Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 SENDIHERRAR Bandaríkjanna, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Frakklands og Hollands gengu á fund Steingríms J. Sigfús- sonar, sjávarútvegsráðherra, í gær og afhentu honum bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna áforma um veiðar á 150 lang- reyðum og 100 hrefnum hér við land á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum á vef sjávarútvegsráðuneytisins fóru á fundinum fram gagnlegar og vin- samlegar viðræður milli sendi- herranna og ráðherrans. Í bréfi sendiherranna er lýst miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Einars K. Guðfinns- sonar, fyrirrennara Steingríms, að gefa út veiðikvóta fyrir 150 lang- reyðar og 100 hrefnur í lögsögu Íslands. Er því fagnað, að Stein- grímur hafi ákveðið að endur- skoða þessa ákvörðun. Þá segja sendiherrarnir, að hvalveiðar Íslendinga nú séu til þess fallnar, að grafa undan til- raunum innan Alþjóðahval- veiðiráðsins til að ná samkomulagi um framtíð hvalveiða. Hvetja þeir til þess að íslensk stjórnvöld horfi frekar til langtímahagsmuna í stað skammtímahagsmuna hvalveiði- manna. Hvalveiðum mótmælt Morgunblaðið /RAX Hagsmunir Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, afhenti Stein- grími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra bréf sendiherranna sjö. STÆRSTU vísindastyrkjum Ís- lands var úthlutað í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Styrkirnir, sem eru hluti nýrrar markáætl- unar Vísinda- og tækniráðs, eru allir veittir til sjö ára. Er mark- miðið með þeim að efla vísinda- og tæknirannsóknir á ákveðnum áherslusviðum, hvetja til árang- ursríkrar samvinnu milli ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu sam- hengi, og ýta undir verðmæta- sköpun og fjárfestingu í rann- sóknum og nýsköpun í atvinnulífinu. Verkefnið Alþjóðlegur rannsókna- klasi í jarðhita undir verkstjórn Sig- urðar M. Garðarssonar prófessors í verkfræðideild Háskóla Íslands hlaut stærsta styrkinn, 70 milljónir kr. En einnig hlutu styrk verkefnin Öndvegissetur í jafnréttis- og marg- breytileikarannsóknum undir verk- efnisstjórn Irmu Erlingsdóttur for- stöðumanns RIKK, sem fékk 35 milljón kr., og Vitvélasetur Íslands sem Kristinn R. Þórisson dósent í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík veitir forstöðu og hlaut það 55 milljón kr. styrk. annaei@mbl.is Vísinda- og tæknirann- sóknir efldar Sigurður M. Garðarsson ÞRÍR skiluðu inn löglegum fram- boðum til formanns í VR. Þetta eru Kristinn Örn Jóhannesson starfs- maður Primera Air ehf, Gunnar Páll Pálsson núverandi formaður VR og Lúðvík Lúðvíksson, fyrrverandi starfsmaður Steypustöðvarinnar. VR er stærsta stéttarfélag lands- ins með um 28 þúsund félagsmenn. Aldrei áður í sögu félagsins hefur far- ið fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu formanns í félaginu. Þrjú lögleg framboð í VR Það hefði getað farið verr... 570 2400 www.oryggi.is og fáðu öruggari öryggishnapp!Hringdu í Endurnýjaðu öryggishnappinn án endurgjalds í febrúar og fáðu reykskynjara í kaupbæti. Karl Kristinsson? Sæll, þetta er hjá Öryggismiðstöðinni. Við erum heima hjá pabba þínum. Hann var að sjóða egg og gleymdi sér aðeins yfir fréttunum. Jú jú, það er allt í lagi með hann. Reykskynjarinn sem fylgdi öryggis- hnappnum gerði okkur viðvart. Það væri fínt ef þú gætir komið, honum er svolítið brugðið. Já, þetta hefði getað farið verr. Öryggishnappur eldri borgara Öryggishnappur – armband eða hálsmen Þegar þrýst er á öryggishnappinn berast boð strax til vaktmiðstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar. Beintengdur reykskynjari Öryggishnappnum fylgir reykskynjari sem er beintengdur vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar. P IP A R • S ÍA • 9 0 1 0 2 SAMTÖK atvinnulífsins eru ósátt við tillögurnar sem settar eru fram í fyrstu skýrslu nefndar um endur- reisn fjármála- kerfisins og kynntar voru í vikunni. Tillög- urnar gangi í veigamiklum at- riðum gegn stefnumörkun þáverandi rík- isstjórnar um að- gerðir í þágu fyr- irtækja sem unnin var í samráði við Samtök at- vinnulífsins, Alþýðusamband Ís- lands og fleiri hagsmunaaðila. „Því verður ekki trúað að það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að taka svona tillögugerð alvarlega eins og gefið hefur verið í skyn,“ segir í pistli Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra SA, á vef samtak- anna. Framkvæmd tillagnanna leiði til mikils ófarnaðar og framlengi erfiðleikana í atvinnulífinu um mörg ár ef ekki áratugi. Nú sé það ríkið sem eigi að eiga bankana og láta þau boð út ganga að viðskipti eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti og áður. Þó að áður hafi verið hvatt til þess að bankarnir settu sér skýrar viðmiðunarreglur um vinnubrögð við uppstokkun fyr- irtækja. „Nú skal pólitíkin ráða. Nú vita menn hvert á að hringja ef mál- in ganga ekki „eðlilega“ fyrir sig í bönkunum,“ segir í pistli Vilhjálms. annaei@mbl.is Framlengir erfiðleikana um áratugi Vilhjálmur Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.