Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-stæðisflokksins, sagði í þætt-
inum Hardtalk á BBC að ástæða
væri til að ræða hvort Ísland ætti að
ganga í Evrópusambandið.
En Geir sagðilíka, í svari
við spurningu um
inngöngu í ESB
og upptöku evr-
unnar: „En ein
lexían sem við
höfum lært er að
ekki er hægt að
vera með full-
komlega opið hagkerfi sem er svo
lítið með fullu frelsi í fjármagns-
flutningum og eigin gjaldmiðli. Ég
geri því ráð fyrir að næstu árin að
minnsta kosti höldum við okkur við
eigin gjaldmiðil en með mun
umsvifaminna bankakerfi. Ég held
að það sé viðráðanlegt og gerlegt.“
Geir sagði líka: „Ef við viljum svoaftur efla fjármálageirann hjá
okkur þurfum við að íhuga annan
gjaldmiðil.“
Er það svo að krónan dugi, svolengi sem bankakerfið stækkar
ekki á ný? Er ný bankaútrás for-
senda fyrir nýjum gjaldmiðli?
Meirihluti fyrirtækja og heimila ílandinu er ekki tilbúinn að
skrifa upp á að krónan dugi.
Krónan er neyðarbrauð næstu ár-in. Ef hægt á að vera að nota
hana sem slíka, er brýnt að lýsa því
sem fyrst yfir að stefnt sé að því að
taka upp evruna með inngöngu í
ESB.
Því fyrr, sem sjálfstæðismenn áttasig á þessu, þeim mun meiri
þrengingar er hægt að spara ís-
lenzkum fyrirtækjum og heimilum.
Það er ábyrgðarlaust tal að látaeins og krónan dugi.
Geir H. Haarde
Krónan dugar ekki
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"
##
!"
$ #
"
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
& &
&
'&
&
&
& ' ' ' &
*$BC
! " *!
$$B *!
( ) *
)
% +
<2
<! <2
<! <2
( *# ,
"
-.#/
D8-E
8
#
$
$
B
"2
#
%
&'%
*
# ()*(+%,
"
-
&%
(+ 01## 22
#%3
%,
"
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
RAFORKUVINNSLA á landinu jókst árið 2008
um 37,7% frá árinu áður og nam 16.467 GWh og
hefur ekki áður verið meiri. Mest munar um að
notkun stóriðju jókst um 53,3% á árinu og átti til-
koma Fjarðaáls stærstan þátt í aukningunni.
Á síðasta ári voru 77% af heildarorku á mark-
aðnum notuð af stóriðjufyrirtækjunum fjórum
sem eru álverin og Járnblendið. Í ágúst á þessu ári
verður svo tekin í notkun álþynnuverksmiðja
Becromal í Krossanesi. Eyþór Arnalds stjórnar-
formaður hjá fjárfestingafélaginu Strokk sem
byggir verksmiðjuna segir að orkuþörf hennar
verði 75 MW þegar hún er komin í fullan gang.
Raforkunotkun á íbúa er mikil á landinu, að-
allega vegna hlutfallslega mikillar notkunar stór-
iðjufyrirtækja. Notkun á íbúa á landinu er sú
mesta í heiminum en árið 2002 tók þjóðin við kefl-
inu af Norðmönnum og hefur haldið forystunni
síðan.
Almenn raforkunotkun jókst minna en undan-
farin ár og hægði á henni í samræmi við þær
breytingar sem áttu sér stað í þjóðfélaginu. Bæði
var hagvöxtur minni en árin á undan en einnig hef-
ur rafmagnsnotkun við byggingu virkjana og stór-
iðju dregist saman. Þegar líða tók á síðasta ár fór
að hægja á aukningu almennrar raforkunotkunar.
Á fjórða fjórðungi síðasta árs var aukning al-
mennrar forgangsorku komin niður í 1,1% miðað
við 3,5% og 3,9% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi
þegar búið er að leiðrétta tölur út frá breytingum
á lofthita. Það er svipuð auking og var á árunum
1989-94 þegar hagvöxtur var lítill á landinu.
Að sögn Ragnheiðar Ingu Þórarinsdóttur, að-
stoðarorkumálastjóra hjá Orkustofnun, má búast
við að almenn orkunotkun dragist nokkuð saman á
árinu. shv7@hi.is
Stóriðjan frek á raforkuna
Notkun jókst mikið með tilkomu Fjarðaáls Markaðshlutur stóriðju 77%
Á NÆSTU mánuðum er fyr-
irhugað að endurnýja og fegra
Klapparstíg ofan Laugavegar þ.e.
frá Laugavegi að Skólavörðustíg.
Útlit götunnar verður þá með
álíka sniði og Skólavörðustígur
eftir endurbætur sem gerðar voru
þar síðastliðið sumar. Allt yf-
irborð götu og gangstéttar verður
endurnýjað, ásamt lögnum. Snjó-
bræðsla verður sett í göturýmið,
þ.e. götu og gangstéttar. Mark-
mið framkvæmdanna er að fegra
götumyndina og bæta gönguleiðir,
en gönguleiðin vestan götunnar
verður breikkuð og gönguleiðir
verða upphækkaðar á gatnamót-
um.
Útboð verður í þessum mánuði
og hefjast framkvæmdir í apríl, en
þeim verður að mestu lokið í
ágúst. Áætlaður kostnaður er um
110 milljónir króna.
Morgunblaðið/Þorkell
Á horninu Klapparstígurinn fær andlitslyftingu næsta sumar.
Klapparstígurinn
verður endurnýjaður
Í HNOTSKURN
»Á Klapparstíg verður alltyfirborð götu og gang-
stéttar endurnýjað ásamt
lögnum.
»Snjóbræðsla verður sett ígöturýmið, þ.e. götu og
gangstéttir.