Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÞEIR sem áttu í stutta skuldabréfasjóði SPRON gætu þurft að bíða í tvö til þrjú ár eftir að fá að fullu greitt út. Allt laust fé í sjóðnum hefur nú verið greitt út og nemur hlutfallið 15,3 prósentum af inn- eign viðskiptavina við fall bankanna. Sjóðurinn hafði verið lokaður síðan þá. Staðan er ekki betri hjá fyrirtækjasjóðum Byrs, Landsbanka, hávaxta- sjóði Kaupþings og skuldabréfasjóðum Glitnis. Hafin er greiðsla úr sjóði Kaupþings, en við- skiptavinir hinna þurfa enn að bíða. „Svínslegt,“ segir kona sem lagði 1,5 milljónir inn í stutta skuldabréfasjóð SPRON þegar leið á sept- embermánuð. Hún og maðurinn hennar vildu dreifa áhættunni af ótta við að tapa sparifé fyrir bankahrunið. Hún segir að þeim hafi verið boðnar tvær leiðir, langur eða stuttur skuldabréfasjóður. Hún hafi viljað vita hver eignasamsetningin væri. Starfsmaðurinn sem kynnti sjóðinn hafi sagst ekki mega gefa það upp. „En hann fullyrti að einungis örugg fyrirtæki væru í sjóðnum og tók fram að sjóðurinn ætti ekki skuldabréf á Eimskip, þrátt fyr- ir að ég hafi ekki spurt sérstaklega um það.“ Eimskip er meðal tíu stærstu fyrirtækjanna sem sjóðurinn byggist á og nemur hlutfallið 8,33%. Vilja gæta hags viðskiptavina Björg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá SPRON verðbréfum, segir þessa leið, að greiða sjóðinn smátt og smátt út, valda til að tryggja sem best hag viðskiptavina. Á þessum tíma hafi við- skiptavinir fengið að vita hverjir stærstu aðilar í sjóðnum voru, en þó aðallega hver eignadreifingin var. Sjóðirnir hafi verið kynntir þeim sem vildu dreifa áhættunni, því á þessum tíma hafi innlán um- fram þrjár milljónir króna ekki verið tryggð. „Það breyttist ekki fyrr en með neyðarlögunum 6. októ- ber.“ Björg segir það fara eftir því hvernig gangi að innheimta skuldabréfin hversu lengi viðskiptavinir þurfi að bíða. Greitt verði út jafnt og þétt og ekki með meira en sex mánaða millibili. „Alltaf þegar safnast peningar greiðum við út,“ segir hún og er bjartsýn miðað við aðstæður. „Auðvitað eru þetta misjafnir skuldarar en það er ekki nokkur ástæða til að halda annað en að margir þeirra muni borga sitt. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvernig staða fyrirtækjanna þróast á næstu árum,“ segir hún. Bíða eftir sparifénu í allt að þrjú ár  Bankarnir hafa ekki enn opnað suma skulda- bréfa- og fyrirtækjasjóði Fyrsta greiðsla úr fyrirtækja- sjóði Byrs verður í mars. Ekki hefur verið ákveðið hversu hátt hlutfall verður greitt út. Ein- ungis 68 áttu í fyrirtækja- sjóðnum. Þeir sem áttu fyr- irtækjabréf í Landsbankanum fá fyrstu greiðslu 1. apríl. Ljóst er að afföllin á skuldabréfunum verða í það minnsta 38%. Hjá Glitni verður greitt út úr skuldabréfasjóði 1 og 11 þann 1. júlí, en svör um hversu hátt hlutfallið yrði fengust ekki. Þurfa enn að bíða Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÞÆR þúsundir Íslendinga sem nú eru atvinnu- lausar búa flestar að því að geta leitað til fé- lagslega kerfisins eftir bótum og aðstoð. Ekki eiga þó allir rétt á atvinnuleysisbótum og í sumum til- fellum virðist fólk falla í hálfgerðar glufur í kerf- inu. Sú staða blasir nú við Gerði Jónsdóttur, sem hyggst nú flytja til Frakklands með manni sínum. „Þetta er undarleg staða, að vera nýkomin úr námi, en hafa enga möguleika á að afla mér neinna tekna, því ég fæ ekki vinnu og ekki bætur. Í rauninni er bara verið að reka mann úr landi því ég hef ekki neitt hér,“ segir Gerður. Hún hefur verið atvinnulaus síðan hún lauk mastersritgerð sinni í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands í janúar. Hún uppfyllir hinsvegar ekki skilyrði fyrir atvinnuleysistryggingum þar sem hún nær ekki því marki að hafa unnið í a.m.k. þrjá mánuði á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Ekkert fjárhagslegt sjálfstæði lengur Gerður bjó í Bandaríkjunum í tæp tvö ár af síð- ustu þremur þar sem maðurinn hennar var í dokt- orsnámi. Hún var nemi við HÍ á sama tíma, á námsleið sem bauð ekki upp á fullt nám í fjarnámi og starfaði sem kennari í grunnskóla þar í landi. Vegna þess að hún gat ekki stundað fullt nám átti hún ekki rétt á fæðingarorlofi þegar hún eignaðist dóttur sína, heldur fékk aðeins fæðingarstyrk. Hefði hún fengið fullt fæðingarorlof ætti hún nú rétt á bótum þar sem það telst til starfstíma. Svo er hinsvegar ekki og situr Gerður því uppi aðgerðalaus eftir útskrift, því hún hefur heldur ekki réttindi til að fá styrki til að sækja námskeið. Hún segist fullviss um að fleiri útskrifaðir náms- menn séu í svipaðri stöðu. „Auðvitað skil ég að það verði að vera lög og reglur í kringum þetta, en akkúrat núna þarf kannski að skoða hvert til- felli fyrir sig því kerfið er ekki mjög hliðhollt ein- staklingum sem hafa verið að mennta sig erlendis. Þeir sem koma heim úr langskólanámi og fá enga vinnu hafa heldur engin réttindi til atvinnuleys- isbóta.“ Gerður segist vilja vekja athygli á þeim sem eru í þessari stöðu þar sem hingað til hafi einkum verið rætt um þá sem þegar hafa misst vinnuna og eru hvattir til að sækja nám. Sjálf hef- ur Gerður þegar lokið BA-prófi í mannfræði og borgarfræði, og nú MPA í opinberri stjórnsýslu. „Mér var sagt að það væru fleiri í svipuðum sporum en svo heyrir maður ekkert um hina og veltir fyrir sér hvernig þeir fara að þessu. Ég er þó svo heppin að eiginmaður minn hefur góðar tekjur og við getum lifað af þeim eins og er en ef hann missir vinnuna líka getum við ekki lifað bara af hans atvinnuleysisbótum.“ Vita ekki hvort þau koma heim aftur Gerður hefur að eigin sögn verið með alla anga úti við atvinnuleit síðustu mánuði en ekkert geng- ið eins og mál standa. Fjölskyldan hefur því ákveðið að flytja til Frakklands innan nokkurra mánaða, þar sem honum býðst trygg staða við há- skóla í Lyon. Þar ætlar Gerður að læra frönsku og sjá hvaða tækifæri bjóðast. Gerður segir dæmi eins og hennar stangast nokkuð á við þá umræðu að nauðsynlegt sé að halda menntafólki í landinu og tryggja að nemar erlendis flytjist heim að loknu námi. „Ég býst við að mér muni bjóðast einhver tækifæri að ári liðnu hér heima, en engu að síður er ekkert sjálfgefið að við flytjumst heim að ári liðnu. Við munum meta stöðuna og sjá hvort einhver tækifæri bjóð- ast.“ Morgunblaðið/Heiddi Ætla burt Gerður Jónsdóttir, Hannes Hannesson og dóttir þeirra Iðunn Anna Hannesdóttir. „Í rauninni er bara verið að reka mann úr landi“„MÁLIÐ snýstöðru fremur umþað að við mun- um eignast Tal að fullu, að óbreyttu, án þess að þurfa að greiða neitt fyrir það. Þess vegna hafa deilur hlut- hafi í Tali verið harðar. Það hins er vegar aðkallandi að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins, sem gengu út úr stjórn Tals, skýri stór orð sín í afsagnarbréfi sínu,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, stærsta eiganda Tals. Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson tóku sæti í stjórn Tals að beiðni Samkeppniseftirlits- ins en þeir komu inn í stjórnina fyr- ir fulltrúa Teymis. Byggðist ákvörðun eftirlitsins um setu þeirra í stjórninni á því að það gæti valdið óafturkræfum skaða á samkeppni ef fulltrúar Teymis fengju að sitja í stjórninni. Eftirlitið hafði áður komist að því að Teymi, Tal og Vodafone hefðu sennilega brotið gegn ákvörðun sem var grundvöll- ur fyrir því að samruni fjarskipta- fyrirtækjanna Hive og Sko var heimilaður. Helstu eigendur Tals eru Teymi með 51 prósent og Her- mann Jónasson og Jóhann Óli Guð- mundsson með 49 prósent. Sam- kvæmt samningi getur Teymi eignast félagið fyrir tólffalda EBIDTA-framlegð 1. september. Ef framlegðin er neikvæð þá mun Teymi samt geta eignast félagið að fullu, fyrir ekkert. magnush@mbl.is Skýringar aðkallandi Harðar deilur hlut- hafa halda áfram Þórdís Sigurðardóttir REIKNAÐ er með því að samn- ingar um yfirtöku ríkis og Reykja- víkurborgar á framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði afgreiddir á aukafundi borgarráðs næstkom- andi þriðjudag eða á reglulegum fundi ráðsins á fimmtudag. Austurhöfn sem heldur utan um verkefnið fyrir hönd ríkis og borg- ar hefur verið að semja um yfirtöku þess, frá því ljóst varð að Portus ehf. sem tók að sér að byggja húsið og reka í einkaframkvæmd myndi ekki geta haldið áfram. Reiknað er með að dótturfélag Austurhafnar kaupi mannvirkið og annist fram- kvæmdir, þar til hægt verður að selja húsið eða leigja út reksturinn. Ríkisstjórnin hefur afgreitt málið af sinni hálfu og var niðurstaða hennar lögð fyrir borgarráð sl. fimmtudag en afgreiðslu málsins frestað. helgi@mbl.is Yfirtaka tónlist- arhúss afgreidd í næstu viku Áhrif kreppunnar á fjölskyldur Tilfelli líkt og Gerðar hafa komið upp öðru hvoru að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðu- manns greiðslustofu Vinnumálastofnunar. „Ég myndi ekki segja að það væru mörg dæmi, en það koma svona tilvik annað slagið.“ Rétturinn til atvinnubóta er áunninn með atvinnuþátttöku í 25% starfshlutfalli að lág- marki, eða námi í 75-100% námshlutfalli. Áunnin réttindi geymast í tvö ár í tilfelli launa- manns, en í þrjú ár ef um námsmann er að ræða. Kerfið tekur því tillit til aðstæðna flestra en þó kemur fyrir að einstaklingar lendi á milli kerfa og viðbúið að þeim dæmum fjölgi eftir því sem atvinnuleysisstigið hækkar. Líney seg- ir Vinnumálastofnun reglulega berast fyr- irspurnir frá Íslendingum búsettum erlendis um réttindi sín og hvernig flytja megi réttindi á milli landa. Í sumum tilfellum er þetta fólk rétt- indalaust vegna aðstæðna undanfarin ár og segir Líney það einkum eiga við um náms- menn erlendis, eða þá sem fylgt hafa maka í námi erlendis. Engin undantekningarákvæði eru í lögum eins og er gagnvart þessum til- fellum. Gerður sendi á dögunum erindi til mennta- málaráðherra þar sem hún benti á nauðsyn þess að skoða þessar reglur vegna sérstakra aðstæðna nú. Líney segist ekki vita til þess að enn hafi verið nein samskipti milli stjórnvalda og Vinnumálastofnunar vegna undantekninga- tilfella. „En ég veit að stjórnvöld eru vakandi yfir lögunum og hvort hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar til að bæta stöðu fólks.“ Tilvik sem þessi koma annað slagið upp  Ekki eiga allir rétt á atvinnuleysisbótum hérlendis  Áunnin réttindi geymast í þrjú ár hjá námsmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.