Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 40
40 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
Sudoku
Frumstig
8 7 1 4
6 4 8
9 2 8 5 6
4 7
6 3 8 5
2 9
5 1 9 6 2
6 3 8
4 7 8 9
9 4 3
8 2 4 1
2 4 9 8
6 3 9 7 2
9 2 4 1 6
7 6 3 5
8 6 4 7
3 2 6
2 6 4
5 7 3
4 1 7 2 9
9 2 6
2 4 8 6 9 1
1 3 2
4 2 9 1 6
1 7 5
3 9 2
5 9 4 7 1 6 3 2 8
3 8 7 2 4 9 5 6 1
6 1 2 3 5 8 9 4 7
9 3 8 1 7 2 6 5 4
7 4 1 9 6 5 2 8 3
2 6 5 4 8 3 7 1 9
1 7 6 5 3 4 8 9 2
4 5 9 8 2 7 1 3 6
8 2 3 6 9 1 4 7 5
4 3 9 7 6 2 5 1 8
6 2 7 5 8 1 3 9 4
5 8 1 9 3 4 6 2 7
1 4 3 8 2 5 9 7 6
8 7 6 1 9 3 2 4 5
2 9 5 6 4 7 8 3 1
9 1 2 4 5 6 7 8 3
7 6 8 3 1 9 4 5 2
3 5 4 2 7 8 1 6 9
3 7 8 9 6 1 4 5 2
2 6 1 4 5 7 8 3 9
5 4 9 8 3 2 7 1 6
9 1 5 7 8 4 2 6 3
4 2 7 3 9 6 5 8 1
6 8 3 1 2 5 9 7 4
1 9 4 6 7 8 3 2 5
7 3 2 5 1 9 6 4 8
8 5 6 2 4 3 1 9 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 14. febrúar,
45. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og
fulltingi, hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti
ég að hræðast? (Sl. 27, 1.)
Víkverji álítur sig liðtækan oggjaldgengan í flestu sem við-
kemur karlmennsku. Hann er alls
ekkert ofurkarlmenni, en honum vex
að minnsta kosti grön, hann kann að
bakka með kerru, er með hár á
bringunni, hefur verið á sjó og finnst
brennivín, hákarl og kæst skata hið
mesta lostæti. En á einu sviði skortir
svo á karlmennsku Víkverja að
stundum efast hann um líkamlegan
styrk sinn. Efast um að hann hafi
verið liðtækur við drykkjuskap í
gegnum tíðina. Efast um allt. Vík-
verji kann ekki að opna bjórflöskur
öðruvísi en með upptakara. Hann
bara getur það ekki. Ef Víkverji
hefði verið uppi á þeim stutta tíma
sem leið frá uppfinningu glerflösk-
unnar og málmtappans, þangað til
upptakarinn var fundinn upp, hefði
hann verið bindindismaður. Nú, eða
bruggari.
x x x
Almennt háir þetta Víkverja ekkií daglegu lífi. En vissulega hef-
ur þetta sín áhrif annað veifið. Segj-
um til dæmis að hann sé staddur í
veislu og láti þar digurbarkalega,
segi mannasögur af sjálfum sér og
berji sér á brjóst við eldhúsvaskinn.
Inn gengur þá kannski kvenmaður
og biður hann um að opna fyrir sig
bjórflösku. Upphefst þá vandræða-
leg leit að upptakara, sem auga gef-
ur leið að ekki þarf sérstakan hand-
styrk til að framkvæma. Auk þess
geta konur alveg gert þetta sjálfar.
Leitin stendur yfir alveg þangað til
einhver rindilslegur náungi vindur
sér að Víkverja, kippir af honum
flöskunni og opnar hana með ein-
hverri ótrúlegri aðferð. Hann bregð-
ur lykli undir tappann eða bítur
hann af svo heyrist þegar glerung-
urinn fræsist af tönnum hans. Vík-
verji á sér ekki viðreisnar von gegn
rindlinum, sem eflaust borðar
franskbrauð á Þorláksmessu og hef-
ur aldrei splæst kaðal. Víkverji hvet-
ur þess vegna þá sem kunna þessa
list að setja inn kennslumyndband á
netið eða senda sér um þetta póst.
Þangað til mun hann hugsa dreym-
inn um daginn þegar hann opnaði
flösku á tvöföldum stöðumæli við
Hverfisgötu. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 nægir, 4 sitja
að völdum, 7 stuttnefjan,
8 trjámylsnu, 9 gyðja, 11
fundvís, 13 púkar, 14
logið, 15 fals, 17 skaði,
20 lipur, 22 drekka, 23
storkar, 24 úldin, 25
vægar.
Lóðrétt | 1 skart, 2 oflát-
ungs, 3 brún, 4 kusks, 5
hímir, 6 svarar, 10 Evr-
ópubúi, 12 afkvæmi, 13
stefna, 15 megnar, 16
fnykur, 18 orustan, 19
líkamshlutar, 20 hafði
upp á, 21 nöldur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skrapatól, 8 allan, 9 óværð, 10 aum, 11 apann,
13 síður, 15 gulls, 18 halda, 21 ker, 22 mynda, 23 öskra,
24 samningur.
Lóðrétt: 2 kelda, 3 annan, 4 atóms, 5 óþægð, 6 dama, 7
æður, 12 Níl, 14 íma, 15 gums, 16 lynda, 17 skarn, 18
hrönn, 19 lukku, 20 afar.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. e3 Bg7 4. b3 c5 5.
Bb2 cxd4 6. exd4 0-0 7. Bd3 b6 8. 0-0
Bb7 9. Rbd2 d6 10. He1 Rbd7 11. c4 d5
12. De2 e6 13. Hac1 He8 14. c5 bxc5 15.
dxc5 Hc8 16. b4 e5 17. Ba6 Bxa6 18.
Dxa6 He6 19. Da4 Dc7 20. Rb3 Re4 21.
Ra5 Rdf6 22. c6 Db6 23. He2 Rg4 24.
Hf1 a6 25. h3 Rh6 26. Hd1 Hd8 27. Db3
Db5.
Staðan kom upp á Meistaramóti
Taflfélagsins Hellis sem stendur yfir
þessa dagana í húsakynnum félagsins
Álfabakka 14a í Mjóddinni. Halldór
Pálsson (1.961) hafði hvítt gegn Árna
Þorvaldssyni (2.023). 28. Hxe4! f5 29.
Hxe5 Bxe5 30. Bxe5 Rf7 31. Rd4 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Í konuleit.
Norður
♠8763
♥K82
♦KG987
♣Á
Vestur Austur
♠D92 ♠ÁKG105
♥7 ♥DG103
♦104 ♦D5
♣9875432 ♣G10
Suður
♠4
♥Á9654
♦Á632
♣KD6
Suður spilar 4♥.
„Ég vissi upp á hár hvar drottningin
var – ég bara fann hana ekki.“ Brids-
höfundurinn Frank Stewart er oft með
skáldaðar tilvitnanir í bandaríska
hafnaboltaspilarann Yogi Berra, en sá
er frægur fyrir frumleg og mótsagna-
kennd spakmæli: „Enginn fer á þenn-
an veitingastað lengur – það er allt of
troðið,“ er þekkt dæmi. Sá sem sat í
sæti sagnhafa hér gæti vel hafa afsak-
að sig í anda Berra, enda auðvelt að
finna ♦D. Austur sagði 1♠ við tíg-
ulopnun norðurs og vestur kom þar út
með tvistinn, þriðja hæsta. Sagnhafi
trompaði spaða númer tvö, tók næst
♥Á-K og sá leguna. Í ljósi þess að aust-
ur átti fjölda hálitaspila svínaði sagn-
hafi ♦G án frekari málalenginga og
spilið hrundi. Klaufalegt, því með því
að taka þrisvar lauf fyrst kemur í ljós
að austur á nákvæmlega tvílit í tígli.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Fólk kann að meta frásagn-
arhæfileika þína. Augnablik án asa er
munaður í þínum augum. Kysstu minn-
ingar og dansaðu með öldunum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú getur lært heilmargt um sjálfan
þig af samræðum þínum við aðra í dag.
Taktu lífið ekki of alvarlega.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Á næstu tveimur árum áttu eft-
ir að ná ákveðnu hámarki á starfsferli
þínum. Láttu aðra um að ráða sínum
málum, þú hefur nóg með þín.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Gættu þín á að fyllast ekki of
mikilli ákefð og lofa vinum þínum ein-
hverju sem þú munt síðar sjá eftir.
Stundum er röð og regla heillandi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú vekur svo sannarlega áhuga
annarra núna en ert aðallega í skapi til
þess að vera út af fyrir þig.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þær aðstæður koma upp að þú
neyðist til þess að segja hvar í flokki þú
stendur. Vertu því á verði gagnvart þeim
sem ala á illu umtali um aðra.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er undir sjálfum þér komið
hvort samskipti þín eru góð eða slæm við
annað fólk. Varastu að láta aðra teyma
þig of langt því það verður þér bara til
tjóns.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú finnur fyrir óvenjumiklu
sjálfstæði og uppreisnargirni og vilt alls
ekki láta segja þér fyrir verkum. Taktu
þig til og hentu að minnsta kosti fimm
hlutum sem þú þarfnast ekki lengur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Meðan vinnufélagarnir eru
enn að velta hlutunum fyrir sér hefur þú
þegar tekið ákvörðun. Reyndu að eyða
aldrei orku til einskis.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert mælskan uppmáluð
þegar sá gállinn er á þér. Misjafnar
skoðanir munu takast á í dag! Bíddu í
nokkra daga með að ræða það sem er
mikilvægt fyrir þig.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Leiðtoga- og stjórnunarhæfi-
leikar þínir eru með mesta móti. Líttu
það jákvæðum augum og ræddu málin
við vini þína.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú getur átt von á töfum á leið til
og frá vinnu í dag. Haltu samt hógværð
þinni, því hún er ásamt dugnaðinum þitt
aðalsmerki.
Stjörnuspá
14. febrúar 1942
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja, BSRB, var stofnað.
Aðildarfélög þess eru 27 og fé-
lagsmenn rúmlega tuttugu
þúsund.
14. febrúar 1959
Togarinn Þorkell máni kom úr
svaðilför af Nýfundnalands-
miðum, þar höfðu skipverjar
þurft að standa við íshögg
hvíldarlaust í þrjá sólar-
hringa.
14. febrúar 1966
Danskur stórkaupmaður, Carl
Sæmundsen, gaf íslenska rík-
inu húseign sína á Östervold-
gade 12 í Kaupmannahöfn,
sem Jón Sigurðsson forseti bjó
í um langt skeið. Þar er nú
Jónshús.
14. febrúar 1994
Björk Guðmundsdóttir söng-
kona var valin besta al-
þjóðlega söngkonan og besti
nýliðinn á Brit-tónlistarverð-
launahátíðinni í Bretlandi.
Hún fékk aftur verðlaun fjór-
um árum síðar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Fr. Jane Bo-
unds og hr. Sig-
urjón Helgi
Kristjánsson
verða gefin sam-
an í heilagt
hjónaband í dag,
14. febrúar, kl.
9, í Kirkju Jesú
Krists hinna síð-
ari daga heilögu, Patterdale Road,
Ashton-under-Lyne, Lancashire,
OL7 9JA. Veislan verður í menn-
ingarsal kirkjunnar að athöfn lok-
inni. Innsiglun hjónabandsins fer
síðan fram í England Preston-
musterinu seinna um kvöldið.
Brúðkaup
„Í tilefni dagsins geri ég ráð fyrir, og geri reyndar
kröfu til þess, að konan mín komi mér með ein-
hverjum hætti á óvart. Hefst það vonandi um leið
og ég vakna með góðum morgunmat,“ segir Jens
Þórðarson, verkfræðingur og deildarstjóri hjá
tæknideild Icelandair í Keflavík. Hann segir vinn-
una taka mestan tíma sinn þessa dagana. Hinir
erfiðu tímar séu síst til þess fallnir að fækka verk-
efnum sínum eða gera þau auðveldari viðfangs.
Jens er svo heppinn að eiga afmæli á Valent-
ínusardaginn. Hann segir kankvís að hann losni af
þeim sökum við að gera vel við eiginkonu sína,
Ernu Kristínu Blöndal, á þessum degi elskendanna. „Reyndar nýti ég
alla aðra daga til þess að gera vel við hana,“ segir hann þó til að bæta
fyrir grínið.
Jens segist ekki fastheldinn á afmælishefðir, nema þá kannski að
borða góðan morgunmat. „Valentínusardagurinn er heldur klisju-
kenndur hátíðisdagur. Maður reynir yfirleitt að forðast allt sem þeim
degi tengist. Ég reyni að gleyma því að þetta sé dagur einhvers ann-
ars en sjálfs mín.“ Jens stefnir á að halda kaffiboð fyrir sína nánustu
fjölskyldu í dag til að fagna deginum enn frekar. onundur@mbl.is
Jens Þórðarson verkfræðingur er 27 ára í dag
Býst við miklu
Nýirborgarar
Reykjavík Ríkharður
Helgi fæddist 20. október
kl. 12.26. Hann vó 4.050 g
og var 52,5 cm langur.
Foreldrar hans eru Krist-
rún Helga Ólafsdóttir og
Ómar Freyr Ómarsson.
Reykjavík Þorsteinn Logi og Þóra Sóldís fæddust 22.
október. Logi fæddist kl. 8.54. Hann vó 2.540 g og Þóra
Sóldís fæddist kl. 8.55. Hún vó 2.480 g, þau voru jafn-
löng, 47 cm. Foreldrar þeirra eru María Júlía Jóns-
dóttir og Þórður Sigurðsson. Með þeim á mynd er Þór-
unn Birta systir þeirra.