Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt kylf- ing til að bera skaðabótaábyrgð á helmingi þess tjóns sem varð þegar hann skaut golfbolta í hægra auga annars kylfings sem var við leik á vellinum. Afleiðingarnar urðu þær að maðurinn skynjar eingöngu ljós með auganu og telst því blindur á því. Tel- ur augnlæknir ólíklegt að maðurinn fái frekari bata. Atburðurinn varð 16. nóvember 2002 á golfvelli Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Kylfingurinn sem sló var að leika ásamt fleirum á fjórðu braut vallarins en sá sem varð fyrir kúlunni var að leika á þriðju braut. Fyrir Hæstarétt var lagður upp- dráttur af golfvelli Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, sem var sagður gerður eftir loftmynd, tekinni á slys- árinu 2002. Áður en munnlegur mál- flutningur hófst fyrir Hæstarétti gengu dómarar og málflytjendur á vettvang slyssins. Fjarlægðin 60-80 metrar Í dómnum segir að af uppdrætt- inum sem lagður var fyrir Hæstarétt verði ráðið að stefnan frá högg- staðnum að þeim stað þar sem áfrýj- andi stóð hafi varla verið nema um 10-15 gráður frá því sem telja megi eðlilega eða æskilega höggstefnu við upphafshögg stefnda frá vetrarteig fjórðu brautar. Fyrir liggi í málinu að fjarlægðin milli þessara tveggja staða sé 60-80 metrar svo sem lagt er til grundvallar í héraðsdómi. Síðan segir orðrétt: „Golfhóparnir tveir vissu hvor af öðrum. Teigur fjórðu brautar stendur nokkru hærra en völlurinn fyrir neð- an, þar sem áfrýjandi stóð. Virðist stefndi hafa ætlað slá bolta sinn hátt yfir og lítið eitt til hliðar við áfrýjanda og félaga hans. Eftir vettvangsgöngu Hæstaréttar og raunar miðað við gögn málsins er ekki vafi á að ekkert bar í milli stefnda og áfrýjanda þegar höggið var slegið. Þeir gátu því séð hvor til annars. Þó að fallast megi á það sem segir í forsendum hins áfrýjaða dóms um meginviðhorf við sakarmat við iðkun golfíþróttarinnar, og raunar íþrótta almennt, er ekki unnt að fallast á, eins og þetta mál liggur fyrir, að þau viðhorf leiði til þess að sök verði ekki lögð á stefnda. Er þá haft í huga að áfrýjandi var staddur nánast beint í skotlínu hans, stefndi hlaut að hafa séð áfrýjanda þegar hann sló og auðvelt var að gera honum og félögum hans viðvart, áður en slegið var.“ Dómurinn segir að ekki sé unnt að fallast á málflutning stefnda um að sjónarmið um áhættutöku leiði til þess að hann verði ekki gerður bóta- ábyrgur fyrir tjóni áfrýjanda. Sjón- armið sem að þessu lúti hafi fyrst og fremst áhrif á sakarmatið að og hefur þar verið litið til þeirra. Samkvæmt framansögðu verði fallist á með áfrýj- anda að stefndi beri fébótaábyrgð á tjóni hans. Þá segir dómurinn að áfrýjandi, þ.e. kylfingurinn sem varð fyrir kúlunni, hafi vitað af ráshópi stefnda og jafnframt að sá hópur hafði lokið við að leika þriðju holu og var kominn á teig þeirrar fjórðu. „Áfrýjandi hafði slegið boltann sinn á svæði milli brautanna og var því miklu nær skotlínu af fjórða teig en annars hefði verið. Hann hafði óskerta sjónlínu að þeim stað þar sem stefndi sló. Leikreglur í golfi gera ráð fyrir, eins og í héraðsdómi greinir, að sá sem leikur holu með hærra númeri njóti forgangs gagnvart þeim sem á eftir honum leika. Við þessar að- stæður verða gerðar aðgæslukröfur til áfrýjanda, sem hann sinnti ekki nægilega umrætt sinn. Þykir hæfi- legt að láta hann af þessum sökum sjálfan bera helming tjóns síns,“ segir í dómsorðum. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Ólafur Börkur Þor- valdsson og Jón Steinar Gunn- laugsson. Viðar Már Matthíasson settur héraðsdómari skilaði sér- atkvæði. Hann vildi staðfesta héraðs- dóminn og sýkna þann sem sló kúl- una. Lögmaður áfrýjanda var Ragnar Aðalsteinsson hrl. en lögmað- ur stefnda Jakob R. Möller hrl. Kylfingur bótaskyldur  Sló golfkylfu í hægra auga annars kylfings sem missti sjón á auganu  Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna kylfinginn Morgunblaðið/Ómar Á golfvellinum Þegar golf er leikið þurfa kylfingar að gæta sérstaklega að því að vera ekki í skotlínunni hjá öðrum kylfingum sem eru að leik. Í HNOTSKURN »Það getur verið lífs-hættulegt að fá golfkúlu í sig og henni fylgir algengasta og alvarlegasta hættan við golfiðkun. »Golfbolti vegur 46 grömmog hann getur náð hrað- anum 260 km/klst., eða 65m/ sek. fyrst eftir höggið. »Kylfan sem notuð var viðslysaskotið var upphafs- kylfa, svokallaður „dræver.“ Hún er nánast eingöngu notuð við upphafshögg og mark- miðið er að slá sem allra lengst og fastast. Dómur Hæstaréttar verður tekinn til skoðunar hjá Golfsambandi Ís- lands, að sögn Harðar Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra sam- bandsins. Að því er hann best veit er þetta fyrsta mál sinnar teg- undar sem kemur til kasta Hæsta- réttar. Hins vegar hafi mál af þessu tagi komið kasta til dóm- stóla erlendis. Hörður segir að Golfsambandið hafi fylgst með málarekstrinum frá upphafi og beðið hafi verið eft- ir endanlegri niðurstöðu. Hann segir að í kjölfarið þurfi að skoða ýmsa fleti málsins, m.a. tryggingamál kylfinga. Þau þurfi væntanlega að endurskoða í kjöl- far dómsins. Eins komi til skoðunar hvort Golfsambandið þurfi að brýna enn frekar fyrir kylfingum að hættur geti leynst á golfvellinum og ann- ars staðar. Skoða verður tryggingamál kylfinga Ólöf Nordal, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins í Norð- austurkjördæmi, hefur ákveðið að taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþing- iskosningar. Prófkjörið fer fram 13. og 14. mars. Ólöf tók sæti á Al- þingi eftir þingkosningarnar 2007 og hefur m.a. átt sæti í allsherjar- og umhverfisnefnd. Ólöf Nordal fram í Reykjavík Ólöf Nordal EINAR Skúlason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Al- þjóðahússins og skrifstofustjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, býður sig fram í fyrsta sæti Reykja- vík suður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Einar er 37 ára gamall, þriggja barna faðir, með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Ed- inborg. Einar í 1. sæti Framsóknar Einar Skúlason JENS Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, sæk- ist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í NA- kjördæmi. Hann er 32 ára gamall og uppalinn á Eskifirði. Jens hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórn- arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Jens Garðar sækist eftir 4. sætinu Jens Garðar Helgason FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SALA þriggja fulltrúa í SPRON sumarið 2007 á stofnfjárhlutum í sjóðnum hefur dregið dilk á eftir sér. Frá því upplýst var um söluna í þing- haldi í máli Saga Capital fjárfesting- arbanka gegn Insolidum ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur hrl. og Ólafs Ágústs Ólafssonar sonar hennar, hef- ur harðlega verið deilt á söluna af hálfu stofnfjáreigenda og ekki síður Samtaka fjárfesta, með Vilhjálm Bjarnason, aðjúnkt og fram- kvæmdastjóra, sem helsta talsmann. Ekki var skýrt frá því opinberlega að stjórnarmennirnir hefðu „fóðrað stofnfjármarkaðinn“ eins og það var orðað í þinghaldi. Eftir að Jóhannes Karl Sveinsson hrl. greindi frá sölunni í varnarræðu í héraðsdómi hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stjórnarmenn sem seldu stofnfjár- hluti í SPRON sumarið 2007 voru Hildur Petersen, sem var formaður stjórnar, Ásgeir Baldurs og Gunnar Þór Gíslason. Stjórnin sjálf hafði frumkvæði að því að upplýsa um söl- una eftir að ljóst var að félag Gunnars Þórs, Sundagarðar hf., hafði selt hluti fyrir 188 milljónir að nafnvirði. Hild- ur og Ásgeir seldu fyrir umtalsvert minna en í heild seldu stjórnarmenn hluti fyrir 196 milljónir að nafnvirði. Að raunvirði var um að ræða tvo til þrjá milljarða króna. Stofnfjáreigendur, þar á meðal Vil- hjálmur fyrir hönd smærri fjárfesta og Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, kærðu sölu stjórn- armanna til ríkislögreglustjóra. Hinn 18. desember komst saksóknari efna- hagsbrota, Helgi Magnús Gunn- arsson, að því að ekki væri tilefni til rannsóknar á meintum inn- herjasvikum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur rík- issaksóknari nú falið efnahags- brotadeildinni að rannsaka hvort sala stjórnarmannanna kunni að fela í sér fjársvik. Sneri við niðurstöðu frá ríkislögreglustjóra Morgunblaðið/BrynjarGauti Hringt inn SPRON var skráður á markað haustið 2007. Forsvarsmenn SPRON sögðu í tilkynningu í gær að sala stjórnarmanna hefði áður verið rannsökuð af FME og RLS en ekkert ólöglegt hefði komið í ljós. Sala stjórnar- manna SPRON verður rannsökuð BREYTINGAR í framleiðslu og auk- in sjálfvirkni leiða til fækkunar starfsfólks í mjólkursamlaginu í Búðardal. Samlagið er einn af stærstu vinnustöðum byggðarlags- ins. Ekki eru uppi áform um róttæk- an niðurskurð starfseminnar. Unnið er að sérhæfingu mjólk- ursamlagsins í Búðardal til fram- leiðslu á mygluostum og fetaosti, að sögn Egils Sigurðssonar, formanns stjórnar Mjólkursamsölunnar. Þang- að hefur verið flutt ostagerð frá öðr- um starfsstöðvum en önnur fram- leiðsla færð í burtu. Jafnframt hefur verið fjárfest í tæknibúnaði þannig að sjálfvirkni hefur aukist. Egill seg- ir að með því hafi grundvöllur vinnslunnar verið styrktur. Breyt- ingarnar leiði hins vegar til þess að störfum fækki heldur. Mikilvægur vinnustaður „Við höfum reynt að fylgjast með þessum breytingum. Störfum hefur ekki fækkað stórkostlega, enn sem komið er, og yfirmenn fyrirtækisins fullyrða við okkur að það standi ekki til,“ segir Þórður Ingólfsson, oddviti Dalabyggðar. Mjólkursamlagið er næststærsti vinnustaðurinn í Búð- ardal, þar hafa verið hátt í 40 starfs- menn, og segir Þórður starfsemi þess afar mikilvæga. helgi@mbl.is Sérhæfð ostagerð í Búðardal Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, próf- kjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 RAGNAR Thor- arensen gefur kost á sér í 3. sæti hjá Samfylkingunni í NA-kjördæmi. Ragnar er land- fræðingur að mennt og stundar nú meistaranám í viðskiptum og stjórnun (MBA) við Háskóla Íslands. Ragnar hefur unn- ið ýmis störf til sjós og lands en síð- ustu ár hefur hann starfað á fast- eignasölumarkaðnum. Ragnar fer í prófkjör í NA Ragnar Thorarensen ÁKVÖRÐUN um prófkjör Samfylk- ingarinnar í Reykjavík verður tekin á fundi fulltrúaráðs flokksins nk. mánudag, 16. febrúar. Fundurinn fer fram á Grand hóteli og hefst kl. 20.30. Á dagskrá fundarins er einnig umræða um kosningabaráttuna framundan. Ákvörðun um próf- kjör í Reykjavík STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.