Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 19

Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 Gaman Ekki verður séð á Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, og Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur varaforseta að fyrir stuttu börðust þau um forsetaembættið. Ómar Vilhjálmur Þorsteinsson | 19. janúar Nýtt lýðveldi og hug- myndir Vilmundar Um daginn skrifaði ég um 25 ára gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um róttækar breytingar á stjórnkerfinu, sem eiga ekki síður við í dag en þá. Svo virðist sem margt af þessu sé að festa rætur í umræðu dags- ins og það er vel. Í þessu sambandi lang- ar mig að benda á góðan og tímabæran Krossgötuþátt á Rás 1 þar sem Hjálmar Sveinsson fjallar m.a. um Vilmund og hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna, og fræg 17 mínútna þingræða Vilmundar er endurflutt – alveg mögnuð. Jafnframt bendi ég á sérlega fína grein Jóns Kalmans Stefánssonar úr Fréttablaðinu 15. janúar sl., „Nýtt Ísland; nýtt lýðveldi“. Jón rekur orsakir vanda okkar réttilega til bresta í stjórnkerfinu og gallaðs lýðræðis. Nýtt lýðveldi hlýtur að læra af mistök- unum og verða reist á traustari stoðum en hið fyrra. Meira: vthorsteinsson.blog.is HÓLMFRÍÐUR Guðlaug er dóttir mín. Saga hennar hefur snortið marga. Allt sem hendir hana snertir mig. Sem móðir finn ég til sektar. Mér eru minn- isstæð orð sem móðir ritaði um son sinn sem svipti sig lífi, en hann hafði þurft að þola við- varandi einelti. Þar stóð: Ég bið þig að fyrirgefa mér allt sem ég gerði en hefði ekki átt að gera. Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera. Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja. Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja. Þessi minningar- grein hafði líka mikil áhrif á dóttur mína sem spurði: Mamma, gæti þetta komið fyrir mig? Hjartað í mér brast. Það er erfitt að eiga barn sem hef- ur verið lagt í einelti. Það hlýtur að vera jafn erfitt fyrir foreldra að horf- ast í augu við þá staðreynd að barnið þeirra leggur aðra í einelti. Öll ger- um við mistök í lífinu. Verstu mistök sem foreldri getur gert er að taka ekki á vandamálum sem börn þeirra lenda í. Samviskan nagar mig eins og hún hlýtur að naga alla foreldra sem eiga börn sem verða fyrir hræðilegri lífs- reynslu. Að velta sér upp úr því sem er búið og gert hefur engan tilgang. Ekkert getur breytt því sem hefur þegar átt sér stað. Mikilvægast er að líta fram á við og reyna að gera það sem er barninu fyrir bestu, vinna úr vandamálum líðandi stundar og læra af reynslunni. Sagt er að það sem bugar mann ekki veiti manni styrk. Börn sem verða fyrir einelti geta ekki bara gleymt því og haldið áfram eins og ekkert hafi gerst. Dóttir mín hefur verið að ganga í gegnum ferli sem er ekki ósvipað sorgarferli. Hún hefur verið að upplifa mikla reiði sem gýs upp þegar hún sér skólann eða þegar hún sér kvalara sína á förnum vegi. Af hverju þurfti hún að víkja úr sínum heimaskóla? Hún hafði ekki gert neitt af sér. Skólasamfélagið andar léttar. Þá er þetta vandamál úr sögunni. Þol- andinn farinn. En gerendur halda áfram að kvelja og pína þar til næsta fórnarlamb flýr af vettvangi. Er þetta lausnin á einelti? Er þetta það sem við viljum að viðgangist í skól- unum okkar? Skólakerfið hylmir yfir þetta, það má ekki tala um fórnar- lömb eineltis. Þau eru falin í kerfinu eins og óhreinu börnin hennar Evu í Edensgarði forðum. Við ættum að varast að nota orðið einelti of frjálslega. Stríðni, slagsmál og ósætti milli skólasystkina eru ekki alltaf einelti. Einelti er viðvarandi líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi. Að jafnaði eru þeir sem hrópa úlfur, úlf- ur í tíma og ótíma ekki þolendur ein- eltis. Við þurfum frekar að vera vak- andi yfir börnunum sem kvarta aldrei, sitja ein, forðast at- hygli, leika sér ein úti í frímínútum, þau sem af gömlum vana halda hendi fyrir höfði og bíða eftir því að árás- inni linni. Börnin sem gráta sig í svefn og vakna með höfuðverk og magapínu af kvíða. Það eru fórnarlömbin. Þau sem þola ítrek- aðar atlögur í þeirri trú að þetta sé á einhvern hátt þeim að kenna. Það var ég sem hvatti Hólmfríði til að skrifa um reynslu sína í þeirri von að það gæti hjálpað henni að vinna úr fortíðinni. Það var hún sem ákvað að setja þessa reynslusögu inn á blogg- síðu í þeirri von að hún kæmist í sam- band við aðra sem höfðu svipaða sögu að segja. Ég átti ekki von á þeim viðbrögðum sem hún fékk. Ekki leið vika þar til fjölmiðlar sýndu henni áhuga. Hún fór ekki í fjöl- miðlana, þeir komu til hennar. Frá- sögn hennar hefur vakið ótrúlega at- hygli bæði jákvæða og neikvæða og ég dáist að því hvað hún hefur tekið þessu öllu með stóískri ró. Mér finnst hún hafa fengið uppreisn æru og geti nú horft björtum augum fram á við, sterk og stolt, þessi frábæra mann- eskja sem hún er. Hún á það svo sannarlega skilið. Það má vel vera að bloggsíða sé ekki besti vettvangur fyrir umræðu um einelti en viðbrögðin við reynslu- sögu Hólmfríðar sýna hversu brýn þörfin er. Fjöldi athugasemda sýnir hversu útbreitt vandamál einelti er og hversu margir hafa orðið fyrir því. Varmárskóli er í þeirri óþægilegu stöðu að lenda í kastljósinu að þessu sinni en við megum ekki gleyma því að einelti getur átt sér stað í hvaða skóla sem er hvenær sem er. Vandi Varmárskóla er að taka þessu ekki sem persónulegri árás heldur sem áskorun að vinna með eineltismál af meiri fagmennsku og festu. Allir skólar ættu að taka þessari áskorun. Þolendur eineltis eiga ekki að sitja uppi með ábyrgðina. Gerendur ein- eltis verða að taka afleiðingum gjörða sinna. Foreldrar og fagfólk – stöndum saman. Tökum á einelti af festu og alúð. Sýnum það í orði og verki að einelti verður ekki liðið í skólunum okkar. Eftir Bergljótu Ingvadóttur » Þolendur eineltis eiga ekki að sitja uppi með ábyrgðina. Gerendur eineltis verða að taka afleiðingum gjörða sinna. Bergljót Ingvadóttir Höfundur er móðir barns sem hefur verið lagt í einelti. Hjartað í mér brast VANDINN sem ís- lenskt samfélag stendur nú frammi fyrir á ekki einungis rætur í falli og þjóðnýtingu viðskipta- bankanna. Því fer raun- ar víðs fjarri. Yfir okkur reið ekki einungis bankakreppa, heldur mun stærri og alvarlegri gjaldeyriskreppa. Verðbólgan, sem hækkar nú höfuðstól lána heimila og fyrirtækja og rýrir stórlega kjör allra landsmanna, er til komin vegna gengisfalls krón- unnar. Það var byrjað alllöngu áð- ur en bankarnir féllu, en með þeim atburði hvarf sú takmarkaða tiltrú sem krónan hafði notið á alþjóð- legum mörkuðum. Stórhækkuð greiðslubyrði af er- lendum lánum heimila og fyrir- tækja, sem þau tóku til fjármagna húsnæðiskaup og aðrar fjárfest- ingar, er einungis til komin vegna gengisfalls krónunnar. Stýrivextirnir og þar með aðrir vextir í landinu, sem nú sliga heimili og atvinnulíf, þjóna þeim tilgangi einum að halda uppi gengi krónunnar sem annars gæti fallið frekar. Þetta var reyndin strax snemma á síðasta ári, löngu áður en bankakreppan reið yfir. Háir stýrivextir reyndust hins vegar ekki nógu sterkt tæki, hvorki þá né nú, og því var nauðsynlegt að grípa til gjaldeyrishafta með vel kunnum afleiðingum. Veikur gjaldmiðill er því ein stærsta og alvarlegasta orsök vandans sem blasir nú við. Leiðir til lausnar Íslenskir jafnaðarmenn – Sam- fylkingin – hafa árum saman talað háum rómi um hætturnar sem fylgja krónunni. Andstæðingar okkar kölluðu þetta að „tala krón- una niður“ og ýmislegt annað mið- ur fallegt. Þó var einungis verið að lýsa staðreyndum sem augljósar voru hverjum þeim sem vildi sjá. Strax á fyrsta ári mínu sem við- skiptaráðherra, um áramótin 2007- 2008, kvaddi ég til nokkra af okkar færustu sérfræðingum innlendum sem erlendum til að kortleggja frá ýmsum sjónarhornum kosti og galla, hættur og tækifæri, sem fylgja því að reka minnsta gjald- miðil á Vesturlöndum. Kortleggja kosti okkar í gjaldmiðilsmálum til framtíðar og hvað sjálfkrafa evr- uvæðing þýðir fyrir þjóðlífið. Þessu verki var um það bil að ljúka þegar bankakreppan reið yfir, fyrstu nið- urstöður voru kynnt- ar í september á málþingi í Þjóð- menningarhúsinu og verða gefnar út í lokagerð á næstunni. Niðurstöðurnar eru sláandi og staðfesta að það er brýnasta hagsmunamál al- mennings og at- vinnulífs til lengri og skemmri tíma að taka hér upp stöðugan gjaldmiðil. Ein merkasta pólitíska nið- urstaða síðustu missera er að flestir eru komnir á þessa skoðun. Þeir eru vandfundnir sem mæla fyrir því í alvöru að haldið verði í íslensku krónuna með áframhald- andi gengissveiflum og ómældum kostnaði fyrir landsmenn. En tillögur til úrbóta hafa á stundum verið sérkennilegar. Að mati jafnaðarmanna er aðeins ein leið skynsamleg: Innganga í Evr- ópusambandið, aðlögun að mynt- kerfi þess og upptaka evru, með þeim efnahagslega stöðugleika sem því fylgir. Þetta er þó engin nauðungarleið, heldur kærkomið framhald á því samstarfi sem Ís- lendingar hafa átt við nágranna- þjóðir sínar. Sérstaklega í því ljósi hve dýrkeypt það reyndist okkur að standa utan fullrar Evrópusam- bandsaðildar eftir að erlend útrás bankanna hófst í kjölfar einkavæð- ingar þeirra. Þeir sem eru andvígir ESB- aðild – og bera m.a. fyrir sig rök um framsal fullveldis – vilja taka upp bara einhvern gjaldmiðil ein- hliða (evru, dollar, norska krónu, svissneskan franka), sem er þó vísasta leiðin til að afsala sér full- veldinu að þessu leyti. Slík aðgerð kippir ennfremur fótunum undan því sem eftir er af bankakerfinu, því með einhliða upptöku hefðu ís- lensku bankarnir ekki stuðning af neinum seðlabanka sem lánveit- anda til þrautavara, ekki einu sinni hinum íslenska. Sögulegur landsfundur Sterk teikn eru á lofti um að ábyrgir menn í öllum flokkum geri sér grein fyrir þessari stöðu og til hvaða aðgerða þarf að grípa. Um það vitna umræður í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um aðra helgi og eru um margt sögulegar. Það eru mikil tíðindi þegar flest- ir helstu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins eru nú – eftir langa fimmtán ára þögn – viljugir að ljá máls á aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Þetta eru sterkar raddir og ná dýpra en margan grunar. Að vísu eru úrtöluraddirnar þarna enn – og enduróma í hluta vinstri grænna. Þær bera fyrir sig afsal fullveldis, þegar fullveldi Ís- lands í réttum skilningi myndi ein- mitt styrkjast og dýpka við aðild að ESB. Úrtölumenn vita að eng- inn stjórnmálaflokkur mun standa að samningi sem felur í sér var- anlegt afsal náttúruauðlinda, en þeir virðast hafa tapað samninga- viðræðunum áður en þær hefjast. Hinar gömlu raddir ættu líka að vita að með aðild má styrkja stöðu landbúnaðarins og hinna dreifðu byggða, eins og reynslan sýnir. Sú staðreynd, að aðildarsinnar innan Sjálfstæðisflokksins eyða ekki mörgum orðum í rökræður um þetta, bendir til þess að þeim þyki þessi mál að mestu útrædd, rökin liggi fyrir og kominn sé tími til að stíga næstu skref. Fyrir suma gerði gjaldeyriskreppan út- slagið – aðrir hafa fyrir löngu gert þetta upp við sig. Tíminn er núna Jafnaðarmenn hafa alls staðar í Evrópu verið í fararbroddi um efnahagslegar umbætur og aukið Evrópusamstarf. Við fögnum sér- hverjum þeim sem reiðubúinn er að ræða og taka þátt í alvöru- lausnum til frambúðar. Þær eru löngu tímabærar og hafa aldrei verið tímabærari en einmitt nú þegar afleiðingar fyrirhyggjuleys- isins dynja á íslenskum fjöl- skyldum og atvinnulífi af meiri al- vöru en nokkru sinni. Því er umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu órjúfanlegur þáttur að endurreisn og uppbyggingu ís- lensks efnahagslífs og lykilatriði til þess að Íslendingar nái vopnum sínum aftur. Eftir Björgvin G. Sigurðsson » Það eru mikil tíðindi þegar flestir helstu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins eru nú – eftir langa fimmtán ára þögn – viljugir að ljá máls á aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er viðskiptaráðherra. Krónan, evran og kostir Íslands BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.