Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 STURLA GK 12 seldi í gær og fyrradag 113 tonn af blönduðum afla í Grimsby. Aflinn samanstóð af þorski, ýsu, keilu og karfa. Sölu- verðmæti aflans var 28 milljónir króna og meðalverðið 248 kr á kg, samkvæmt heimasíðu Þorbjörns hf. í Grindavík sem gerir skipið út. Sturla GK er nú á heimleið. Stefnt er að því að Ágúst GK-95 selji í Grimsby á mánudaginn kemur. Sala Sturlu GK þótti tíðindum sæta í Grimsby því tæp níu ár voru þá liðin frá því að íslenskt fiskiskip landaði síðast afla í Grimsby, að því er sagði á vef LÍÚ. Siglingar fiski- skipa þangað lögðust að mestu af með gámaflutningunum. Fjallað var um söluna í Bretlandi, m.a. á sjávarútvegsvefnum FISH- update.com. gudni@mbl.is Sturla seldi í Grimsby REYKJAVÍKURBORG mun ráða yfir 4.100 manns til ýmiss konar starfa í sumar. Flestir eða um 2.900 verða ráðnir til tímabundinna starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur en ríflega 840 verða ráðnir í afleys- ingar á fagsviðum borgarinnar. Stefnt er að því að skapa að minnsta kosti 400 sumarstörf með 96 milljón króna sértækri fjárveit- ingu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kynnti áformin á fundi borgarstjórnar í gær. Þar sagði hún einnig að við skipulagningu Vinnuskólans hefði verið haft að leiðarljósi að veita sem flestum um- sækjendum vinnu þó takmarka þyrfti vinnutíma. Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar ræður flesta til vinnu eða 414 og af þeim verða um 200 leiðbeinendur í Vinnuskóla Reykjavíkur. Borgin ræður 4.100 í sumar ALLT AÐ tíu aðilar óskuðu eftir upplýsingum um rekstur verslunar- innar Habitat í Reykjavík. Spari- sjóðabankinn auglýsti allar eignir og rekstur húsgagnafyrirtækisins til sölu á sunnudaginn. Hægt var að óska upplýsinga til kl. þrjú í gær. Tilboðsfrestur er til fimmtudagsins 5. mars. Einar Gunnar Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Sparisjóðabankans, segir áhugann á rekstrinum í samræmi við vænt- ingar. Hann vill ekki gefa upp hver velta fyrirtækisins var eða hvort kröfuhafar séu fleiri. Upplýsingar um slíkt séu aðeins afhentar gegn trúnaðaryfirlýsingu. „Við áskiljum okkur að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öll- um,“ segir Einar Gunnar. Verslunin Habitat var rekin í Holtagörðum og segir Einar ekki í höndum bankans hvort sá sem kaupi reksturinn geti rekið verslunina þar áfram. Um það verði að semja við leigusalann. Sparisjóðabankinn er í einkaeigu og honum því ekki skylt að auglýsa fyrirtæki með þessum hætti. „Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort þessi leið verði aftur farin komi til þess. Hins vegar finnst mér persónulega rétt að vera ekki í nein- um feluleik.“ Penninn ehf. átti verslunina Habi- tat. gag@mbl.is Um tíu vildu gögn um Habitat Sparisjóðabankinn leitar að kaupendum að rekstri húsgagnaverslunarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Habitat í Holtagörðum Rekstur og eignir Habitats eru til sölu. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EKKI er útilokað að í kosningunum í vor verði mesta vinstri sveifla sem orðið hefur í alþingiskosningum hér á landi frá upphafi. Þá kæmi ekki á óvart að ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, lýsti því yfir fyrir kosningar að ef þeir næðu meirihluta, mundu þessir tveir flokk- ar mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Þetta kom fram í erindi Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors á hádegis- fundi með nemendum og kennurum í stjórnmálafræði við HÍ í gær. „Nú veit ég ekki hvað þeir ætla að gera, en það kæmi mér ekki á óvart, þó að þeir mundu gera eitthvað af þessu tagi,“ sagði Ólafur. „Ef þeir gera það, þá yrðu það merkileg tíð- indi, að binda sig fyrirfram um stjórnarsamstarf.“ Forystumenn flokka lýsa því nær alltaf yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga um stjórnarsamstarf að þeim loknum. Á því eru þó undantekningar og rifjaði Ólafur upp að árið 1995 þegar Jó- hanna Sigurðardóttir, núverandi for- sætisráðherra, stofnaði Þjóðvaka, lýsti hún því yfir að hún vildi að menn segðu fyrir kosningar með hverjum þeir vildu starfa í ríkis- stjórn. Hann vék einnig að því að um þessar mundir mælast Samfylking og Vinstri græn með um 55% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn með um 40%. „Auðvit- að getur þetta breyst verulega fram að kosningum,“ sagði Ólafur. „En ef úrslitin yrðu á þessa leið, þá væru það vissulega gríðarleg tímamót í ís- lenskri stjórnmálasögu. Það yrði meiriháttar breyting á íslenska flokkakerfinu ef þetta gengi eftir. Það er ekki útilokað að svo verði.“ Ólafur velti því fyrir sér hvort komandi þingkosningar boðuðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. „Mun „fjórflokkurinn“ hrynja í þess- um kosningum? Ég á síður von á því. Það munu væntanlega koma einhver ný framboð, en það er ekkert sem bendir til þess enn sem komið er, að ný framboð muni fá verulegt fylgi. Það er auðvitað hugsanlegt en lík- urnar á því eru minni en meiri í dag. Sennilega munum við ekki sjá grundvallarbreytingar á sterkri stöðu „fjórflokksins“ í næstu kosn- ingum, þó það sé ekki hægt að úti- loka það.“ Standa undir væntingum? Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur flutti einnig erindi. Hann velti fyrir sér hvort kjósendur kæmu til með að standa undir eigin vænt- ingum um þá endurnýjun, sem talað er um í samfélaginu? „Það er mjög skammur tími til undirbúnings próf- kjöra og kosninganna, þannig að ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að þeir standi undir þessum vænting- um.“ Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér Morgunblaðið/ÞÖK Allt getur gerst 54% hugleiddu að velja annan flokk en þeir kusu 2007.  Ósennilegt að fjórflokkurinn hrynji  Tímaþröng er í vegi endurnýjunar Óvíst er hvort flokkarnir myndu nýta sér þá heimild að bjóða fram óraðaða lista í kosningunum í vor, verði frumvarpið um persónukjör að lögum á þessu þingi. Það heim- ilar framboðum að bjóða ýmist fram raðaða lista eins og tíðkast hefur eða óraðaða lista þar sem röð kjósenda listans ræður því al- farið hverjir setjast í sæti listans. Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur bendir á að nánast allir flokkar viðhafa prófkjör við skipan á framboðslista. Því virðist þeir ekki ætla að nýta sér þetta. Hann segir að mjög áhugavert verði að fylgjast með í vor hvort kjósendur muni í miklum mæli nýta rétt til útstrikana á nöfnum á kjörseðlinum, þar sem í ljós kom í seinustu kosningum að útstrikanir höfðu áhrif. Ólafur Þ. Harðarson vakti at- hygli á þeim möguleika, ef per- sónukjör verður lögfest, að skv. núgildandi kosningalögum mega flokkar bjóða fram fleiri en einn lista í hverju kjördæmi með sam- þykki flokksins. Hugsanlega muni einhverjir sýna því áhuga. Óvíst að flokkarnir bjóði fram óraðaða lista Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 www.hjahrafnhildi.is Skoðaðu heimasíðuna! • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Miðvikudaginn 4. mars frá 14 til 17 að Hótel Loftleiðum 2009-2012 VÍSINDA- & TÆKNISTEFNA Í lok janúar efndu vísindanefnd og tækninefnd til opinna funda til að undirbúa nýja stefnu Vísinda- og tækniráðs. Nú boða nefndirnar til fundar þar sem fyrstu drög að nýrri stefnu verða kynnt. Markmiðið er að ræða drögin, fá gagnrýni og ábendingar til að nota við lokaundirbúning stefnunnar. Dagskrá: 14:00 Kynning á drögum að stefnu Vísinda- og tækniráðs 2009 til 2012 - Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar - Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar 14:30 Umræður í hópum um einstaka þætti stefnunnar 15:30 Kaffi 15:45 Kynning hópa og lokaumræður 17:00 Dagskrárlok Allir hagsmunaaðilar í vísindum, tækniþróun og nýsköpun eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á mótun nýrrar stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.