Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 VIKURITIÐ Vís- bending hefur út- nefnt Drauma- sveitarfélagið 2009. Fyrir valinu varð Seltjarn- arnes, sem varð í 2. sæti í fyrra. At- hygli vekur að Garðabær hrapar úr 1. sætinu niður í það áttunda. Há- stökkvarinn er Snæfellsbær, sem fer úr 29. sæti upp í 2. sæti. Aðrir há- stökkvarar eru Eyjafjarðarsveit, Húnaþing vestra, Hveragerði og Ak- ureyri. Meðal sveitarfélaga sem hafa fallið mest niður listann eru Horna- fjörður og Akranes. Við valið er litið til ýmissa þátta, svo sem skatt- heimtu, afkomu, hlutfalls skulda og veltufjárhlutfalls. „Þetta er afar ánægjuleg nið- urstaða. Það undirstrikar vel fjár- hagsstyrk bæjarins og ágætan rekstur að við skulum ná efsta sæt- inu á meðan okkar helstu „keppi- nautar“ færast neðar á listann,“ seg- ir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Í ljósi þess ástands sem nú ríkir hefur Seltjarnarnes getað haldið áfram eins og lítið hafi í skorist og stendur ekki ekki frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum, a.m.k. ekki á þessu stigi, heldur höfum við getað haldið uppi þjónustunni og staðið vörð um lífsgæði íbúanna án þess að hækka skatta og gjöld,“ segir Jón- mundur. sisi@mbl.is Draumur að búa á Nesinu Jónmundur Guðmarsson Garðabær úr fyrsta sæti í það áttunda BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg hefur ákveðið í samráði við lögmann sinn að senda lóðamálið svokallaða, þ.e. skil á lóðinni að Lækjarmel 1 á Kjal- arnesi, til umboðsmanns Alþingis. Farið verður með málið áfram í kjöl- far þess til dómstóla ef þurfa þykir, að sögn Egils Jóhannssonar for- stjóra. Brimborg greiddi á sínum tíma gatnagerðargjöld að fullu, 113 millj- ónir kr. En þar sem forsendur brustu varðandi uppbyggingu á lóð- inni ákvað félagið hinn 9. október að skila henni í aftur til borgarinnar og taldi sig gera það í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Borg- arráð neitaði formlega nokkrum mánuðum seinna að taka við lóðinni og endurgreiða gjöldin. Þessari ákvörðun vill Brimborg ekki una. sisi@mbl.is Brimborg leitar álits FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞVÍ má nánast slá föstu að frum- varpi ríkisstjórnarinnar um Seðla- banka Íslands verði breytt í með- förum Alþingis og nægir að benda á að framsóknarmenn, sem eru í lyk- ilstöðu í viðskiptanefnd þingsins, hafa lýst því yfir að ákvæði um að seðlabankastjóri skuli hafa hag- fræðipróf séu of þröng, auk þess sem taka verði til athugunar skipan í pen- ingastefnunefnd. Ýmis atriði í frum- varpinu hafa verið gagnrýnd sem og að undirbúningi fyrir það hafi verið ábótavant. Það er hins vegar ekkert sem bendir til annars en að breyt- ingar verði gerðar á ákvæðum um yf- irstjórn bankans og um pen- ingastefnu hans. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá níu manna viðskiptanefnd Al- þingis. Í þeirri nefnd sitja tveir þing- menn Samfylkingarinnar og einn þingmaður Vinstri grænna, Álfheið- ur Ingadóttir, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar. Til að rík- isstjórnarflokkarnir komi málinu úr nefnd verða þeir að reiða sig á fram- sóknarmennina tvo sem þar sitja; Höskuld Þórhallsson og Birki J. Jónsson. Í umræðum um frumvarpið fyrir helgi lýsti Birkir yfir stuðningi við frumvarpið en gerði jafnframt at- hugasemdir við einstaka þætti þess, þ.e. um skipan í peningastefnunefnd og um að hæfniskröfur sem gerðar eru í frumvarpinu væru þröngar. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) gerði raunar einnig athugasemdir við þessi atriði eins og fleiri, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. En þótt Framsóknarmenn vilji breyta frumvarpinu vilja þeir einnig tryggja skjótan framgang málsins. Hösk- uldur sagði í gær að líkja mætti laga- setningunni við neyðarlög enda væri Seðlabankinn rúinn trausti innan- lands og erlendis. Flausturslega unnið Birgir Ármannsson, einn af þrem- ur sjálfstæðismönnum í við- skiptanefnd sagði að athugasemdir IMF styrktu þá skoðun sína að frum- varpið hefði verið flausturslega unn- ið og alls ekki fengið nægilega vand- aðan undirbúning. Sjálfstæðismenn væru reiðubúnir til að taka þátt í málefnalegri vinnu um breytingar á lögum um Seðlabankann en það frumvarpi sem lægi fyrir væri svo lé- legt að varla væri hægt að byggja á því. „Málið var lagt fram á Alþingi al- gjörlega óunnið í einhverju óðagoti,“ sagði hann. Því þyrfti þingnefndin að vanda sig miklu meira en ella. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar sagði í gær að ekkert nýtt væri í umsögn IMF sem ekki hefði komið fram í umsögnum ann- arra um frumvarpið. Engu að síður hlýtur það að vera óþægilegt fyrir ríkisstjórnina að sjóðurinn hafi gert svo margar athugasemdir við frum- varpið, enda býr sjóðurinn yfir mik- illi sérþekkingu á þessu sviði og gjarnan er óskað eftir umsögnum hans um löggjöf um seðlabanka. Rétt er að taka fram að IMF veitir aðeins umsögn en Alþingi er á engan hátt skuldbundið til að taka leiðsögn hans. Breytingar nauðsynlegar En þótt frumvarpið og máls- meðferðin á Alþingi sé gagnrýnd er víðtækur stuðningur við breytingu á lögum um Seðlabankann. Í umsögn Samtaka atvinnulífsins sem birt var í gær segir t.a.m. að bankinn sé rúinn trausti. Einnig benda samtökin á að gera þurfi ítarlega úttekt á stefnu og stjórn bankans. Gylfi Zöega, deildarforseti hag- fræðideildar Háskóla Íslands, sagði um frumvarp ríkisstjórnarinnar, að það væri til bóta að einn maður yrði ábyrgur fyrir stjórn bankans. Nú- verandi skipan, að hafa þrjá banka- stjóra, væri arfur gamals tíma þegar stjórnmálaflokkarnir skiptu með sér embættum. Engin rök hefðu verið fyrir því að hafa þrjá bankastjóra, önnur en þau að tryggja völd flokk- anna. Það væri einnig til bóta að gera ráð fyrir peningastefnunefnd sem tæki ákvarðanir um beitingu stjórn- tækja bankans. Hann taldi það ekki áfellisdóm yfir frumvarpinu að IMF hefði gert ýmsar athugasemdir við það. Frumvarpið væri gott þótt það þyrfti einhverra breytinga við. Breytingar yfirvofandi Flest bendir til að frumvarp um Seðlabankann taki breytingum hjá viðskiptanefnd Í HNOTSKURN » Seðlabankinn óskaði eftirað fá þriggja vikna frest til að veita umsögn eins og venja er til en ekki tvo daga eins og meirihluti nefndarinnar ákvað. Bankinn fékk frest fram yfir helgi. » Birgir Ármannsson, Sjálf-stæðisflokki, bendir á að stundum sé umsagnarfrestur skorinn niður í tvær vikur en tveggja daga frestur sé dæma- laus. » Stjórnarliðar og fram-sóknarmenn bentu á að eftir bankahrunið hefði fjöldi frumvarpa farið í gegn án þess að óskað væri eftir um- sögn yfirleitt. Morgunblaðið/Kristinn Markmið Markmið Seðlabankans um að ná verðbólgunni niður náðust ekki en mjög er deilt um hver ber ábyrgð á því. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is HREINSUN á Keflavíkurvelli eftir veru bandaríska hersins er hafin. Pcb-mengaður jarðvegur er brenndur í sorpstöðinni Kölku og gamlar, ónýtar byggingar sem innihalda asbest eru nú rifnar. Þetta er fyrsti áfanginn í hreins- unarstarfinu. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir að þeir staðir sem taldir voru mengaðir hafi verið vandlega skoðaðir á síðustu tveimur árum. „Fyrstu niðurstöðurnar benda til að mengunin á svæðinu sé mun minni en við reiknuðum með,“ segir hann. Fyrirfram var búist við að hreinsun svæðisins gæti kostað ríkið tvo til fjóra milljarða. Kjartan segir of fljótt að segja hver kostnaðurinn verði því enn vanti forsendur til að meta hann. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með verkinu. Magnús H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri þess, segir að ekki borgi sig að hreinsa jarðveginn þar sem pcb-mengunin sé svo lítil að engin hætta sé á að hún smiti yfir í fæðukeðjuna. Þá verði gamlir öskuhaugar hers- ins ekki teknir upp. „Það er yfirleitt ekki gert, en það á að hylja þá svo þeir verði vatnsheldir. Sýni verða tekin reglulega og fylgst með því að engin hættuleg efni leki út.“ Þrátt fyrir að haug- arnir hafi ekki verið huldir sé mengunin nú þeg- ar undir mörkum. Fyrstu verkefnin við hreinsunina voru boðin út á innanlandsmarkaði. Þau voru tvískipt og í því stærra, sem snýr að jarðvegsvinnunni, fór fram forval á verktökum. Nesprýði, fyrirtæki af Suðurnesjum, bauð lægst eða tæpar 42 milljónir króna sem er aðeins 38,8% af áætluðum kostn- aði. Abltak rífur byggingarnar. Kjartan segir að hratt og ötullega hafi verið unnið að undirbúningnum en þó hafi þeir gjarn- an viljað vera komnir lengra. Þeir hafi þurft að forgangsraða innan heildarverkefnisins sem snýr að uppbyggingu á svæðinu öllu. „Við höf- um lagt áherslu á að byggja háskólasvæðið upp og koma fyrirtækjunum í gang og klára þá samninga sem við höfum gert. Það hefur tekið krafta frá þessu verkefni.“ Hreinsa upp pcb-mengun og asbest eftir áratuga veru bandaríska hersins Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Niðurrif Fyrirtækið Abltak rífur asbest- byggð hús á gamla varnarliðssvæðinu. Evrópski seðlabankinn bauðst til að veita umsögn um frumvarp rík- isstjórnarinnar um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands en meirihluti viðskiptanefndar Al- þingis ákvað að afþakka það boð. „Evrópski seðlabankinn skrifaði sendiráðinu í Brussel sem skrifaði utanríkisþjónustunni sem skrifaði forsætisráðuneytinu og sagði að ef óskað yrði eftir umsögn þá væri bankinn fús til að veita hana. Nið- urstaða meirihluta viðskipta- nefndar var brjóta ekki þá venju sem er á Alþingi Íslendinga, sem er að leita eftir umsögnum inn- lendra aðila,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskipta- nefndar. Þegar lögin um Seðla- bankann voru endurnýjuð frá grunni 2001 hefði ekki komið fram ósk um umsögn erlendra aðila, frekar en í öðrum málum. En væri ekki til bóta að fá slíka umsögn? „Það væri eflaust til bóta að fá mikið af umsögnum, frá ameríska seðlabankanum og svo ég tali nú ekki frá öllum þeim seðlabönkum sem ætla að fara að lána okkur,“ sagði hún. Afþökkuðu umsögn Evrópska seðlabankans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.