Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 ✝ Valgerður Sigfús-dóttir fæddist í Vogum í Mývatns- sveit 26. febrúar 1925. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga, Húsavík föstudaginn 6. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigfús Hallgrímsson, bóndi og organleik- ari, Vogum, og kona hans Sólveig Stef- ánsdóttir húsfreyja frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vogum. Systkini Valgerðar sem upp komust eru: Ólöf, f. 21.8. 1913, d. 19.3. 1926; Bára, f. 5.10. 1915, d. 5.10. 2000; Stefán, f. 17.8. 1917, d. 10.3. 1999; Ásdís, f. 27.11. 1919; Hinrik, f. 26.11. 1922; Sólveig Erna, f. 15.2. 1927; Jón Árni, f. 23.10. 1929, og Guðfinna Kristín, f. 6.12. 1933. Hinn 20. ágúst 1948 giftist Val- gerður Haraldi Gíslasyni, mjólk- ursamlagsstjóra á Húsavík, f. 28.4. 1915, d. 27.12. 1984. Foreldrar hans Matthíasdóttur, f. 24.11. 1965, börn þeirra eru Hildur Björk, f. 10.3. 1989 og Valgerður, f. 8.4. 1992. 7) Haraldur, f. 4.9. 1966, sambýlis- kona Guðrún Anna Jónsdóttir, f. 23.8. 1974. Barn Haraldar og Þóru Hermannsdóttur Passauer, f. 24.8. 1969, er Ástríður f. 18.12. 2001. Valgerður var einn vetur í Al- þýðuskólanum á Laugum í Reykja- dal og síðan einn vetur í Hús- mæðraskólanum á Laugum. Eftir vetrardvöl í Reykjavík hóf hún störf á Hótel Húsavík 1946, hjá Ásu Stefánsdóttur frænku sinni. Eftir að Valgerður og Haraldur hófu bú- skap var aðalstarfsvettvangur hennar rekstur heimilisins, enda heimilið gestkvæmt og gjarnan viðkomustaður frændfólks úr sveitum, ekki síst meðan beðið var barnsfæðinga. Valgerður vann líka við síldarsöltun á „stéttinni“, í frystihúsinu „hraðinu“, eldhúsi sjúkrahússins og við ræstingar. Valgerður söng með kirkjukór Húsavíkurkirkju um árabil, starf- aði með Kvenfélagi Húsavíkur og Slysavarnadeild kvenna á Húsavík og síðustu árin söng hún með Sól- seturskórnum. Útför Valgerðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. voru Gísli Brynjólfs- son og Kristín Jóns- dóttir, Haugi, Flóa. Börn Valgerðar og Haraldar eru: 1) Son- ur, f. 16.2. 1949, d. 16.2. 1949. 2) Stefán Haraldsson, f. 23.4. 1950, kvæntur Frið- riku Baldvinsdóttur, f. 2.2. 1961, sonur þeirra er Ófeigur Óskar, f. 18.4.1998. Börn Stef- áns og Valgerðar Önnu Mikkelsen, f. 18.2. 1948, eru Arnar Þór, f. 29.10. 1979 og Ása Sólveig, f. 14.3. 1983. 3) Guðmundur Óskar, f. 13.4. 1951. 4) Gísli, f. 10.9. 1952, börn hans og Hjördísar Sverr- isdóttur, f. 6.6. 1961 eru Einar, f. 3.4. 1982 og Haraldur, f. 21.7. 1984. 5) Sigfús, f. 31.7. 1955, sambýlis- kona Elfa Brynja Sigurðardóttir, f. 6.8. 1958. Börn Sigfúsar og Emilíu Bjargar Björnsdóttur, f. 19.7. 1954, eru Kristinn Björn, f. 29.9. 1983, Haraldur Gísli, f. 5.10. 1986 og Stef- án Geir, f. 14.3. 1991. 6) Jón Krist- inn, f. 13.2.1963, kvæntur Klöru Valla tengdamóðir mín er látin á áttugasta og fjórða aldursári. Ég dáðist að dugnaði og styrk þessarar konu. Hún var sjálfstæð, ákveðin og féll sjaldan verk úr hendi. Hún hafði alltaf eitthvað á prjónunum og ófá eru plöggin sem hún sendi okkur. Ófeigur Óskar var vel birgur af vettlingum og sokkum en það sá amma um áður en hún fór. Valla saumaði einnig mikið út og var það okkur oft til dundurs að fara í dúkaskápinn hennar þar sem hún sýndi mér marga gersemina; gamla útsaumaða dúka. Þar fórum við yfir skemmtilega sögu allt frá kvenna- skólaárunum á Laugum. Þá var hún kát þrátt fyrir að hún segði stöðugt og með hálfgerðum þjósti að þetta væri nú meiri vitleysan að geyma þetta „drasl“ um leið og hún þeytti dúkunum úr skápnum og upp á borð til að sýna mér og það örlaði á stolti. Hún átti líka „uppskriftaskáp“ sem í voru gersemar. Oft kom ég í heimsókn og þá sat hún við eldhús- borðið og blaðaði í gömlum upp- skriftum. Þá flæddu matarupp- skriftarblöð út um allt borð en hún var að taka til í skápnum og gat gleymt sér í lestri gamalla upp- skrifta. Það voru hvergi betri smá- kökur fyrir jólin en hjá Ömmu í Sól- brekku. Mývatnssveitin var hennar sælustaður og heima í Vogum undi hún sér best. Þangað fór hún á sumrin og dvaldi fram á haust, hún var eins og farfuglarnir. Ég man að stundum þegar við komum í heim- sókn þá var hún með hníf í hendi og hafði verið að skera heimanjóla við vatnið. Henni var meinilla við njól- ann og var að uppræta hann. Á sama tíma notaði ég hann í skreyt- ingar og þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja henni það en man svipinn á henni er hún sá skreytingarefnið heima hjá mér. Valla var óþreytandi við að fara í berjamó og var fljót að tína. Þar hafði ég ekki roð við henni. Hún þurfti nefnilega að senda strákunum sínum ber því þeir kæmust aldrei í berjamó þarna á suðurlandinu. Dugnaðurinn í tengdamóður minni var einstakur en það var viljinn og krafturinn sem komu henni áfram þegar heilsan fór að slakna nú í seinni tíð. Valla var ekki allra og átti ekki auðvelt með að biðja um hjálp. Lífið hafði ekki alltaf farið blíðum hönd- um um tengdamóður mína en ég fann það þegar við þurftum oftar hvor á annarri að halda að bak við skelina var viðkvæm blíð og ynd- isleg kona sem mátti ekkert aumt sjá. Fjölskylda hennar var henni allt. Það var yndislegt að sjá hversu mikil gleði og léttir það var þegar sonur hennar Guðmundur Óskar flutti norður og fór að búa á Páls- garði. Það var stór stund í lífi Völlu. Hún var tónelsk og hafði yndi af fallegri tónlist og söng. Hún starfaði í mörgum kórum og nú síðast í Sól- seturskórnum, kór aldraðra á Húsa- vík. Valla tók þátt í félagsstörfum og var meðal annars í Slysavarnafélag- inu og kvenfélaginu. Heimili hennar var lengst af í þjóðbraut og voru ófáir kaffisoparnir drukknir og eða matur og gisting þegin. Það er margs að minnast en ég læt hér staðar numið og bið Völlu tengdamóður minni blessunar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Friðrika Baldvinsdóttir. Fyrir sveitafólkið hér áður fyrr var Húsavík með borgarbrag. Þang- að þurftu menn að leita til læknis og þar var víst líka hótel. En það hótel sem við þekktum best var á Héðins- braut og þar var alltaf rúm fyrir alla, bæði til matar og svefns, og þar var ekki gerður reikningur fyrir óþrjótandi umhyggju til líkama og sálar. Valla móðursystir okkar var ein af hetjum hversdagslífsins. Hún og Haraldur áttu stórt og glæsilegt heimili þar sem var endalaus gesta- gangur og allir fengu mat og kaffi á öllum tímum sólarhrings. Þar var glatt á hjalla, mikið hlegið og skraf- að og gilti þá einu hvort það voru mjólkurbílstjórar allra sveita eða grannkonurnar. En hjá Völlu og Haraldi áttu fleiri skjól. Flestar konur henni venslaðar og tengdar dvöldu þar um lengri og skemmri tíma þegar komið var að því að fæða börnin. Það gat verið ótrygg færð úr Mývatnssveit að vetrarlagi og þá var gott að eiga samastað á Héðinsbrautinni. Við systkinin dvöldum því flest hjá Völlu meðan við vorum enn í móðurkviði og auk þess líka þegar beðið var eft- ir yngri systkinum. Lengst var dvöl- in þegar von var á tvíburum í mars- lok. Þá var það ekki aðeins mamma sem beið hjá Völlu heldur líka elsta systirin og sú sem var aðeins tveggja ára. Þetta var langur tími en allir voru okkur einstaklega góð- ir, ekki síst strákaskarinn hennar Völlu sem umbar okkur og nennti meira að segja að leika við okkur líka. Það var lítill þakklætisvottur þegar tvíburarnir voru látnir heita í höfuðið á þeim hjónum, og ekki er örgrannt um að smávegis af lund þeirra Völlu og Haraldar hafi jafn- vel fylgt með nöfnunum! Ógleymanleg eru líka áramótin sem öll Stuðlafjölskyldan dvaldi á Héðinsbrautinni í tilefni af barns- fæðingu. Það var ekki tiltökumál að bæta okkur við hópinn en það hafa örugglega verið ófáar vinnustundir Völlu við mat og þvotta þann tíma. Svo fengu börnin botnlangabólgu, unglingarnir settust á skólabekk og fullorðnir komu í kaupstaðinn og alltaf var pláss hjá Völlu. Þetta hélst þótt húsið héti nú Sólbrekka, strák- arnir færu að heiman til náms og Haraldur þyrfti að kveðja lífið alltof snemma. Síðustu árin var Valla oft ekki heilsuhraust en alltaf var hún jafn hress í viðmóti, geystist upp í sveit á bílnum og þoldi ekkert víl og væl um lítilsverða hluti. Hún hafði sterkar taugar til heimahaganna í Vogum og átti þar fallegan griðastað. Hún naut þess að syngja og hlusta á söng og nú þegar hún hefur hitt Harald sinn aftur þá munu englarnir syngja þeim það þakklæti sem við hefðum viljað tjá svo miklu betur en hægt er með orðum. Sonunum öllum og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét, Hinrik Árni, Gunnar, Sólveig Anna, Ólöf Valgerður, Sigfús Haraldur, Bóas Börkur, Ragnheiður, Birgitta og fjölskyldur. Elsku Valla mín er dáin, farin til betri heima. Haraldur tekur örugg- lega vel á móti henni ásamt syni þeirra og barnabörnum sem farið hafa á undan þeim. Valla var litla systir mömmu minnar, samt ekki lítil. Ég man eftir henni í alls konar fínum jakkakjól- um og drögtum, sem Haraldur hafði keypt á hana á ferðum sínum í út- löndum. Ekki einu sinni mamma átti svona fínirí. Valla var einstaklega dugleg og verklagin. Hún sá mynd- arlega um sitt stóra heimili. Allir myndarlegu og duglegu synir henn- ar, frændur mínir, hafa fengið allt það besta frá foreldrum sínum, mömmu sinni og harðduglegum og góðum föður sínum. Þau hjónin hýstu alla fjölskyldumeðlimi sem komu til Húsavíkur, sóttu og keyrðu, – ekki síst barnshafandi konur í stórum stíl! Lífið hefur ekki alltaf farið mjúk- um höndum um hana Völlu okkar. Valgerður Sigfúsdóttir ✝ Theódóra Krist-jánsdóttir fæddist á Ísafirði 12. sept- ember 1941. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans við Hringbraut 6. febrúar sl. Foreldrar Theó- dóru voru Kristján Pálsson, f. 24.9. 1916, d. 30.11. 1998, og Guðmunda Sigríður Jóhannsdóttir, f. 20.3. 1922, d. 12.3. 2005. Systkin Theódóru eru: Ólöf Friðgerður, f. 2.10. 1943, gift Kristjáni Friðriki Björnssyni, Guðmundur Páll Kristjánsson, f. 30.9. 1945, kvæntur Sigríði Sveins- dóttur, Ósk Sigurborg Kristjáns- dóttir, f. 27.7. 1947, Guðmundur Þór Kristjánsson, f. 1.10. 1954, kvæntur Elínborgu Helgadóttur og Kristján Eyjólfur Kristjánsson, f. 23.8. 1960, í sambúð með Láru Leifsdóttur. Theódóra giftist Birni Elíasi Ingi- marssyni, f. 12.8. 1936 í Hnífsdal, 4.1. 1962. Elías lést 9.3. 2008. For- eldrar Elíasar voru Halldór Ingimar arsson. 3) Finnbjörn Elíasson, f. 30.9. 1965, kvæntur Gyðu Björg Jónsdóttur, f. 9.2. 1967. Börn þeirra: Dagný, f. 17.12. 1988, í sam- búð með Ómari Erni Sigmunds- syni, barn þeirra Óskar Ingimar Ómarsson, f. 2008. Hálfdán, f. 3.2. 1992. Elísabet, f. 8.2.1999. Fyrir á Finnbjörn soninn Halldór Ingimar, f. 5.7. 1985, sambýliskona hans er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. 4) Guðmunda Kristín, f. 30.1. 1970, gift Friðriki Ó. Friðrikssyni, f. 21.5. 1969. Börn þeirra: Magnea Mist, f. 5.11. 1998 og Katrín Embla, f. 1.7. 2003. Theódóra var fædd og uppalin á Ísafirði. Eftir skyldunám nam hún eitt skólaár við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Að því loknu hóf hún störf í húfusaumastofunni Hektor og starfaði þar þangað til hún flutti 18 ára gömul til Hnífsdals. Hóf hún þá búskap með Birni Elíasi og bjó þar alla tíð síðan. Eftir að hún flutti til Hnífsdals vann hún lengst af við fiskvinnslu í Hraðfrystihús- inu í Hnífsdal. Hin síðari ár starfs- ævinnar vann hún um tíma í fisk- búð Norðurtangans á Ísafirði og síðar á leikskólanum í Hnífsdal. Theódóra var virk í félagsstarfi Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal og í Sinawik, kvenfélagi Kiwanis- klúbbsins Bása. Jarðarför Theódóru fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag kl. 14. Finnbjörnsson frá Görðum í Aðalvík, f. 4.1. 1897, d. 26.10.1991, og Sigríð- ur Elísabet Guð- mundsdóttir frá Naustum í Eyr- arhreppi, f. 13.6. 1898, d. 20.5. 1985. Börn Theódóru og Elíasar eru: 1) Halldóra, f. 18.5. 1961, gift Guðmundi Thoroddsen, f. 26.11. 1962, börn þeirra eru Theódór Hrannar, f. 25.12. 1996 og Halldór Gústaf, f. 25.12. 1996. Fyrir á Halldóra dótt- urina Birgittu Ýri, f. 27.4. 1986. 2) Sigríður Inga, f. 27.10. 1963, gift Svavari Geir Ævarssyni, f. 7.10. 1959. Börn Sigríðar af fyrra hjóna- bandi eru: Ingibjörg Heba, f. 19.6. 1982, börn hennar eru: Eygló Inga,f. 1998, Theódóra Björg, f. 2004 og Jóna María, f. 2006. Björn Elías, f. 29.11.1984, sambýliskona hans er Brynja Stefánsdóttir, og Salóme, f. 4.8. 1989, sambýlismaður hennar er Kristinn Gauti Ein- Elsku besta mamma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá mér. Ekki óraði mig fyrir því að aðeins tæpu ári eftir fráfall pabba myndir þú kveðja líka. Ég veit að það var mjög erfitt fyrir þig að missa hann pabba. Þið voruð svo samrýnd. Mér fannst þú vera að ná áttum í ágúst þegar þú dreifst þig með kven- félaginu til Glasgow þar sem þú skemmtir þér svo vel. Þú varst búin að panta ferð til Marmaris sem þú ætlaðir í með Jóni og Hönnu, vinafólki ykkar pabba, og varst á leiðinni vest- ur til að græja þig fyrir ferðina þegar áfallið dundi yfir. Sjúkdómur sem þú hafðir þurft að burðast með um langt árabil og tekist hafði að halda niðri lét finna fyrir sér af miklum þunga. Ég minnist þess að þú varst nýorð- in 67 ára. Við tók erfið lyfjameðferð á Landspítalanum. Þú varst alltaf ákveðin í því að yfirstíga þessa erf- iðleika og sigrast á veikindunum. Í desember virtist eins og þú værir að hafa betur í baráttunni og ég fann hvernig bjartsýni þín og æðruleysi hélt þér gangandi. Fjölskyldur okkar Guðmundu syst- ur héldum með þér jólin hér fyrir sunnan og var það ómetanlegur tími. Í byrjun febrúar dundi svo annað áfallið yfir þegar sjúkdómurinn var kominn á fullt aftur. Barátta þín var svo sterk og þú sagðir við mig þar sem við áttum yndislega stund saman að þetta myndi nú lagast allt saman. Þetta var síðasta stundin okkar sam- an. Elsku mamma mín, núna er þján- ingu þinni lokið og þú hefur fengið hvíldina. Elsku besta mamma. Nú ert þú komin til pabba. Skilaðu kveðju til hans. Þín dóttir, Halldóra. Lífið getur stundum tekið á sig undarlegar myndir. Það er svo stutt síðan við kvöddum hann pabba okkar eftir stutt veikindi og nú kveðjum við þig elsku mamma mín, ellefu mánuð- um síðar. Þrátt fyrir að við vissum í hvað stefndi þá héldum við alltaf í vonina um að þú ættir eftir að eiga lengri tíma með okkur. Elsku mamma mín, það er með ólíkindum hvað þú sýndir mikið æðruleysi og barst mikla von í brjósti þér allan tím- ann um að þú ættir eftir að fara í Hnífsdalinn aftur og halda þínu striki áfram þar. Þú ætlaðir að vera hjá mér þangað til litla barnið væri fætt og drífa þig svo vestur. Það var mér og fjölskyldunni minni ómetanlegt að geta verið svona mikið með þér síð- ustu mánuðina og eiga með þér allar góðu stundirnar heima í Álfheimun- um þar sem þú áttir þér athvarf þegar þú þurftir ekki að dvelja á sjúkrahús- inu. Aldrei heyrði ég á þér að þú misstir vonina og trúna. Meira að segja daginn sem þú kvaddir okkur sagðir þú „þetta lagast allt“. Styrkur þinn og æðruleysi var okk- ar stærsti styrkur í veikindunum þín- um og mun lifa með okkur áfram. Þessi líka hæfileiki til að sjá það já- kvæða við hvað það sem að höndum bar, það lifir með okkur elsku mamma. Þú varst ekki bara mamma, þú varst líka vinur minn. Það var allt- af gott að leita til þín, bæði sem barn og fullorðin, þú hvattir mig alltaf áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og taldir mér trú um að ég gæti gert hlutina. Í uppeldinu varst þú skipstjórinn heima, pabbi var skipstjórinn á sjón- um. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja, það var alveg sama hvað þurfti að gera á heimilinu, sauma, baka, smíða, mála, flísaleggja – þú leystir öll verk- efnin vel af hendi með þinni einstöku lagni. Eftir að pabbi hætti á sjónum og kom í land fóruð þið að njóta þess að vera saman og ykkar yndi voru ferðalögin ykkar erlendis og hérlend- is. Þið þeystuð um landið þvert og endilangt á jeppanum með „tusku- húsið“ í eftirdragi allt fram á síðasta sumarið hans pabba. Alltaf var tími fyrir barnabörnin og barnabarnabörnin og voru samskipti ykkar við þau lituð af vináttu og vænt- umþykju í þeirra garð. Hvert og eitt þeirra átti sérstakan sess í hjörtum ykkar. Nú eruð þið sameinuð á ný, elsku mamma og pabbi – aðskilnaður- inn var ekki langur. Þrátt fyrir að mér finnist þið hafa verið kölluð of fljótt til, þá er mér efst í huga þakklæti til ykk- ar beggja. Þakklæti fyrir að hafa átt svona yndislega foreldra sem hafa veitt mér ástúð og gott veganesti út í lífið. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og megi góður guð geyma þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Theódóra Sigurjóna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.