuverkin 11. september voru notuð sem átylla til að ráðast inn í Írak. Fullyrðingar um að Írakar byggju yfir ger- eyðingarvopnum reyndust þvættingur. Nú segir Bush að þetta hafi verið mistök í öflun upplýsinga. Staðreyndin er sú að sannfæring Bush og liðs- manna hans um að Saddam Hussein ætti gereyðingarvopn var byggð á sandi og hæpnum vísbendingum var teflt fram sem órækum sönnunum. Bush sagði í liðinni viku að hann sæi enga ástæðu til að biðjast vægðar vegna þess, sem hefði gerst meðan hann var á vaktinni. Það er best að taka hann á orðinu. Átta ára valdatíð George Bush lokið }Rjúkandi rúst Rúnar Vil-hjálmsson, prófessor í heilsu- hagfræði við Há- skóla Íslands, seg- ir í Morgunblaðinu í gær að hætta sé á að rekstrar- og fjárhagssjónarmið beri fag- leg sjónarmið ofurliði í þeim breytingum, sem framundan séu í heilbrigðisþjónustunni. Rúnar hefur m.a. áhyggjur af aðgengi sjúklinga að þjón- ustu verði afleiðingin af sam- einingu stofnana sú að þjappa þjónustunni saman. Þá séu til- færslur á starfsfólki milli staða viðkvæmt mál, því að tengsl sjúklinga við tiltekna heil- brigðisstarfsmenn skipti miklu máli. Það er rétt hjá Rúnari Vil- hjálmssyni að huga þarf vel að afleiðingum þeirra breytinga, sem gerðar eru í opinberri þjónustu, jafnt í heilbrigð- iskerfinu sem annars staðar. Það þarf að tryggja að þeir, sem mest þurfa á aðstoð sam- borgaranna að halda, verði ekki illa úti þegar draga þarf saman seglin í rekstri vel- ferðarþjónust- unnar. Það er hægt að gagnrýna þann hraða, sem ein- kennt hefur breytingarnar í heilbrigðisþjónustunni; hætta er á að ákvarðanirnar verði ekki nægilega vandaðar. Hins vegar er ekki hægt að stilla upp faglegum sjónar- miðum og fjárhagssjónar- miðum sem andstæðum. Við þær aðstæður, sem við búum nú við, er ekki hægt að segja að eitthvert fyrirkomulag þjón- ustu sé faglega æskilegt og þess vegna megi alls ekki hrófla við því. Ef engir fjár- munir eru til, er heldur engin þjónusta. Það er meðal annars hlut- verk góðs fagfólks, í háskólum og í þjónustustofnunum hins opinbera, að koma með hug- myndir og tillögur um hvernig gera megi sem mest fyrir tak- markaða peninga. Hvernig má gera sem mest fyrir tak- markaða peninga? } Fagleg fjárhagssjónarmið F jölmiðlaumfjöllun um ástandið á Gaza-svæðinu og þá ekki síður skrif í bloggheimum hefur dregið fólk saman í hatrammar fylk- ingar út um allan heim. Menn halda ýmist með Palestínumönnum eða Ísr- aelsmönnum – oft með misgóðum rökum byggðum á fordómum og fáfræði. Þeir sem þekkja sögu stríðsátakanna nægilega vel til að finnast afdráttarlaus afstaða einföldun eru ásakaðir um heigulsskap og linkind. Í ljósi ástandsins horfði ég fyrir nokkrum dögum á palestínsku kvikmyndina Paradise Now sem árið 2005 var ein þeirra fimm er- lendu mynda sem tilnefndar voru til Ósk- arsverðlauna. Það skal tekið fram strax að ekki er tekin afdráttarlaus afstaða með Pal- estínumönnum í myndinni – hvorki reynt að hvítþvo öfgamenn né varpa ábyrgðinni á átökunum yfir á jafn illskilgreinanlegan sökudólg og heila þjóð eða trúar- samfélag. Þvert á móti er gerð tilraun til að afhjúpa hvernig langvarandi ástandið hefur áhrif á einstaklinga – á venjulegt fólk. Aðalsöguhetjurnar eru ungir menn sem sjá enga framtíð fyrir sér vegna ástandsins á Gaza- svæðinu. Einangrunin, atvinnuleysið og skortur á tæki- færum til að þroskast plagar þá að því marki að þeir reyna að svala réttlætiskennd sinni og stolti með því að samsama sig öfgahópi. Þegar kallið kemur um að fórna sér í sjálfsmorðsárás spyrja þeir einskis. Mótvægið við hugmyndafræði ungu mannanna eru tvær konur; móðir annars þeirra og síðan ung kona sem sá hinn sami er gera hosur sínar grænar fyrir. Rétt eins og ungu mennirnir hafa þær báðar misst mikið af völdum ofbeldisins; móðirin manninn sinn sem Palestínumenn tóku af lífi sem land- ráðamann fyrir samvinnu við Ísraela, unga konan föður sinn, sem lét lífið sem palestínsk frelsishetja. Konurnar hafna þó báðar ofbeld- inu ólíkt ungu mönnunum. Það er enginn tilviljun að körlum og konum er stillt upp með þessum hætti. Því þótt kon- ur hafi ætíð verið fórnarlömb stríðsátaka hafa þær í aldanna rás ekki verið þátttak- endur í þeim valdastrúktúr er etur þjóðum saman í stríð. Sá heimur hefur nánast án und- antekninga verið heimur karlmennskunnar, með fáum undantekningum þótt þeim fari reyndar fjölgandi í nafni jafnréttis. Sjálfsmorðstilraunin í upphafi myndarinnar fer út um þúfur. Það neyðir ungu mennina þá til að taka afstöðu á eigin forsendum, án hópeflisins; til að vega og meta rökin sem þeir og félagar þeirra hafa notað og misnotað. Ég ætla ekki að gefa upp niðurstöðu þeirra, að öðru leyti en því að uppgjörið er ógnvænlega trúverðugur vitn- isburður um það hvernig flest venjulegt fólk getur orðið að morðingjum. Eftir situr áhorfandinn í þeirri fullvissu að það er rangt að taka afstöðu með stríðandi öflum, hvort heldur þau heita Hamas eða Ísraelsher. Manni ber að taka af- stöðu með fólki – á móti stríði. Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Með fólki – á móti stríði Aðsókn í þjónustu háskólanema eykst FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is A ðsókn í fría þjónustu sem háskólanemar veita hefur aukist gríð- arlega á undanförnum mánuðum. Meðal þess sem býðst er lögfræðiaðstoð, bæði hjá laganemum í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, og einnig er hægt að sækja sér tannlækna- þjónustu hjá tannlæknadeild HÍ. Þar er aðeins greiddur efniskostnaður. „Það er alltaf góð aðsókn hjá okk- ur á haustmánuðum. En ef við mið- um við árið í fyrra, þennan mánuð og þann næsta þá hefur aðsóknin auk- ist,“ segir Hanna Daníelsdóttir, tanntæknir og deildarstjóri tann- læknaþjónustu tannlæknadeildar Háskóla Íslands. „Við erum vinsæl- ust í bænum núna.“ Hjá tannlæknaþjónustunni er boð- ið upp á skoðun á miðvikudögum. Á hverjum miðvikudegi eru 25-30 manns bókaðir. „Í fyrra var það þannig að fyrsti skoðunardagur var fullbókaður en svo bara ekki söguna meir fyrr en við auglýstum eftir fólki. Núna erum við bókuð langt fram í tímann og höfum engar áhyggjur af sjúklingaskorti.“ Bókað er í skoðun til 25. febrúar og er sá dagur að fyllast. Tannlæknanemar taka svo á móti 50-60 manns daglega. Örmagna á líkama og sál Það eru ekki aðeins tannlækn- ingar sem fólk sækist í þegar harðn- ar á dalnum. Félag laganema í HÍ, Orator, annar ekki eftirspurn eftir lögfræðiaðstoð. Símatími er starf- ræktur á fimmtudagskvöldum og hringja mun fleiri en komast að. Guðrún Edda Guðmundsdóttir, annar framkvæmdastjóra lögfræði- aðstoðarinnar, segir aðsókn alltaf hafa verið góða en í október keyrði um þverbak. Eftir símatíma einn í október sátu laganemar eftir ör- magna á líkama og sál, enda standa þeir oft í því að vera boðberar vá- legra tíðinda. Símatímarnir leggjast af í desem- ber – á meðan laganemar þreyta próf – og segir Guðrún Edda að jan- úar fari af stað með miklum hvelli. Hún á von á því að eftirspurnin haldi áfram að aukast. „Við sjáum það ber- sýnilega, t.d. af því að fólk hringir í stjórnarmenn Orators utan síma- tíma, bæði í farsíma og á skrifstof- una. Það spyr um aðstoðina, hvenær hún er og hvort viðkomandi geti ekki aðstoðað strax.“ Fyrirspurnirnar hafa einnig breyst mikið og snúast að mestum hluta um fjárhag heimilanna, gjald- þrot, fjárnám og réttindi á vinnu- markaði. Telja landflótta leysa málin Sömu sögu er að segja af lög- fræðiþjónustu laganema við HR. Hún er að upplagi fyrir innflytj- endur en mál þeirra hafa einnig ver- ið að breytast. „Venjulega hefur þetta mest allt snúið að dvalarleyfum og öðru tengdu. En nú er fólk meira að leita ráðlegginga af því að það getur ekki greitt skuldir sínar,“ seg- ir Elínborg Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri lögfræðiþjónust- unnar. Margir þeirra sem leita aðstoðar hafa misst vinnuna en eru enn að borga af íbúð eða bíl. „Margir þekkja ekki ferlið og átta sig ekki á því að ef viðkomandi verður gjaldþrota á Ís- landi þá eltir þrotið hann út. Fólk leysir ekkert með því að flýja land. Það er oft það sem innflytjendur eru ekki með á hreinu.“ Morgunblaðið/Kristinn Aðstoð Lagadeildir Háskóla Íslands, Orator, og Háskóla Reykjavíkur, Lög- rétta, bjóða upp á endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð fyrir almenning. REIKNA má með að fólk haldi al- mennt að sér höndum á næstu miss- erum, og leiti allra leiða til að lág- marka kostnað. Óvíst er hvaða afleiðingar það hefur fyrir hinar ýmsu stéttir, s.s. tannlækna og lög- menn. Í fyrsta fréttabréfi Tannlækna- félags Íslands skrifar Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður félags- ins, að nokkuð ljóst sé að töluverð- ur samdráttur verði meðal tann- lækna. „Það er nokkuð ljóst að á höfuðborgarsvæðinu vantar ekki fleiri tannlæknastofur og nokkrar stofur eru í litlum sem engum rekstri.“ Lögmenn sem rætt var við ótt- uðust ekki komandi tíð. Sögðu hættu á að mjög sérhæfðar stofur féllu en víðast hvar væri nóg að gera. Hjá þeim lögmannsstofum sem leitað var til var verkefnastaða svipuð og fyrir bankahrunið. HVAÐ VERÐUR? ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.