Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Þú varst frábær afi, gegn- heill, traustur og skemmti- legur. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að þekkja þig og eiga sem afa. Sögurnar eru margar og skemmtilegar sem ég rifja upp aftur og aftur. Það var leitt að þú færir frá okkur, en öll förum við einhvern tíma. Ég vona að þú hafir það gott þarna uppi. Bestu kveðjur, Jóhann Bjarni Pétursson. Elsku afi, ég sakna þín rosa mikið og við hin líka. Þú varst frábær afi. Ég kom oft til þín í sveitina og líka á spítalann. Ég sagði bless við þig sunnudaginn 1. febrúar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góð- an afa og mun aldrei gleyma þér. Þú gafst mér fallega jólagjöf og líka af- mælisgjöf. Þú hefðir orðið 69 ára og ég er 9 ára. Ég elska þig alltaf. Aðalbjörg Brynja Pétursdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Bjarni LeifsFriðriksson fæddist í Úlfs- staðakoti, nú Sunnu- hvoli, 5. júlí 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauð- árkróks 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Krist- ján Hallgrímsson, f. 14.1. 1895, d. 30.5. 1990, og Una H. Sig- urðardóttir, f. 25.10. 1898, d. 10.1. 1979. Bjarni var næstyngstur í hópi 13 systkina, en þau eru: Elín, f. 8.8. 1923; Sigurður, f. 11.9. 1924, d. 26.10. 1997; Hallgrímur, f. 8.3. 1926, d. 11.3. 1929; Helga, f. 25.3. 1927, d. 21.8. 1961; Friðrik, f. 12.5. 1928; Þórunn, f. 30.10. 1929; Hallgrímur, f. 10.10. 1931; Guðný, f. 15.6. 1934, d. 7.5. 2006; Halldóra Sigríður, f. 18.1. 1936; Halldóra Ingibjörg, f. 27.9. 1937; Árni Hún- fjörð, f. 6.6. 1939; Guðrún, f. 9.3. 1943. Bjarni kvæntist 5. september 1970 Bryndísi Pét- ursdóttur, f. 6. maí 1947. Foreldrar hennar eru Pétur Sigurðsson, f. 21.3. 1919, og Ragnheiður Marta Þórarins- dóttir, f. 13.5. 1919, d. 25.6. 2003, bænd- ur á Hjaltastöðum. Börn Bjarna og Bryndísar eru: 1) Pétur, f. á Sauð- árkróki 30.12. 1969, maki Sofía Jóhanns- dóttir, f. 16.7. 1972. Börn þeirra eru Jóhann Bjarni, f. 30.3. 1995, Aðalbjörg Brynja, f. 10.5. 1999, og Eva Alexandra, f. 7.11. 2005. 2) Sigrún, f. á Sauð- árkróki 2.2. 1971, maki Kjartan Stefánsson, f. 27.2. 1972. Börn þeirra eru Stefán Björgvin, f. 1.7. 2000, og Bjarni Leifs, f. 12.5. 2004. Fyrir átti Sigrún Tinnu Bjarndísi, f. 3.8. 1989. 3) Friðrik, f. á Sauðárkróki 11.10. 1974. 4) Una, f. á Sauðárkróki 14.5. 1980. Unnusti hennar Daníel Ómar Frí- mannsson, f. 7.7. 1981. 5) Ragn- heiður, f. á Sauðárkróki 9.11. 1981. Unnusti hennar Haukur Þorsteinsson, f. 2.8. 1978. Bjarni ólst upp á Sunnuhvoli hjá foreldrum sínum og stórum systkinahópi. Bjarni stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann tók við búinu af foreldrum sínum árið 1964. Bjó hann ásamt konu sinni með blandað bú, kýr og kindur ásamt hrossum. Hann var mikill íþróttamaður, sterkur, sprett- harður, klifurmaður mikill og einnig góður gangnamaður. Bjarni var afar fróður um landið og hafði mikla ánægju af að ferðast með fjölskyldunni og einn- ig með Ferðafélagi Íslands, en þessi ferðalög urðu fleiri eftir því sem börnin uxu úr grasi. Hann hefur verið meðhjálpari í Mikla- bæjarkirkju til margra ára og var mikill áhugamaður um kirkjur og kirkjuleg málefni. Bóklestur var eitt af hans aðaláhugamálum og var hann víðlesinn. Árið 1999 greindist Bjarni með krabbamein sem hann barðist við af miklu æðruleysi og hafði lengi vel yfirhöndina, en síðastliðið haust fór smám saman að draga af honum. Útför Bjarna Leifs fer fram frá Miklabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði en jafnframt er ég glöð að þrautagöngu þinni er lokið. Við töluðum um það og það var þinn vilji að fá að fara, við viss- um hvert stefndi. Þú varst búinn að eiga mörg góð ár frá því þú veiktist fyrst og þú nýttir þau vel. Jafnvel þessa síðustu daga okkar saman á spítalanum hélst þú í gleðina og húmorinn og brosið þitt læddist fram. Já, þú lést veikindin lítið á þig fá. Barátta, æðruleysi og jákvæðni einkenndu þig, það ættum við að taka okkur til fyrirmyndar og ekki vera að kvarta yfir smámunum og vanlíðan í daglegu amstri. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að lina kvalir þínar og veita þér félagsskap þar til yfir lauk. Þú hefur ávallt átt stóran hlut í hjarta mínu allt frá því ég var lítil stelpa. Það besta var að fá að stússast með þér í útiverkunum þar sem þú gerðir allt af miklum mynd- ugleik, dugnaði og samviskusemi. Þú varst góð fyrirmynd og kenn- ari þannig að einhvern veginn lærði maður af því að horfa á þig vinna og fylgjast með þér og það var jafnvel eins og maður gæti lesið hugsanir þínar um hvernig gera skyldi hlut- ina. Stundum örlaði á óþolinmæði í garð okkar krakkanna ef við gerð- um hlutina ekki alveg rétt í fyrstu tilraun en það var nú bara rétt í nösunum á þér og svo var það horf- ið. Það voru forréttindi að fá að alast upp í sveitinni hjá þér og mömmu. Þið voruð samhent hjón og góð hvort við annað. Þið hélduð í gömlu tímana og voruð nægjusöm. Við systkinin fengum tækifæri til að verja mörgum stundum með ykkur, með ömmum okkar og öfum og það skilaði okkur ómældri visku og veganesti út í lífið. Ég tek ofan fyrir öllum bændum og búaliði. Þeirra vinna mætti oft vera meira metin. Í dag kveðjum við góðan mann sem unni landi sínu og heimahög- um. Hér fæddist hann og ólst upp. Hér tók hann við búi, yngsti son- urinn á bænum, eignaðist stóra fjöl- skyldu, vann af miklu kappi og eyddi sínum ævidögum. Öllum ná- grönnum, sveitungum, vinum og vandamönnum svo og starfsfólki spítalans færi ég bestu kveðjur. Ég veit að pabbi mat hug ykkar mikils. Elsku mamma og við öll. Öll él birtir upp um síðir, munum að brosa og gleðjast yfir því sem okkur er gefið. Minningarnar um pabba eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þín dóttir, Sigrún. Nú hefur þú, elsku pabbi minn, loksins fengið hvíldina sem þú varst farinn að bíða eftir núna í janúar. Þótt við vissum í hvað stefndi er svo erfitt að sjá á eftir þér og minning- arnar hellast yfir og þín er sárt saknað. Alla tíð var svo gaman að stússa með þér úti við hin ýmsu verk allan ársins hring, sérstaklega á vorin þegar blómin og lömbin koma. Þú varst líka alltaf til í að gera allt fyrir okkur og gafst þér alltaf tíma til að skutla okkur og fara í bíltúra og ferðalög sama hversu mikið var að gera í sveitinni. Þú varst líka svo fróður um landið og virtist þekkja hvert einasta bæjarnafn og alla staði á landinu og vonlaust að vinna ykkur mömmu í Íslandsspilinu, þið vissuð allt og þurftuð ekki einu sinni að heyra möguleikana. Aldrei gagnrýndir þú ákvarðanir okkar né ætlaðist til nokkurs af okkur, heldur leyfðir okkur að vera sjálfstæð og studdir okkur ávallt ef þurfti. Ég man þegar þú greindist með krabbameinið fyrst 1999 og hversu mikið áfall það var, en þú svo sterk- ur, barðist gegn því svo hetujulega að ótrúlegt var og við fengum mörg góð ár saman. Þrátt fyrir að krabbameinið brytist aftur fram síðla árs 2005 komst þú í heimsókn til okkar til Dublin 2006 með mömmu og Röggu fararstjóra og það var svo gaman að sýna ykkur borgina og kíkja á írsku pöbbana. Líka þegar við hittumst hjá Frikka í Barcelona 2007 og höfðum það svo gott hjá honum, kíktum á ströndina og kampavínsbúgarðinn. Þó að árið 2008 hafi verið ein þrautaganga fyrir þig, þá hélstu ótrauður áfram og neitaðir að gef- ast upp. Þrátt fyrir að vera sárkval- inn varstu enn á fullu í sumar, í vél- um, heyskap og að vitja um. Aldrei heyrði maður þig kvarta yfir neinu né barma þér heldur hughreystir þú okkur og sagðir að til væru verri veikindi en þín. Undir lokin þegar þrekið var tekið að dvína varstu enn að grínast eins og ávallt og svo já- kvæður, sem var einkennandi fyrir þig í gegnum öll veikindin. Elsku pabbi, það er svo erfitt að kveðja þig en við systkinin og mamma eigum hvert annað að í sorginni. Minning þín er sem ljós í lífi okkar. Þín dóttir, Una. Elsku pabbi minn. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Þessi orð úr Biblíunni hafa kennt mér svo margt og ég hef reynt að tileinka mér þau. Þegar ég hugsa um þessi orð verður mér hugsað til þín og get verið örugg um að þú og við öll erum í góðum höndum og þurfum ekki að óttast neitt. Þína síðustu daga las ég fyrir þig bréf sem ég hafði skrifað þér, það gerði ég því stundum er erfitt að færa í orð tilfinningar og því gott að geta skrifað þær á blað. Ég hugsa oft um hvað það var ómetanlegt fyrir okk- ur systkinin að fá að alast upp á Sunnuhvoli. Að vera við hlið ykkar mömmu í daglegu amstri og við sveitastörfin hefur kennt mér svo margt og gert mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Að vera inn- an um öll dýrin, í heyskap, girðing- arvinnu, að veiða, í sauðburði, smölun og margt fleira er það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég mun nokkurn tímann upp- lifa. Allt sem þú hefur gengið í gegn- um sýnir mér að þú býrð yfir ótrú- legum krafti og styrkur þinn er ekki á við venjulegan mann. Elsku pabbi minn, þó svo þú sért farinn þá ertu ennþá hér hjá okkur, eins og hann litli nafni þinn hann Bjarni Leifs sagði með bros á vör, það er nóg að hugsa til þín. Ég heiti því að passa upp á minningu þína, mömmu mína, fjölskylduna alla og sveitina okkar út ævina alla. Þín dóttir, Ragnheiður. Kæri tengdafaðir. Núna ertu farinn frá okkur. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar, að þú sért farinn og við eigum ekki eft- ir að hitta þig aftur. Þú ert farinn í þína hinstu ferð, en þrátt fyrir það trúi ég því að þú sért hér enn og verðir hér áfram til að fylgjast með okkur og fylgja okkur áfram. Þegar ég hugsa um þig og lít til baka yfir farinn veg koma upp margar minningar. Minningar sem ylja um hjartaræturnar og fá mann til að brosa og minnast góðu stund- anna. Minningin um þegar ég kom fyrst í Sunnuhvol nýorðin 17 ára og hitti ykkur Bryndísi í fyrsta skiptið. Ég var svo feimin og ljúfmennska ykkar olli því að ég fylgdi honum Pétri mínum aftur og aftur heim í hlað á Sunnuhvoli. Brátt fann ég mig sem eina af fjölskyldunni og það er ekki lítilsvirði þegar aldur- inn er ekki hærri og feimni ung- lingsáranna ræður ríkjum. Við Pétur fluttum þó fljótlega suður. Dagurinn var ákveðinn og þrátt fyrir hvassviðri með einhverri ofankomu varð ekki neinu tauti við okkur komið og suður ætluðum við og fórum. Þú hjálpaðir okkur Bjarni minn við flutningana. Komst heim í Holt á rauða Patrolnum og saman fylltuð þið pabbi hann upp í topp með búslóð okkar Péturs. Ferðin sóttist seint, en suður kom- umst við ánægðir unglingarnir. Fleiri minningar spretta upp. Öll fjósverkin, sumarstörf í sveitinni, girðingarvinnan í fjallinu, ferming- ar mágkvenna minna, veiðiferðir og réttarstörf. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar þið Bryndís fenguð eitt sinn slæma flensu. Ég var í fæðing- arorlofi og gat komið með hana Að- albjörgu Brynju með mér og að- stoðaði ykkur í um tvær vikur við fjósverk og fjárhússtörf. Síðan kom ég aftur sama ár um sumarið og að- stoðaði við heyskap. Sú stutta var inni hjá ömmu sinni en við úti í hey- vinnu og samantekt. Einn daginn vorum við að til að ganga þrjú um nóttina og tókum þá saman úrvals- hey. Ýmsar fleiri minningar skjóta upp kollinum. Ferðalög, ættarmót, matmálstímar, brennur og spjall. Allt eru þetta góðar minningar sem ég á og mun varðveita í huga mín- um og hjarta. Núna, nær tuttugu árum síðar, kveð ég þig Bjarni minn og óska þér góðrar ferðar. Elskulega Bryndís mín, Sigrún, Pétur minn, Friðrik, Una, Ragn- heiður, Kjartan, Daniel, Haukur, Tinna Bjarndís, Stefán Björgvin, Bjarni Leifs yngri, Jóhann Bjarni minn, Aðalbjörg Brynja mín og Eva Alexandra mín, megi góður Guð halda hendi sinni yfir ykkur og um- vefja ykkur kærleika og friði. Sofía Jóhannsdóttir. Hann var aldursforsetinn í hópn- um og hafði nokkra sérstöðu að ýmsu leyti. Systir hans og mágur bjuggu á staðnum og voru í kenn- araliðinu svo það var kannski eðli- legt að hann yrði nokkurs konar tengiliður milli kennaranna og okk- ar. Við kusum hann umsjónarmann bekkjarins fyrstu tvö árin og síð- asta árið var hann gerður að ráðs- manni í Dvergasteini, sem var eitt af heimavistarhúsunum. Þessi störf rækti hann af mikilli trúmennsku og samviskusemi og okkur datt aldrei í hug að vera með neitt múð- ur við Bjarna. Við fundum að við gátum treyst honum og kennararn- ir treystu honum líka. Það fór ekki mikið fyrir Bjarna. Hann hafði ekki hátt en laumaði út úr sér kyndugum athugasemdum og tilsvörum. Hann var í farar- broddi í íþróttum, sterkari og stælt- ari en flestir strákarnir og meira að segja kominn með skeggrót. Það voru talsverð hlunnindi á þessum árum og strákarnir héldu að stelp- unum þætti það karlmannlegt. Hann var samt ekkert að notfæra sér þennan aðstöðumun. Þessi sundurleiti Laugamanna- hópur hefur haldið býsna vel saman þótt nú fari að styttast í að hálf öld Bjarni Leifs Friðriksson Steindóra Sigurðardóttir ✝ Steindóra Sig-urðardóttir fæddist á Miðhúsum í Eiðaþinghá 13. mars 1932. Hún lést 30. janúar síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Steindóra var jarðsungin frá Vopna- fjarðarkirkju 7. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Margrét Þorvaldsdóttir ✝ Margrét Þor-valdsdóttir fædd- ist á Eiði í Grindavík 20. nóvember 1917. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. febrúar sl. Margrét var jarð- sungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 13. febrúar sl. Sigurður Einarsson ✝ Sigurður Ein-arsson fæddist á Hvalnesi í Lóni 23. júní 1925. Hann lést á Landspítala, Landa- koti 29. janúar síðast- liðinn. Útför Sigurðar Ein- arssonar fór fram frá Grafarvogskirkju 13. febrúar sl. Heiðar með nemendum sínum og samstarfsfólki og var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef þess þurfti með. Atvikin eru vissulega mörg, sem varpa ljóma á lífsgöngu þessa ágæta drengs. Það er margs að minnast frá löngu samstarfi. Stundirnar á kennarastofunni, þar sem málin voru rædd og reynt að greiða úr hvers kyns vandamálum, svo að öllum kæmi sem best, eru of- arlega í huga. Þætti Sverri á ein- hvern hallað vakti hann athygli á því og leitaði úrbóta væri þess nokkur kostur. Viðbrögð hans í mörgum málum minntu mig oft á vísu, sem Baldvin Halldórsson orti, þegar hann heyrði hallað á mann. Dómar falla eilífð í, öld þó spjalli minna, gæta allir ættu því, eigin galla sinna. Samskipti okkar í kennslunni voru ætíð lipur og gefandi og marga blaðagreinina og kynningarritið sömdum við saman, þar sem við gerðum grein fyrir starfsemi skólans og fræðum þeim sem þar var boðið upp á. Margt kom þar til álita, eðli málsins samkvæmt, en Sverri veitt- ist einkar létt að greina hismið frá kjarnanum og leysa málin á farsælan hátt. Þess naut ég oft í starfi mínu. Við hjónin þökkum Sverri Heiðari hlýhug og vináttu í okkar garð. Hans munum við fyrst og fremst minnast sem góðs vinar og manns sem okkur var dýrmætt að kynnast. Vel gerður, ljúfur og vandaður maður er geng- inn langt um aldur fram. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans, for- eldrum og venslafólki vottum við okkar dýpstu samúð. Og kæra Emma. Guð styrki þig og börnin ykkar á þessum vegamótum. Góður vinur er genginn sem gott er að minnast. Sigtryggur og Jóna. Sverrir Heiðar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.