Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 ✝ Sigurveig fæddistí Naustahvammi Norðfirði 14. febrúar 1933. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 13. janúar síðastliðinn.For- eldrar hennar voru Þorleifur Ásmunds- son útvegsbóndi, f. 11.8. 1889 á Karls- stöðum Vöðlavík, d. 10.10. 1956, og María Jóna Aradóttir hús- freyja, f. 4.5. 1895 í Naustahvammi, d. 15.12. 1973. Sigurveig var 13. í röðinni af 14 systkinum. Þau eru: Aðalheiður Þóra, f. 18.10. 1912, d. 12.7. 2006. Ari Ásmundur, f. 3.11. 1913, d. 24.1. 2005; Guðni, f. 3.10. 1914, d. 10.10. 2002; Stefán Guðmundur, f. 18.8. 1916; Ingvar, f. 8.10. 1917, d. 24.2.1963; Gyða Fanney, f. 20.7. 1919; Ingibjörg Lukka, f. 8.8. 1921; Lilja Sum- arrós, f. 30.10. 1923; Guðbjörg, f. 1.12. 1924; Ásta Kristín, f. 7.10. 1926; Friðjón, f. 13.8. 1928, d. 26.1. 2004; Guð- rún María, f. 27.10. 1930; Vilhjálmur Norð- fjörð, f. 18.1. 1936. Sigurveig giftist hinn 31.12. 1955 Óla Þór Hjaltasyni, d. 6.2. 1996. Foreldrar hans voru Hjalti Jónsson og Ingi- björg Eyþórsdóttir. Börn Sig- urveigar og Óla Þórs eru: 1) Hjalti Örn Ólason, f. 4.8. 1956, maki Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, f. 6.6. 1957. Börn Hjalta og Ólafar eru: A) Þóra Sigrún Hjaltadóttir, f. 12.2. 1977 , maki Árni Rúnar, f. 21.4. 1979. Börn Þóru og Árna eru: a) Hjalti Örn, f. 2.8. 2001; b) Arna Rún, f. 1.2. 2003. B) Hólmfríður María Hjalta- dóttir, f. 8.12. 1978. Barn Hólm- fríðar: a) Ólöf Björg, f. 18.8. 1999. C) Óli Þór, f. 5.5. 1984. 2) Ólafur Ey- þór Ólason, f. 20.4. 1960, maki Jó- hanna Reynisdóttir, f. 26.1. 1958. Barn Ólafs og Jóhönnu: A) Eyþór, f. 8.7. 1997. 3) Ingibjörg Óladóttir, f. 24.5.1963, maki Steingrímur Pét- ursson, f. 28.10. 1959. Börn Ingi- bjargar og Steingríms eru: A) Sveinn Þór, f. 1.12. 1984, sambýlis- kona Telma Ýr, f. 6.10. 1986. Barn þeirra: a) Kara Mjöll, f. 20.8. 2008. B) Stella, f. 8.12. 1989. C) Hulda Sif, f. 19.7. 1995. Útför Sigurveigar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Elsku mamma, nú ertu komin til himna að hitta pabba, foreldra þína og fimm systkini og afana og ömm- urnar. Trú þín á Guð almáttugan var alltaf mikil enda alin upp í miklum kærleik. Það var grunnurinn sem þú byggðir uppeldi barna þinna á. Heilsan var að stríða þér á stund- um en þrjóskan efldi þig og barátta þín við krabbamein í þrettán ár ein- kenndist af viljanum til að lifa því það eitt skipti máli, þú kveiðst dauð- anum ekki. Eftir á að hyggja þá var hún við þessu búin og hélt okkur veislu 11. janúar. Ég kom til hennar að kvöldi 8. jan- úar að athuga með hana, en hún hafði verið slöpp daginn áður. Nú var hún hin hressasta, búin að vera á fullu allan daginn að þrífa íbúðina og taka niður jólaskraut og undirbúa veisluna. Meira að segja fór hún upp á vaskinn í eldhúsinu að setja upp nýjar gardínur og bauðst ég til að gera þetta en hún hélt nú að hún gæti þetta sjálf enda aðeins að verða 76 ára. Svo kom sunnudagurinn og allir mættu til veislu og á borðum var kaffi, heitt súkkulaði, öl og kökur, pönnukökur og vöfflur. Spilum og kvörnum var komið fyrir á borðinu og spilað púkk(stopp) eins og hefur verið gert í hennar fjölskyldu óslitið síðan á nítjándu öld á jólahátíðinni og þarna spilar fólk frá 10 ára aldri og uppúr. Það var glatt á hjalla og mamma var afar ánægð með daginn. Þetta var svo sannarlega góð kveðjuveisla. Mamma er fædd og uppalin í Naustahvammi á Norðfirði hjá kær- leiksríkum foreldrum. Hún var 13. í systkinaröðinni og það var hennar happatala og himnavistin hófst hinn 13. janúar. Mamma hafði alla tíð mjög mikið samband við systkini sín og kærleikur mikill þar á milli. Í æsku var hún hjá Gyðu systur sinni og Jóni manni hennar á sumrin frá níu til sextán ára aldurs við að hjálpa til við barnahópinn þeirra, einnig var hún hjá Ara bróður sínum og Guð- nýju konu hans, sem kenndi henni að lesa og gera sína fyrstu handavinnu. Þetta tímabil gerðist að mestu í Hellisfirði og mótaði hana mikið því hún var mikið úti í náttúrunni að leik í umhverfi steina, fjalla, lækja, fossa og blóma og hlustaði á álfasögur. Þarna held ég að listakonan og um- hverfissinninn Lilla hafi mótast. Mikill samgangur hefur alltaf ver- ið milli systkinanna mömmu, Guð- rúnar, Villa og Friðjóns heitins en þau hafa búið í Keflavík. Vilhjálmur hefur reynst systur sinni einstaklega vel alla tíð og snúist með hana út og austur. Mamma var afar ánægð með ferð þeirra á æskuslóðir á Norðfjörð í haust. Listakonan Lilla var hún mamma síðustu ár sín og átti hún af- ar fallegt heimili á Suðurgötu 15 í Keflavík. Hún hefur unnið leður, gler, fatasnið og saum, ort ljóð, en mest hefur hún málað og myndlistin birst helst í kærleika eins og Drott- inn blessi heimilið myndum og svo myndum sem eiga sér uppruna í huga barns í Hellisfirði, myndum af fjöllum, lækjum, fossum, gróðri, blómum, steinum og álfum sem í þeim búa. Mamma hefur haldið nokkrar myndlistarsýningar og hennar kveðjusýning verður í erfis- drykkjunni. Ég þakka þér mamma fyrir allt sem varst mér og verður og Guð blessi þig. Hjalti Örn. Sigurveig Þorleifsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- urveig Þorleifsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Karlsstöðum, búsett í Boðahlein 22, andaðist föstudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Sigurður Þorleifsson, Stefanía Mekkín Sigurðardóttir, Sveinn Elísson, Sigríður Arnleif Sigurðardóttir, Kári Húnfjörð Bessason, Sólveig Þórhildur Sigurðardóttir, Sigrún Guðleif Sigurðardóttir, Ólafur Ásgeirsson, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Jóna Kristín Sigurðardóttir, Þór Jónsson og ömmubörnin. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓNSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, sunnudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju, föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Stefanía G. Guðnadóttir, Herbert Hjálmarsson, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, Svanhvít J. Jónsdóttir, Elva Hjálmarsdóttir, Þráinn Hjálmarsson, Málfríður Vilbergsdóttir, Stefán Ragnar Hjálmarsson, Hansína Ásta Jóhannsdóttir, Guðný Hjálmarsdóttir, Ellert Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra HALLA SIGURÐARDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 15. janúar. Útför hennar fer fram frá Safnaðarheimili Norðfjarðar fimmtudaginn 22. janúar kl. 14.00. Vandamenn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GEORGSDÓTTIR, Bauganesi 27, Skerjafirði, lést á Landspítala, Landakoti laugardaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.00. Gunnar Már Pétursson, Lára Gunnarsdóttir, Ólafur Kristófer Ólafsson, Kjartan Georg Gunnarsson, Ólína Ágústa Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Aldís Bára Einarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Dóra Eydís Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Eyjólfur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Eyrarkoti, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00. Gestur Ó. Karlsson, Áshildur Emilsdóttir, Sigurjón Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gróa Karlsdóttir, Lárus E. Eiríksson, Andrés Karlsson, Mínerva Jónsdóttir, Sólveig Karlsdóttir Lynge, Henrik Lynge, Ævar Karlsson, Inga Dís Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, KRISTÍN BERNHÖFT PÉTURSSON, Droplaugarstöðum, áður Efstaleiti 12, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 17. janúar. Fyrir hönd fjölskyldna okkar og annarra vanda- manna, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Pétur Gunnlaugsson, Ólafur Gunnlaugsson. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, LÁRUS ELLERT KRISTMUNDSSON bóndi, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 18. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gísli Scheving, Eggert Kristmundsson, Elín Kristmundsdóttir, Anna Scheving, Hallgrímur Kristmundsson, Skarphéðinn Scheving Einarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, HILDUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, er látin. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólöf Lilja Stefánsdóttir, Sævar Gunnarsson, Sigþrúður B. Stefánsdóttir, Óskar Baldursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Höll Haukadal, Dalbraut 20, lést þriðjudaginn 13. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00. Magnús Þ. Jónsson, Hákon H. Jónsson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.