Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 43. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGTLÍF ERFIÐUR OG ÞUNGUR EF HANN SYNGUR EKKI ÚRSLIT RÁÐAST Í KVÖLD Hitað upp fyrir Evróvisjón „Þau sýna þá sjálfsögðu kurteisi að mæta í sparifötunum í útför þjóð- arinnar,“ segir Guðni Elísson í pistli um ummæli forsetahjónanna í fjölmiðlum í vikunni. LESBÓK Ástir samlyndra hjóna W.G. Collingwood virðist forvitur árið 1897, er hann segir í bréfi til konu sinnar að Íslendingar beri hvorki skyn á efnahagsleg sannindi né stjórnmálalegt raunsæi. Grautarhausa- háttur landans „Öll ósvikin list snýst um þreif- ingar, klíp og kitl,“ segir Hannes Lárusson í grein sinni um Þor- björgu Pálsdóttur myndhöggvara sem varð níræð á dögunum. Augnblik innra augans Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is KATRÍN Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og vara- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tel- ur að áhugi sé fyrir því bæði hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir næstu kosningar. „Hér hefur einn flokkur verið ráð- andi í átján ár og öllum þjóðfélögum er hollt að taka breytingum. Þessi ríkisstjórn hefur góðar hugmyndir um hvernig má endurreisa samfélagið og vill vinna áfram að því,“ segir Katrín. Spurð hvort hún telji að stjórnarsamstarf Samfylk- ingar og VG geti þokað Evrópumálum eitthvað áleiðis segir Katrín: „Vinstri græn eru sá stjórnmálaflokkur sem hef- ur verið harðasti andstæðingur Evrópu- sambandsaðildar meðan Samfylkingin styður eindregið aðild. Þarna þurfa flokkarnir að ná sameiginlegri lendingu ef samstarf þeirra heldur áfram eftir kosningar.“ Að mati Katrínar felst helsti gallinn á aðild í því að minni þjóðir séu á jaðrinum en stóru þjóðirnar hafi mest áhrif. Áhugi á lengra samstarfi Varaformaður Vinstri grænna segir stjórnarflokkana þurfa að ná sameiginlegri lendingu í Evrópumálum ef samstarf þeirra heldur áfram eftir kosningar Katrín Jakobsdóttir Í HNOTSKURN »Núverandi mennta-málaráðherra vill að tón- listarhúsið við Reykjavík- urhöfn verði klárað fljótt. »Hún er andvíg því að al-mennt séu tekin upp skóla- gjöld á háskólastigi.  Aldrei draumur að fara í pólitík | 22 HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setti í gærkvöldi áttundu Vetr- arhátíðina í Reykjavík, en hátíðin verður haldin um helgina samhliða Safnanótt. Ábúðarmikill vaktari fylgdist með því sem fram fór til að tryggja að allt færi fram með ró og spekt. Vaktarinn var meðal þeirra sem aðstoðuðu við að færa Grjótaþorpið aftur til 19. aldar og leyfa þannig borg- arbúum að upplifa stemningu fyrri alda. Vetrarhátíð í Reykjavík sett í blíðskaparveðri Morgunblaðið/Árni Sæberg  Smærri fjármálafyrirtæki sem eiga stórar kröfur á Baug Group munu hugsanlega krefjast þess að kaupsamningi um sölu Haga frá Baugi til Gaums verði rift svo að Baugur geti efnt skuldbindingar sínar gagnvart félögunum, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Riftun kaupsamningsins er hins vegar háð mikilli réttaróvissu. Stjórnendur smærri fjármálafyr- irtækja sem eiga kröfur á Baug eru mjög áhyggjufullir yfir því að ekk- ert fáist greitt upp í kröfurnar. thorbjorn@mbl.is »16 Sölu Haga hugsanlega rift  Reynsluleysi og áhættusækni hrjáði bankana. Flestir stjórn- endanna sem höfðu reynslu af viðskiptabönkum viku fyrir vel menntuðum en reynslulitlum, ungum karl- mönnum. Þetta segir Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja. gag@mbl.is »12 Ungir og menntaðir en án reynslu réðu í bönkum Friðbert Traustason  Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins í málefnum símafyrirtækisins Tals einkennast af óvenjulegri stjórn- sýslu að mati Árna Péturs Jóns- sonar, forstjóra Teymis hf. Kemur þetta fram í grein Árna Péturs sem birt er í blaðinu í dag. Varpar hann þar m.a. fram þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að fyrr- verandi framkvæmdastjóri Símans, sem nú sé starfsmaður Samkeppnis- eftirlitsins, stýri húsleit hjá Teymi, sem á 51% hlut í Tali. Þá hafi Sam- keppniseftirlitið óskað þess að fund- ir sem með því voru haldnir, við upp- haf sameiningarviðræðna IP fjarskipta og Ódýra símafélagsins, væru óskráðir fundir sem aldrei hefðu verið haldnir. »30 Leynifundir með Samkeppniseftirlitinu „ELDURINN kom upp á salerni í kjallaranum. Starfsfólkið brást hetjulega við, réðst gegn eldinum og braut sér leið að manni sem staddur var í rýminu þegar eldurinn kom upp og var í þann veginn að drösla hon- um út þegar slökkviliðið kom á stað- inn,“ segir Eiríkur Beck, öryggis- stjóri Hótel Loftleiða, um eld sem upp kom á hótelinu um kvöldmatar- leytið í gær. Maðurinn sem um ræðir fékk snert af reykeitrun og var flutt- ur á slysadeild til aðhlynningar. Að sögn Eiríks brást starfsfólk hótels- ins hárrétt við og tókst því að rýma hótelið á örfáum mínútum. Alls voru um 350 hótelgestir á hótelinu, 200 manns í ráðstefnusal og um 100 veislugestir í hliðarsal. Eiríkur þakkar reglubundnum brunaæfing- um og þjálfun það hversu fumlaus viðbrögð starfsmanna voru. Skv. upplýsingum frá lögreglu var ekki vitað um eldsupptök, en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Aðeins urðu minniháttar skemmdir og var búið að reykræsta hótelið seint í gærkvöldi. Starfsfólk kom manni til bjargar í bruna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.