Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 É g er ráðherra í rík- isstjórn sem hefur mjög ákveðin verk- efni í þá þrjá mánuði sem eru fram að kosningum. Verkefnið er að bregðast við því að heilt efnahags- kerfi hrundi. Sá stutti tími sem ég hef í embætti og staða efnahags- mála þýðir að ég get ekki gert allt sem ég vil gera,“ segir Katrín Jakobsdóttir, þingkona Vinstri- grænna, sem er nýr mennta- málaráðherra landsins. Eitt fyrsta verk hennar í starfi var að skipta um stjórn í Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Sú ákvörðun var nokkuð umdeild. „Mér fannst vera kominn tími til að skipta um stjórn. Formaður stjórnarinnar var skipaður árið 1991. Við val mitt á nýrri stjórn hafði ég að leiðarljósi að velja fólk sem hafði tekið þátt í stúd- entahreyfingunni og þekkti til mála frá þeirri hlið. Ég legg áherslu á að farið verði út í meira samráð við námsmenn í úthlut- unarferli og reynt að ná sátt um lánasjóðinn.“ Hugsað í nýjum lausnum Hvað ætlarðu að gera til að bæta hag námsmanna? „Ég vil láta endurskoða úthlut- unarreglurnar og gera þær sveigj- anlegri. Það er líka mikilvægt að Lánasjóðurinn vinni með Vinnu- málastofnun og Atvinnuleys- istryggingasjóði. Það á að vera gerlegt fyrir fólk sem missir vinn- una að fara í nám og ég vil að far- ið verði yfir þau mál. Í öllum stjórnmálaflokkum eru menn sam- mála um að menntakerfið eigi að hjálpa okkur í gegnum þessa erf- iðu tíma og þá þarf að hugsa í nýj- um lausnum.“ Það þarf alls staðar að skera niður, þar á meðal í mennta- málum. Hvar eru tækifæri til þess? „Niðurskurður lendir ekki á mínu borði, nema ég verði hér áfram eftir kosningar. Sem stend- ur má ég ekki auka útgjöld. Þegar kemur að sparnaði skiptir miklu máli hvaða afstaða er tekin. Það er ekki sama hver tekur ákvörðun um sparnað, það er meðal annars hlutverk Íslendinga að taka ákvörðun um það í kosningum hvaða áherslur þeir vilja sjá þegar þarf að skera niður. Í sparnaði þarf að hafa einhver gildi að leið- arljósi. Á sparnaður að bitna á gæðum, aðgengi eða þjónustu? Á undanförnum árum hefur skólum á öllum skólastigum fjölgað og hver er með sína yfirstjórn. Það er hugsanlegt að sameina megi einhverja skóla og ná fram hag- ræðingu með þeim hætti en í þeim málum hefur ekkert verið ákveð- ið.“ Hvað með að taka upp skóla- gjöld á háskólastigi? „Það fylgja því mikil ríkisút- gjöld því lánað er fyrir skólagjöld- unum. Þar er að hluta til verið að færa úr einum vasa í annan sem er ekki endilega leið sem skilar miklu. Ég hef alltaf litið á það sem hluta af jafnrétti til náms að nemendur borgi ekki skólagjöld. Það að nemendur fái gjöldin að láni bætir enn ofan á þá gríð- arlegu skuldsetningu sem er á ungu fólki. Mér finnst ekki á hana bætandi með því að taka almennt upp skólagjöld á háskólastigi.“ Finnst þér að það þurfi að gera grundvallarbreytingar á mennta- kerfinu? „Það er ég ekki viss um. Hins vegar má efla það á ýmsum svið- um og horfa um leið til innihalds þess. Ég hef hugsað mikið um það í þessu hruni þegar fólk kallar eft- ir auknu lýðræði og opnari um- ræðu hvað það er sem vantar í annars gott skólakerfi. Mér finnst vanta ríkari áherslu á gagnrýna hugsun og þekkingu á hug- myndasögu frekar en atburðum, þannig að við fótum okkur betur í því lýðræðiskerfi sem við búum við og séum meðvitaðri um það af hverju við höfum farið þær leiðir sem við höfum farið og hverju við viljum breyta. Nú er ég að tala um innihald, sem á ekki endilega að vera mitt að ákveða, en þetta er áhersla sem ég vildi sjá inni í skólakerfinu – og þá er ég að tala sem manneskja en ekki sem menntamálaráðherra.“ Hvað á að gera við tónlistar- húsið? „Ríkisstjórnin vill láta ljúka við húsið. Ég tel raunar að það sé eina leiðin í stöðunni. Það er miklu dýrara að fresta fram- kvæmdum og láta húsið standa hálfklárað. Þá sæjum við fram á gríðarlega framtíðarreikninga og kostnaður gæti aukist um allt að helming. Við erum að tala um sóknarfæri í ferðamennsku og þá gengur ekki að hafa hálfklárað hús sem gnæfir yfir borgina og setur ömurlegan svip á hana.“ Áhugi á framhaldi Er ekki mjög líklegt að þessi stjórn sé komin til að vera, með eða án Framsóknarflokksins? „Ég held að það sé að minnsta kosti áhugi á því hjá bæði Sam- fylkingu og Vg að halda samstarf- inu áfram. Hér hefur einn flokkur verið ráðandi í átján ár og öllum þjóðfélögum er hollt að taka breytingum. Þessi ríkisstjórn hef- ur góðar hugmyndir um hvernig má endurreisa samfélagið og vill vinna áfram að því. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa komist í hugmyndafræðilegt þrot. Flokkurinn hefur fylgt mjög ákveðinni hægristefnu, sér- staklega í efnahagsmálum, og sú stefna beið stórkostlegt skipbrot 6. október þegar forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins bað Guð að blessa Ísland. Það er kominn tími fyrir aðra, lýðræð- islegri og mannúðlegri hug- myndafræði.“ Heldurðu að þetta stjórnarsam- starf geti þokað Evrópumálum eitthvað áfram? „Vinstri-græn eru sá stjórn- málaflokkur sem hefur verið harð- asti andstæðingur Evrópusam- bandsaðildar meðan Samfylkingin styður eindregið aðild. Þarna þurfa flokkarnir að ná sameig- inlegri lendingu ef samstarf þeirra heldur áfram eftir kosningar.“ Hver er þín skoðun? „Það eru ýmsir kostir við Evr- ópusambandið en gallarnir hafa hingað til vegið þyngra í huga mínum. Fyrir utan ýmislegt sem tengist sérhagsmunum Íslands, þá finnst mér helsti gallinn vera sá að minni þjóðir eru á jaðrinum í þessu batteríi, stóru þjóðirnar hafa þar mest áhrif. Það verður áhugavert að vita hver þróunin Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Aldrei draumur að fara Hversdagsmanneskja „Ég hef alltaf séð um mig sjálf og lifað hversdagslegu lífi og mér finnst mikilvægt að ég haldi því áfram.“ » „Það er ekki sanngjarnt að ræða um okkursem afl sem boði afturhvarf til fortíðar. Stefna okkar er nátengd sígildri vinstristefnu og snýst um framtíðarsýn. Hún snýst um að ganga ekki á höf- uðstólinn, hvort sem er í efnahagslífinu, umhverf- inu eða samfélaginu. Vegferð íslenskra stjórnvalda var allt of lengi sú að meta allt út frá efnahagsþætt- inum og ganga á höfuðstólinn. Það varð þjóðinni að falli.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.