Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 46
Lag fyrir latex Nútímalegur Páls Óskars/Merzedes Club- vinkill komst síðan á er hin latex-skrýdda Kaja sté niður flúorskreyttan stigann líkt og vélmennið í Metropolis og söng um Lygina einu. Keppnin var skyndilega að verða fjölær eins og grasið, blágrasið jafnvel, því að hitt lagið sem komst áfram á þessu þriðja undan- úrslitakvöldi er hreinn og beinn nútímakántr- íslagari. „Easy to Fool“ flygi klárlega inn á vinsældalista Nashville-borgar, hefði það verið flutt þar fremur en í einhverri útnára- sönglagakeppni. Einhverjir söknuðu hins ís- lenska útgangspunkts en Bjarna Dags-genið í greinarhöfundi fór hins vegar á mikið brokk. Einnig kom sterkt í ljós, eitthvað sem kom mér og væntanlega fleirum í opna skjöldu, að Edgar Smári er hörku kántrísöngvari. Elektra „rokkar“ Á lokaundanúrslitakvöldinu sté svo fram sveit sem hefur verið afskaplega áberandi undanfarna daga. Hin tilbúna kvennarokks- veit Elektra er búin að „plögga“ sig niður til heljar, hér um bil, og rakaði t.a.m. inn 3.000 Fésbókarvinum á þremur dögum eða svo. Sveitin er lítt sannfærandi „rokksveit“, mað- ur hefur á tilfinningunni að þær Hara-systur myndu stofnsetja tuttugu manna sekkjapípu- sveit ættu þær von á að komast eitthvað áleiðis með hana hvað frægð og frama varðar. Sumir myndu segja að Evróvisjón holdgerist í hljómsveitinni, ábúðarfullar umbúðir utan um ekki neitt. Lagið virkar þó ágætlega sem grípandi popplag, þó að það rokki ekki vit- und. Jógvan „okkar“ Hansen var svo síðasti maður inn í úrslitin og dró þessi geðþekki Færeyingur keppnina niður á jörðina á nýjan leik eftir rokkgeiflur og latex-dillirí. Góða skemmtun í kvöld, landsmenn nær og fjær. Og munið: popp er list. Ingó og ungviðið Næsta tvenna sem komst alla leið var ann- ars vegar lagið „Undir regnbogann“, flutt af helstu poppvonarstjörnu landsins, Ingó, og svo lagið „Vornótt“, flutt af blómarósinni Hreindísi. Eyjólfur var nú vissulega farinn að hressast. Ingó hefur náð að læða sér lymsku- lega undir skinnið á landanum með vinaleg- um, glaðværum en um leið lágstemmdum bjartsýnisópus sem gæti verið úr Stundinni okkar eða Sesame Street. „Vornótt“ er hins vegar lag frosið í tíma, þekkilegt lag sem gæti þess vegna verið eftir 12. september. Hik- laust ó-evróvisjónlegasta lag keppninnar en að sama skapi prýðilegasta smíð. barnastjörnu en nú gjafvaxta söngdívu, og „The Kiss We Never Kissed“, flutt af Edgari Smára, fyrrverandi Luxor-liða og gosp- elsöngvara voru afskaplega settleg, úr hófi fram hefðbundnar ballöður. Yðar einlægur gekk nánast frá lagi Heimis í umsögn og gagnrýndi harðlega fyrir hallærislegan eitís- hljóm. Nú hef ég hins vegar heyrt það utan að mér að slíkt hafi verið með vilja gert, líkt og hipp og kúl-liðið í Brooklyn gerir, og ég verð því eiginlega að bakka lítið eitt og taka hof- mannlega ofan fyrir þeim þreifingum. En upplitsdjarfur var ég ekki eftir þetta kvöld og átti það við um fleiri. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÍSLENSKU undankeppninni fyrir Evró- visjón, sem allir hata að elska og allir elska að hata, var snúið upp í dágóðan skemmtiþátt á laugardagskvöldum. Þær stöllur, Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn keyrðu þættina áfram af listilegum hressleika og blésu óðar á hvísl og tuldur þess efnis að sam- neyti þeirra ætti eftir að verða hlaðið spennu fremur en spéi. Keppnin var svo fyrst og fremst vett- vangur vongóðra skúffuskálda til að koma efni sínu á framfæri á meðan „fagmenn“ voru víðs fjarri. Þetta gaf keppninni dálítið heim- ilislegan blæ verður að segjast, nokkurs kon- ar alþýðubrag, en víst er að um leið voru sum- ar lagasmíðarnar herfilegar hrákasmíðar. Þá var gaman að fylgjast með höfundunum, eins og æstum börnum á fyrsta skóladegi, lýsa af- urðum sínum af ástríðu, hreinlega springandi af stolti. Heimir er hipp og kúl Margir eru á því að aldrei hafi Evróvisjón- lögin verið jafn slöpp og í ár. Sjálfur var maður á þessari skoðun lengi vel en svo nuddast lögin eins og venjulega ut- an í mann og áður en maður veit er maður kominn í „djúpspakar“ umræður við kaffivélina um kosti þessa lags og hins. Merkilegur andskoti. En hvað er annars verið að bjóða okkur? Það var nú ekki svo að mað- ur væri sérstaklega bjart- sýnn eftir fyrsta kvöldið. Lögin sem fóru áfram, „Is It True“, sungið af Jóhönnu Guð- rúnu, fyrr- verandi  1 A )'' 2  B'   -   )    :   1 0  2 :2)% 6: )C 1"   !"###!##$%" &'( )*   )   ? DD 2 C 1  2 1 4  )% D  A- )'D   2 % 2  E  1  %  :   4 B + + + 1 $        $2))   $2)) F ,--.-/ 0# 1 $#2-$##  3 3&#!3& 4-  5- 6 7-8-- .7$# # 9-#: 3& ; 4  / ; 0   12 3  453   32   6 !0 2 !7 28 9         :  4      0 2 7 G ) %0  $  4%) H : H I0  : $  4%) H : : 2 H 2: @C (" <D: ?  (4 J:  D  $ %  : G ) %0  : ) 1) <D: ? 4) $ ): H I0  : $  4%) H : J:   5  : @C (" <D: $% <DA  : @  $ 1 : Fegurð eða forarsvað?  Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður fulltrúi Íslands í hinni sívinsælu Evró- visjónkeppni og því ekki úr vegi að rýna aðeins í undankeppnina sem að baki er Nútímalegt „Hin latex-skrýdda Kaja sté niður flúorskreyttan stigann líkt og vélmennið í Metropolis.“ Rokk? „Hin tilbúna kvennarokksveit Elektra er búin að „plögga“ sig niður til heljar, hér- umbil.“ Gæfur „Ingó hefur náð að læða sér lymskulega undir skinnið á landanum með … bjartsýnisópus sem gæti verið úr Stundinni okkar eða Sesame Street.“ 46 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.