Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 35
Hún var ung með litla drengi heima þegar hún varð að láta Gumma litla 8 ára gamlan frá sér, alla leið til Reykjavíkur – á Kópavogsheimilið. Búin að hafa hann í fangi sér frá fæðingu. Í dag hefði þetta verið óhugsandi. Sorgin hefur örugglega sett sitt mark á hana, sorg, sem bor- in var í hljóði. Mamma mín tók það að sér með ánægju að heimsækja Gumma, litla elskulega frænda sinn, reglulega. Ég fékk að koma með. Þetta voru góðar stundir og við kynntumst öllu því góða fólki sem starfaði þar – og hans félögum, sem fljótlega áttuðu sig á því að Ásdís átti alltaf eitthvað gott í veskinu. Gummi þekkti okkur og var alltaf glaður og feiminn þegar hann sá okkur koma. Hann fékk loksins að fara heim til Húsavíkur, til mömmu sinnar og fjölskyldunnar, þá fullorð- inn maður. Mamma hans fékk loks- ins að taka hann í fangið aftur og líta til með honum. Þau Haraldur áttu athvarf í „Stó- arhúsi“ ömmu og afa í gömlu Vog- um. Haraldur útbjó þar litla íbúð fyrir þau af sinni smekkvísi og handlagni. Þar hefur Valla notið þess að vera á sumrin í nábýli við systkini sín og frændfólk ásamt fjöl- skyldu sinni. Þar var gott að koma, kaffi á báðum hæðum. Valla niðri, Jóna uppi. Svo kom hún á bílnum sínum út í Birkihraun, í litla bæinn okkar. Við áttum saman góðar stundir, borðuðum saman og spjöll- uðum um heima og geima og hún lét nú ýmislegt flakka. Þau Pétur voru góð saman og hafði hún sérstakt dá- læti á honum – henni þótti ég ekki nógu góð við hann. Það fyrsta sem Pétur sagði þegar við komum í sveitina okkar var: „Ætlar þú ekki að hringja í Völlu?“ Síðasta heim- sókn okkar til hennar var í ágúst sl. til Húsavíkur, þar sem við áttum góða stund með henni og Gísla. Það verður skrýtið að heyra ekki í Völlu á afmælisdaginn minn en við vorum vanar að hringja hvor í aðra á afmælisdögum okkar, 19. febrúar mínum og 26. febrúar hennar. Okkur þótti afar vænt um Völlu og munum sakna hennar úr Vogum. Guð blessi minningu hennar og allra hennar sem farnir eru. Við kveðjum hana með virðingu og þökk. Sólveig Ólöf Jónsdóttir. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Guðmunda og Friðrik. Elsku hjartans Dódó systir, þakka þér fyrir mig. Mikið brá mér við þegar bróðir okkar hringdi og sagði mér að hún Dódó systir væri dáin. Við vissum að þessi veikindi sem hún var með væru alvarleg, en ég trúði samt ekki að þetta væri komið á svona alvarlegt stig. Ég get ekkert gert annað en beð- ið Guð að gefa að henni líði vel þar sem hún er núna hjá öllum hinum englunum. Það er búið að vera ósköp tómlegt að hafa hana ekki, en ég ætla að vera dugleg og muna að hún vildi að ég væri sjálfstæð og jákvæð. Ég gleymi aldrei Danmerkurferð- inni sem hún og fjölskyldan buðu mér í þegar ég varð sextug. Dódó og stelp- urnar hennar voru góðir ferðafélagar og þurftu nú að hafa fyrir því að draga mig með, vandræði í tollinum út af vatnsflöskunni og allskonar vesen sem þær lentu í varð bara skemmti- legt þegar það var liðið. Ég er nú svoddan kálfur þegar verið er að fara til útlanda. Þessari ferð gleymi ég aldrei. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skylduna hennar Dódó, Guð geymi ykkur öll. Með innilegri kveðju, Ósk S. Kristjánsdóttir (Bogga systir). Í dag er kvödd eldri systir mín og góð vinkona. Við áttum margt sam- eiginlegt þar sem við vorum á líkum aldri. Þegar litið er til baka koma margar góðar minningar upp í hug- ann, minningar úr Hrannargötunni þar sem við ólumst upp. Það var mikið atvinnuleysi á æsku- árum okkar og þurftu foreldrar okkar að afla tekna og matarbirgða til að sjá fjölskyldunni farborða. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við vorum taldar tiltækar til starfa við að vinna með pabba okkar við hrognkelsisveið- ar að vori og aðstoða hann við að hengja upp blautfisk til þerris í fiski- hjalli uppi í hlíð, oft í miklum kulda. Einnig að aðstoða mömmu við berjat- ínslu, kartöflurækt og sláturgerð. Við systurnar vorum elstar í hópnum og kom því oft í okkar verkahring að passa yngri systkini okkar. Við vorum ávallt sammála um að þessi vinna á unga aldri hefði verið gott veganesti. Árin liðu og lá leiðin út í Hnífsdal þar sem Elli, lífsförunautur systur minnar, beið. Þau bjuggu til að byrja með í Spýtuhúsinu hjá foreldrum Ella. Þau byggðu svo myndarlegt ein- býlishús við Bakkaveg 13. Heimili þeirra var hlýlegt, fágað og fallegt og vel hirt, innan sem utan. Það mun ylja í minningunni hlýlegt viðmót og gest- risni sem mætti þeim sem sóttu þau hjón heim og mun sú góða minning lifa. Hnífsdalur er ekki samur þar sem þessir sómavinir eru ekki lengur til staðar. Elli lést fyrir rétt 11 mán- uðum. Þau voru stolt af stórfjölskyldunni og máttu vera það. Þau voru rík af af- komendum og var ávallt notalegt að fylgjast með þroska og framförum hjá börnum, barnabörnum og síðar barnabarnabörnum. Einn tengdasonurinn stóð við dán- arbeð systur minnar og sagði hann eftir að hafa signt yfir tengdamóður sína: „Ég á eftir að sakna þessarar konu.“ Það hefðu margir getað tekið undir þessi orð, ekki síst börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, sem hugsuðu fyrst og fremst um að gera allt til að létta henni lífið í erfiðum veikindum. Ég og mín fjölskylda biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll. Ólöf Friðgerður og fjölskylda. Í dag kveðjum við kæra vinkonu, Theodóru Kristjánsdóttur. Kallið kom fyrr en búist var við, þótt hún hafi verið að berjast við erfiðan sjúkdóm. Dódó var alltaf hress og kát, og þegar spurt var um líðan hennar svar- aði hún alltaf: „Mér líður ágætlega, kannske smáverkir en þetta er að lagast.“ Það varð ekki langt á milli þeirra hjóna því Elli lést í mars í fyrra. Það eru ýmsar minningar sem koma upp í hugann frá fyrri tíð frá ferðalögum og ýmsum samveru- stundum. Um síðustu verslunar- mannahelgi heimsóttum við Dódó á Bakkaveginn. Áttum við þar góðar stundir, Dódó leið vel og var hress. Fórum við saman til Hesteyrar í kjöt- súpuferð og var ferðin hin ánægjuleg- asta. Áður en við fórum frá Dódó var ákveðið að fara saman til sólarlanda því hana langaði að komast í hita og sól. Skömmu áður en átti að fara þurfti Dódó að fara í rannsókn og út- koman var sú að ekki gat hún farið í ferðina. Eftir það var hún að mestu leyti undir læknishendi þar til yfir lauk. Dódó var mikil fjölskyldukona og hugsaði vel um börn og barnabörn og auðséð að mikil samheldni var í fjölskyldunni. Við þökkum fyrir allar samveru- stundirnar og vinskapinn. Við send- um börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur öll. Hanna Ósk, Jón Sigurðsson. Meira: mbl.is/minningar Minningar eru dýr- mætar og á stundum sem þessum leitar hug- urinn aftur og margs er að minnast. Fallegar minningar koma upp í hugann sem gott er að ylja sér við. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast afa Stebba. Í afa bjó yndislegur maður. Hann hafði einstaka nærveru og ég man ekki eftir að hafa séð afa skipta skapi, hann tók öllu með stakri ró. Hann var vinnu- samur og þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera. Afi var alltaf til í grín og glens og hlátur hans var svo smitandi. Elsku afi, núna ertu farinn til himna og þar hefur pabbi áreiðanlega tekið á móti þér opnum örmum. Þú átt stað í hjarta mínu og þar lifir minning mín um þig. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi. Anna Egilsdóttir. Okkur langar að minnast afa okkar í örfáum orðum. Stefán G. Pétursson ✝ Stefán G. Pét-ursson fæddist á Eskifirði 8. maí 1931. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 3. janúar síðastliðinn. Útför Stefáns fór fram frá Glerárkirkju 13. janúar sl. Afi var maður sem var alltaf boðinn og bú- inn til að gera allt fyrir alla. Ást hans á ömmu var engu lík og þau voru alltaf eins og ný- gift hjón á blómaskeiði ástarinnar. Af afa lærðum við ótrúlega margt en um- fram allt kenndi hann okkur að vera góð hvert við annað. Okkar bestu minn- ingar eru úr bústaðn- um því ósjaldan feng- um við að fljóta með ömmu og afa vestur. Þar tókum við þátt í öllu eða fengum í það minnsta að fylgjast með. Best af öllu var þó að fá að gista. Minningar okkar systkina um afa eru eins ólíkar og þær eru margar. En ástin og væntumþykjan er öllu of- ar og er okkur ógerlegt að skrifa nið- ur á blað hversu mikið við elskuðum afa okkar. Því munum við alltaf minn- ast afa með trega í hjarta, gleðjast og gráta. Það er fyrir guðs mildi að við fengum eins fullkominn afa og raun er. Þess vegna mun enginn geta skilið hvílíkt þakklæti við berum í brjósti. Elsku amma, guð blessi þig og styrki á þessum erfiðu tímum. Við elskum þig. Þú ert alltaf efst í huga okkar. Egill, Dania, Rakel, Inga og Ragnar. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR KRISTINS FINNBOGASONAR, Álfhólsvegi 151, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala, Landakoti og heimahjúkrun Karitas fyrir einstaka umönnun og hlýju. Erlendur Magnússon, Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Pálmi Magnússon, Sonja Lampa, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, AGNARS JÖRGENSSONAR, Dalbraut 20, Reykjavík. Jensey Stefánsdóttir, Edda Agnarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Ljósbrá Guðmundsdóttir, Kjartan Agnarsson, Hlín Agnarsdóttir, Gyða Agnarsdóttir, Guðjón Aðalsteinsson, Ari Agnarsson, Védís Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og virðingu í veikindum og við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar, afa og langafa, BJARNA B. ÁSGEIRSSONAR, Efstaleiti 12, og heiðruðu þannig minningu hans. Guð blessi ykkur öll. Elín Guðmundsdóttir, Anna Rósa Bjarnadóttir, Kristinn Héðinsson, Ásgeir G. Bjarnason, Sigríður Hafberg, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Kristján Björnsson, Regína Bjarnadóttir, Henry Alexander Henrysson, Guðrún Helgadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA JÓHANNSDÓTTIR, Melgerði 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 18. febrúar kl. 13.00. María Einarsdóttir, Karl G. Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Þ. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, SIGURLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR, Tómasarhaga 13, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Þorsteinn Eggertsson, Agnes Eggertsdóttir. ✝ Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, GUÐRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, áður Hábæ í Vogum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild V2 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þuríður Sveinsdóttir, Sólborg Sveinsdóttir, Nikulás Sveinsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.