Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 51
Menning 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Reuters Kabbalah, kabbalah Madonna í dulspekilegum stellingum. SÍÐUSTU fregnir úr heimi slúðurpressunnar herma að Madonna sé nú ákveðin í að fá kærasta sinn, hinn 22 ára Jesus Luz, til að endurskoða kaþólska trú sína og gang- ast undir dulspeki Kabbalah sem Madonna stundar af miklum móð. Að sögn heimildarmanns í innsta hring popp-stjörnunnar virðist sem áhrifamáttur Madonnu sé þegar farinn að hrífa á Luz því hann er nú búinn að skrá sig í Kabbalah-hóp á netinu. Foreldrar Luz eru strangtrúaðir kaþólikkar og skiljanlega mjög áhyggju- fullir yfir áhrifamætti söngkonunnar á son þeirra sem er víst yfir sig ástfanginn af stjörnunni. Madonna og Jesus byrjuðu saman í desember í fyrra í kjölfar þess þegar Madonna sparkaði hafnaboltastjörnunni A-Rod. Mun það hafa vegið þungt að A-Rod hafði lítinn áhuga á dulspekinni. Jesus stundar Kabbalah Jesus Luiz Karlfyrirsætan hyggur á Kabbalah-nám. Skráðu þig strax í síma 578-8200 Námskeiðin byrja 3. nóvember! Skrá -8 Námskeiðin byrja 16. febrúar BRESKI grínist- inn Steve Coogan olli mikilli hneykslan á dög- unum þegar hann gerði ósmekklegt grín að sjálfsmorði Kurts Cobains í spjallþætti Craigs Ferguson The Late Late Show. Ferguson bar upp spurningu um samband Co- ogans við ekkju Cobains, Courtney Love, sem Coogan svaraði með því að stinga tveimur fingrum upp í munn sér og öskra: „Ef ég væri með byssu, myndi ég stinga henni upp í mig.“ Ferguson minntist þá á þann orðróm að Courtney Love væri um þessar mundir í sambandi við leik- arann Mickey Rourke og viðbrögð Coogans létu ekki á sér standa: „Ertu ekki að grínast? Ég er farinn héðan með næsta flugi.“ Coogan og Love áttu í stuttu ástarsambandi árið 2005, ári eftir að Cobain lést en eftir að sambandi þeirra lauk rifust þau heiftarlega í fjölmiðlum eftir að hann neitaði að hafa gert Love ófríska. Þrátt fyrir að þau hafi tal- ast við síðan eru allar líkur á að þau muni verða á vegi hvort annars ef svo fer að Love flytji til Englands. Courtney Love lýsti því nefnilega yfir á dögunum að hana langaði að flytja til Buckinghamskíris. „Ég er búin að fá nóg af lífinu í Los Angel- es. Hér býr brjálað fólk.“ Ekki fylgir sögunni hvort henni hafi að því loknu verið bent á bjálkann. Steve Coogan Misjafnlega fynd- inn grínisti. Lét ósmekk- leg orð falla í spjallþætti ÞVÍ var haldið fram í vikunni að leikararnir T.R. Knight og Kather- ine Heigl væru að hætta í lækna- þáttunum Greys Anatomy. Höf- undur þáttanna, Shonda Rhimes, segir það ekki satt. „Þetta var mjög áhugaverður orðrómur og hann er ekki sannur,“ sagði Rhimes á NA- ACP verðlaununum í Los Angeles á fimmtudagskvöldið. Orðrómurinn fór af stað eftir að ummæli, sem voru höfð eftir Greys- leikaranum James Pickens Jr., voru tekin úr samhengi í fjölmiðlum. „Þetta var algjörlega tekið úr sam- hengi og ég held að orðrómur verði að staðreyndum mjög auðveldlega. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað mun gerast í þáttunum en þetta er orðrómur,“ sagði Rhimes. Greys Anatomy fór með þrenn verðlaun heim af NAACP hátíðinni. Meðal annars fékk Chandra Wilson verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu. Hún sagði allt vera í góðu á tökustað. „Við hlæjum að þessum orðrómi,“ sagði hún og neit- aði að félagar hennar væru að yf- irgefa þáttinn. Reuters Greys Chandra Wilson leikur lækni. Enginn að hætta í Greys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.