Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 41
Velvakandi 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FIMMÞÚSUND- KALL?!? FYRIR PÍTSU?!? MAÐUR BORGAR AUKALEGA FYRIR LÖGREGLUFYLGDINA AF HVERJU FERÐ ÞÚ ALLTAF Í VINNUNA EN EKKI MAMMA? OG HÚN VILDI HÆTTA? EFTIR AÐ ÞÚ KOMST Í HEIMINN ÁKVÁÐUM VIÐ AÐ ANNAÐ OKKAR YRÐI HEIMA TIL AÐ HUGSA UM ÞIG VINNUNNI HENNAR MÖMMU ÞINNAR FYLGDI STREITA OG ÁLAG... NEI, HÚN VAR ORÐIN VÖN ÞVÍ, SVO AÐ OKKUR FANNST SNIÐUGRA AÐ... HVAÐ ÁTTU VIÐ?!? EDDI, TALAR ÞÚ FRÖNSKU? JÁ, PÍNU... FLOTT! SEGÐU ÞESSUM HERRAMÖNNUM AÐ VIÐ EIGUM ÝMISLEGT SAMEIGINLEGT... VIÐ ERUM TIL DÆMIS ALLIR MJÖG HRIFNIR AF FRÖNSKU VÍNI HANN FÉKK STYRKI TIL AÐ GERA ÞAÐ HRAÐSKREIÐARA HVERNIG VAR FYRSTI SKÓLADAGURINN? HANN VAR HRÆÐILEGUR! ÉG FÉKK VERSTA KENNARANN Í SKÓLANUM! MAÐUR MÁ EKKI TALA ÁN ÞESS AÐ RÉTTA UPP HÖND... SKRIFBORÐIÐ MANNS VERÐUR ALLTAF AÐ VERA HREINT... OG MAÐUR MISSIR STIG EF MAÐUR LÆRIR EKKI HEIMA! ER KIDDU ILLA VIÐ NÝJA KENNARANN SINN? JÁ... EN EKKI MÉR MIG LANGAR AÐ NÁ SHOCKER EINS FLJÓTT OG ÉG GET, EN ÉG KEMST EKKI STRAX AF HVERJU EKKI? VEGNA ÞESS AÐ ÉG TÓK BÚNINGINN MINN EKKI MEÐ MÉR HINGAÐ KANNSKI GERÐIR ÞÚ ÞAÐ EKKI... EN ÉG GERÐI ÞAÐ ÞÚ ERT ÆÐI! KÆRI BLÝANTSVINUR, HVERNIG HEFUR ÞÚ HAFT ÞAÐ? ÉG HEF HAFT ÞAÐ GOTT. VEÐRIÐ ER BÚIÐ AÐ VERA MJÖG FÍNT. Í GÆR VAR HEITT ALLAN DAGINN. Í MORGUN VAR FREKAR KALT, EN Í HÁDEGINU VAR ORÐIÐ HEITT. ER ÞETTA ORÐIÐ OF LEIÐINLEGT HJÁ MÉR? VALENTÍNUSARDAGURINN er í dag og í tilefni þess og Vetrarhátíðar í Reykjavík koma Akureyringar til Reykjavíkur og kynna ferðaþjónustu á Norðurlandi. Gestirnir vilja leggja áherslu á að þeir brosa með hjartanu og setja upp rauð hjörtu víðsvegar um borgina. Á myndinni má sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra líma kærleikshjörtu á Ráðhús Reykja- víkur. Einnig munu ísskurðarmenn skera út hjörtu úr ís við Höfuðborg- arstofu og munu einnig vera að verki við gerð íshjarta á Austurvelli þar sem Kærleiksganga hefst klukkan 17. Morgunblaðið/Golli Brosa með hjartanu Starfsfólk Nóatúns ÉG hef verið fastur við- skiptavinur Nóatúns í Austurveri í nokkur ár. Undanfarið hef ég tek- ið eftir því að starfs- fólkið þar stendur yfir unglingum og fylgist með hverri hreyfingu. Allt upp í fimm starfs- menn fylgjast með ung- lingunum í einu, þeir hafa ekkert frelsi. Ung- lingar hafa vissulega ekki gott orð á sér en það eru alls ekki allir unglingar slæmir. Skv. rannsóknum hefur komið í ljós að fólk á 20-30 ára aldri er þeir sem stela oftast, unglingar langt frá því að vera verstir. Ég spyr, eiga ekki allir rétt á því að versla í friði? Ég bið starfsfólk Nóatúns að vera ekki að beina spjótum sínum að einum aldurshópi! Guðbjörg. Lítil saga af tveimur stjórnarskrám og nokkrum reglugerðum AÐ FYRRI heimstyrjöld lokinni stofnuðu Þjóðverjar lýðveldi og sam- þykktu stjórnarskrá sem almennt var talin ein hin lýðræðislegasta í Evrópu. Árið 1933 komst Adolf Hit- ler til valda í skjóli þessarar sömu stjórnarskrár. Hún var aldrei form- lega numin úr gildi í þriðja ríkinu og á meðan ógnarstjórn nasista var við völd voru sex milljónir gyðinga myrt- ar auk fjömargra annarra. Fáum ár- um eftir valdatöku Hitlers var sam- þykkt í Sovétríkunum ný stjórnarskrá sem var mjög lýðræð- isleg að allri gerð. Blekið á henni var varla þornað þegar Stalín og skó- sveinar hans hófu blóðugar hreins- anir sem kostuðu ótölulegan fjölda fólks lífið og enn fleiri sátu árum saman í fangabúðum. Í dagblöðunum 5. febrúar sl. birtu þeir sem standa að vefritinu Andríki auglýsingu sem ætlað er að sýna fram á að ekki hefði skort reglugerðir og lög til að halda utan um efnahagslífið und- anfarin ár. Þessi aug- lýsing missir hrap- allega marks því það eina sem hún leiðir í ljós, líkt og sagan hér að framan um stjórn- arskrárnar tvær, er að það skiptir litlu máli hvað settar eru margar reglugerðir eða lög ef pólitískan vilja stjórnvalda til að framfylgja þeim sem skyldi skortir. Því má segja að framtak þetta snúist upp í andhverfu sína og umbreytist í átakanlegt minnismerki um gjaldþrot þeirrar hugmyndafræði sem aðstandendur Andríkis hafa helgað krafta sína undanfarin ár. Guðmundur J. Guðmundsson kennari. Svar til Magnúsar Í VELVAKANDA hér á dögunum þakkar Magnús nokkur Kristjánsson mér fyrir grein sem ég skrifaði í Skessuhornið fyrir nokkru. Við höf- um nú áður verið sammála og nefni ég þar lúpínubeitarlönd fyrir rollur. Hann bendir á að uppstoppuðu dýrin hans lykti illa. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi ólykt af dýrunum hans stafar af því að hann verslar við lélegan hamskera og ráð- legg ég honum að skipta honum út fyrir nýjan, eins og hverjum öðrum bankastjóra. Margrét Jónsdóttir, Melteigi 4, Akranesi.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsfundur í Gjábakka kl. 14. Stefán Ólafs- son prófessor, formaður nefndar um end- urskoðun almannatryggingakerfisins ræðir um almannatryggingakerfið og væntanlegar breytingar á því og svarar fyrirspurnum. Ingvar Hólmgeirsson leikur á harmoniku. Kaffiveitingar í boði félags- ins. Takið með ykkur gesti. Félagsheimilið Gjábakki | Gönguhópur Hana-nú fer í heimsókn í félagsmiðstöð- ina Hæðargarð. Farið með rútu kl. 9.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Fyr- irhugað er að vera með málm og silfur- námskeið ef næg þátttaka fæst, kennari Vífill Valgeirsson. Einnig er fyrirhuguð stóla leikfimi ef næg þátttaka fæst, kenn- ari Kolbrún Þórðardóttir jógakennari og hjúkrunarfræðingur. Skráning í s. 546- 5260. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Skoðunarferð í Byggðarsafn Hafn- arfjarðar verður 19. febrúar. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Akstur kostar 1.000 kr. Þátttaka tilkynnist í síma 586- 8014 kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vetrarhátíð í Reykjavík í Ráðhúsinu kl. 14.30-17. M.a. skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, dagskrá frá Vestmannaeyjum, kórsöngur o.fl. Kynnir Raggi Bjarna, sem ásamt Þor- geiri Ástvaldssyni slær á létta strengi. Hraunsel | Sparidagar á Hótel Örk 8.-13. mars. Skráning og nánari upplýsingar í s. 555-0142. Sjá febh.is Hæðargarður 31 | Í tilefni Vetrarhátíðar kl. 10-11.30: laugardagsganga kl. 10, leið- sögumenn Þórdís Ólafsdóttir og Theo- dóra Thorodssen. Gestir dagsins eru Hana-nú og Göngu-Hrólfar. Teygjuæf- ingar, vatn, ávextir, Guðni Stefánsson leikur á nikkuna og Inga og línudansarar. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands- skóla v/Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands- skóla v/Víðigrund kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490 og 554-2780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.