Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 sé liðin frá útskrift. Við höfum hist nokkuð reglulega og Bjarni tók oft þátt í þeim samkomum, brosti í kampinn og kom með sínar dæmi- gerðu athugasemdir. En þegar við hittumst síðastliðið vor var hann kominn í nauðvörn í baráttunni við krabbameinið og gat ekki verið með okkur. Við minnumst hans sem góðs félaga, þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum samúð. Laugamenn 1962, Höskuldur Þráinsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. … (Vald. Briem) Kæri vinur og tengdafaðir, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, bíltúrana, veiðiferðirnar og öll ferðalögin okk- ar. Þú hafðir mikil áhrif á mig og opnaðir augu mín fyrir fegurð sveit- arinnar og öllum þeim góðu gildum sem hún stendur fyrir. Þú varst góður faðir og það sé ég í augum dóttur þinnar sem þú gafst mér einn fagran sumardag. Ég mun ætíð passa hana fyrir þig og sveitina þína alla. Þú varst góður bóndi og mikill vinur og það sést á sveitungum þín- um og vinum. Ég samdi handa þér ljóð um þig og sveitina þína sem var þér svo kær. Í huga mínum hef ég ávallt verið glaður gengið um sveitina mína stoltur maður. Þig hef ég þekkt svo vel og lengi steina þína, þúfur, gras og engi. Þú gafst mér fegurð fjalla þinna vötnin, eyrar og blómstraðar kinnar. Minningar um sólríka sumardaga hvanngræn tún í heimahaga. Lítill drengur lá ég í faðmi þínum lék þar að legg og skeljum mínum. Hér fann ég ástina mína og yndi við lifðum öll í sátt og samlyndi. Ég kveð þig nú kæra vina takk fyrir mig og alla samfylgdina. Ég mun ávallt minnast þín undurkæra Blönduhlíðin mín. (Kjartan Stefánsson) Elsku tengdamóðir mín, börn, ættingjar og vinir, ég votta ykkur samúð mína. Kjartan Stefánsson. Elsku Bjarni vinur okkar og ná- granni, við kveðjum þig hinstu kveðju og þökkum fyrir allar stund- irnar og hjálpina í gegnum árin. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Bryndís! Hugur okkar er með þér og fjölskyldunni á þessari stund. Guð blessi ykkur öll. Halldór, Kolbrún, Gréta María, Sylvía Sif og Halldóra Árný, Úlfsstöðum. Bjarni á Sunnuhvoli er látinn eft- ir langvinn veikindi sem að lokum höfðu yfirhöndina. Þegar veikindin voru fyrst greind þá tók Bjarni á málunum af sama æðruleysi og yf- irvegun og hann tók yfirleitt á öllum hlutum sem upp komu á hans lífs- ferli. Hann skoðaði stöðuna sem hann var í, mat aðstæður út frá sínu sjónarhorni og gekk síðan að verki og hóf baráttuna við sjúkdóminn. Þegar ég læt hugann reika aftur til allra þeirra stunda sem við áttum saman yfir sumartímann á Sunnu- hvoli þá skín alltaf í gegn rólyndi Bjarna og yfirvegun til allra verka. Sem strákur var ég oft hálfhræddur þegar fuglar flugu skyndilega upp við fætur mér og dauðbrá við þær aðstæður. Bjarni var hins vegar óþreytandi við að finna fuglshreiður og huga að eggjum og ungum. Við vorum eitt sinn staddir með hestinn Vind niður á neðsta túninu sem var þá fyrir neðan veg og Bjarni hafði veður af hreiðri í skurðbakkanum við túnið. Ég reyndi að halda mig til hlés og stóð á bakkanum til að fylgj- ast með í hæfilegri fjarlægð að mér fannst. Að sjálfsögðu flaug fuglinn úr hreiðrinu með miklum tilþrifum þegar Bjarni nálgaðist og það næsta sem ég vissi var að ég lá ofan í skurðinum á kafi í drullu. Þetta var nú ekkert stórmál hjá Bjarna, sallarólegur og brosandi setti hann mig upp á hestinn og teymdi undir mér heim að bæ þar sem amma gamla tók á móti mér af þeirri alúð sem hún var þekkt fyrir. Einhverju sinni þótti mér Bjarni ekki taka eins mikið tillit til veð- urfréttanna og afi gamli og hann var alls ekki jafn upptendraður yfir veðurfréttatímanum og mér fannst eðlilegt. Ég færði þetta í mál við Bjarna og þá fékk ég þá einföldu skýringu að honum hefði reynst ágætlega að líta til veðurs og ákveða heyskaparaðgerðir í fram- haldi af því. Ekki held ég að honum hafi farið heyskapurinn neitt verr úr hendi en öðrum í sveitinni. Þegar ég hugsa til baka þá er náttúrlega langmikilvægast að allir gangi að sínum verkum með sinni sannfær- ingu á því hvernig best er að gera þau en fari ekki endilega eftir þeim straumum og stefnum sem uppi eru hverju sinni og það hentaði Bjarna mjög vel. Bryndís var Bjarna samferða í líf- inu og þau bjuggu á Sunnuhvoli alla tíð og áttu líka þennan myndarlega barnahóp sem núna er uppkominn. Öll hafa þau erft eitthvað af stað- festu föður síns og aflað sér æðri menntunar á hinum ýmsu sviðum. Einhverju sinni varð Bjarna að orði við mig að það væri magnað hvað hefði orðið úr krökkunum sínum – og einhvern veginn fannst mér hann vera að gefa í skyn að hann ætti ekki sinn þátt í því. Staðreyndin er augljós í mínum huga – ávöxtur verður ekki afbragðs góður nema vel sé um hann hugsað og þar held ég að Bjarni og Bryndís hafi staðið sig vel í sínum hlutverkum. Samúðaróskir til Bryndísar, Pét- urs, Sigrúnar, Friðriks, Unu og Ragnheiðar og ykkar fjölskyldna. Takk fyrir samferðina Bjarni og megi minningin um staðfastan og góðan dreng lifa sem lengst hjá okkur sem eftir stöndum. Sturla Þengilsson. Það var sunnudagur og bjart út að líta þegar við Bjarni kvöddumst. Bæði vissum við að við sæjumst ekki framar. Við minntumst góðra kynna og samstarfs í yfir tvo ára- tugi. Bjarni var meðhjálpari við Miklabæjarkirkju, snyrtimenni, ná- kvæmur og útsjónarsamur; hundr- aðprósent maður, þar sem í öðru því sem hann tók að sér. Ekki man ég hvort það var sunnudagur þegar við hittumst fyrst en bjart var út að líta, það var sumarkvöld og sólin baðaði Mælifellið og vötnin ævintýraljóma. Bjarni var kominn til að ræða hey- skap sumarsins á Miklabæ. Þá um sumarið kynntumst við fjölskyld- unni, börnin komu með til að hjálpa, sum hver ung, en dugnaður og starfsgleði leyndu sér ekki. Bjarni var góður meðhjálpari og gerði allt samkvæmt góðri hefð, en þó fremur eins og hans eigin dóm- greind og smekkur buðu. Eftir fyrstu hringingu, sem venjulega var með fyrra fallinu, því Bjarni var mjög stundvís, spurði hann, eftir aðra hringingu þegar leið að messu- tíma: „Á ég að hringja“ og dró seim- inn. Um síðir skildi ég að honum fannst mesti óþarfi að hringja svo oft. Honum þótti ekki skynsamlegt og byrja messuna með ani, þeytast út og inn og vera mættur upp að alt- ari til að lesa meðhjálparabænina, enda fór það svo að þriðja hringing var einungis ef tími og veður leyfðu. Bænina las Bjarni á sinn sérstaka hátt eins og um persónulegt samtal við Guð væri að ræða. Það var ekki alltaf einfalt að komast að því hvað hann átti við eða að eiga við hann samræður. Símtöl, þegar hann hringdi, hóf- ust yfirleitt með þögn, virðulegri þögn áður en komið var að málefn- inu. Þegar hann var kominn á skrið með frásögn þýddi lítið að trufla hann með spurningum, og var eins og hann heyrði ekki. En þegar hann hafði lokið því sem hann ætlaði sér kom að svari. Öllu var til haga hald- ið. Þau Bryndís hafa haldið þeim sið að líta í heimsókn þótt erindi sé ekki. Þau voru þægilegir gestir, bæði minnug á menn og liðna at- burði, bæði hugsandi og brugðu oft fyrir okkur nýju ljósi á málefni. Oft ræddum við um bækur, en Bryndís er bókavörður í Lestrarfélagi Miklabæjarsóknar. Bjarni dó alltof snemma. Sveitin verður ekki eins án hans. Nú verður hann ekki lengur í Silfrastaðarétt, með kósakkahúfu eða útsaumaða kollhúfu til að lífga upp á daginn. Hann unni lífinu og vildi ekki skilja við það strax. En frá því að hann veiktist fyrst hefur hann fengið mörg mjög góð ár, sem hann kannski mat meira, af því að hann grunaði að þeim færi fækkandi. Hann átti eftir að gera svo margt. En hann var líka búinn að gera svo margt og njóta lífsins. Hann var umhyggjusamur eiginmaður. Börn- in bera vott um gáfur og gott lund- arfar, sem þau hafa þegið í arf. Þau hafa eignast góða maka og af barna- börnunum var Bjarni framúrskar- andi stoltur. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ (I. Kor. 15,57.) Dalla Þórðardóttir, Miklabæ. Mánaskin, stjörnubjört frost- kyrra, norðurljós blika yfir Blöndu- hlíðarfjöllum. Bjarni, sveitungi minn, kvaddi á slíku kvöldi. Kynni við Bjarna voru alltaf góð, stutt í kímni og bros, þótt alvara virtist á yfirborði. Bjarni sagði einu sinni við mig: „Mig langaði alltaf að búa við sjó en svo gleymdi ég bara að flytja að heiman“ og svo hló hann þessum hvella og smitandi hlátri, sem fékk mann til að muna hvað lífið getur verið undur skemmtilegt. Bjarni bjó á föðurleifð sinni, litlu en snyrtilegu búi. Hann bjó að sínu og komst vel af og öll hans góðu börn sóttu sér ágætis menntun. Bjarni var nægjusamur, veiddi fugl og fisk og stundum kom hann með nýveiddan silung í poka og gaf okk- ur í matinn. Vissi að fiskur gladdi okkur í mínu húsi. Hann hafði gam- an af að ferðast, minnugur á menn og staði. Bjarni var léttur á sér á yngri árum, gangnamaður góður og nú í mörg herrans ár mætti hann í göngur og vakti á brú, kom svo í skálann að morgni með spaug eða eina litla athugasemd sem menn höfðu með sér út í daginn. Stundum höfum við hér í sveit verið með sam- komur í félagsheimili eða kirkju og hefur verið slegið á létta strengi. Bjarni tók stundum þátt í stuttum leikþáttum og alltaf stal hann sen- unni með glettni sinni og alls kyns uppátækjum. Bjarni var ekki mál- skrafsmaður og það var gott að þegja með honum, oft þurfti engin orð, hann kunni að láta þögnina tala. Ég sakna Bjarna, hann setti svip á okkar litlu sveit, var trúr og góð- ur, þótti vænt um sveitina sína og verður borinn til grafar við hlið for- eldra sinna í frjósamri moldu Blönduhlíðar. Agnar H. Gunnarsson, Miklabæ.         ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN MÝRDAL, Bogahlíð 26, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- og styrktarsjóð hjartasjúklinga, sími 552 5744 eða minningarsjóð Sóltúns, sími 590 6000. Sigurveig G. Mýrdal, Sigurjón Mýrdal, María Sophusdóttir, Garðar Mýrdal, Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Jón Agnar Mýrdal, Vivian Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN JÓNA GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Engjaseli 9, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans, 11-E, við Hringbraut mánudagskvöldið 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á menntunarsjóð Hafsteins og Katrínar, 166-15-630063, kt. 040587-3069. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, Katrín Björg Hannesdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN ÁRMANN BJÖRNSSON fyrrverandi bóndi á Nolli, Grenilundi, Grenivík, lést á Grenilundi fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björn Snæbjörnsson, Magga Kristín Björnsdóttir, Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir, Stefán Sigurður Snæbjörnsson, Súsanna Poulsen, Kristinn Snæbjörnsson, Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, síðast til heimilis að Austurbrún 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 12. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÁSGEIRSSON vélvirkjameistari, Digranesvegi 58, Kópavogi, lést á deild 1 Landspítala, Landakoti fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Elsa Fanney Þorkelsdóttir, Þórdís Halldórsdóttir, Klaus Jochimsen, Þorkell Hreggviður Halldórsson, Dóra S. Gunnarsdóttir, Magnfríður Halldórsdóttir, Jón Axel Antonsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.