Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 12

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 TUTTUGU heimilislausum verður tryggt húsnæði, þjónusta og fé- lagslegur stuðningur samkvæmt samningi félags- og trygginga- málaráðuneytisins og Reykjavík- urborgar. Félags- og trygginga- málaráðuneytið mun leggja til 28,5 milljónir kr. á hverju ári næstu þrjú árin til verkefnisins. Þeim sem glímt hafa við áfeng- is- og vímuefnaneyslu eða eiga við félagslega erfiðleika að stríða verður tryggð aðstoð við að aðlag- ast samfélaginu á ný. Þjónustan felur í sér húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að íbúar geti í framhaldinu búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án vímugjafa. SÁÁ útvegar húsnæðið, annast rekstur þess og veitir þjónustuna. Nú þeg- ar eru 10 manns komnir í hús og njóta þjónustunnar. Ráðist gegn vanda heimilislausra Í TILEFNI af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna bjóða Jafnrétt- isstofa, Jafnréttisráð, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og SSF til fundar á Grand Hótel Reykjavík 9. mars kl. 11.45. Erindi flytja Silja Bára Ómars- dóttir stjórnmálafræðingur, Bryn- dís Ísfold Hlöðversdóttir og Stein- unn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri UNIFEM. Jafnréttisfundur NÚ er að hefjast átak sem beint er að fermingarbörnum þar sem bent er á hættuna við ljósabekki. Vakin er athygli á því að börn og ungling- ar eru viðkvæmari en aðrir fyrir áhrifum geislunar frá ljósabekkjum sem getur valdið húðæxli. Ár hvert greinast um 330 manns með húðæxli, en tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á tíu árum. Hættan er ljós RAGNA Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði í gær Björn Þorvaldsson, aðstoðar- saksóknara og staðgengil saksókn- ara efnahagsbrota, í embætti sak- sóknara við ríkissaksóknara- embættið frá og með 1. apríl 2009 til fimm ára. Björn skipaður STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BYGGING snjóflóðavarnargarðs í fjallinu Traðarhyrnu ofan Bolung- arvíkur hófst síðastliðið sumar en henni lýkur árið 2010. Að sögn Leifs Arnar Svavarssonar er bygging varnargarðsins ekki nógu langt á veg komin til að hægt sé að taka til- lit til hans þegar snjóflóðahætta er metin. Fimm hús voru rýmd á mánudag þegar lýst var yfir hættustigi vegna snjóflóða en Leifur segir að um hafi verið að ræða rýmingu á 1. stigi. Þá eru hús næst fjallshlíðinni rýmd vegna miðlungssnjósöfnunar en alls eru stigin þrjú. Hætta á stærri flóð- um flokkist undir 2. stig en rýming á 3. stigi komi aðeins til sé um aftaka- aðstæður að ræða, að sögn Leifs. Leifur segir jafnframt að rýming á 1. stigi sé nokkuð tíð í Bolung- arvík. „Þarna hefur verið rýmt á nánast hverjum vetri,“ segir hann en síðasta snjóflóðið í Bolungarvík féll í febrúar 1997. Þá féllu flóð úr hlíðum Traðarhyrnu á tvö hús efst í byggðinni við Dísarland en eftir að undirbúningur varnargarðsins hófst hafa sex hús við Dísarland verið rif- in þar sem þau lentu inni í garð- inum. Jákvæð áhrif á öryggi íbúa Rúm tíu ár eru síðan frum- athugun á snjóflóðavörnum í Bol- ungarvík var unnin. Niðurstaða hennar var að byggja þvergarða og keilur og rífa nokkur hús. Skipu- lagsstofnun afgreiddi mat á um- hverfisáhrifum snjóflóðavarnanna í september 2007 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að „fyrirhugaðar framkvæmdir við varnarvirki fyrir ofan byggðina í Bolungarvík munu hafa jákvæð áhrif á öryggi íbúa með tilliti til snjóflóðahættu miðað við núverandi aðstæður“. Helstu nei- kvæðu áhrifin yrðu áhrif á landslag og sjónræn áhrif auk uppkaupa og niðurrifs sex húsa. Sveitarfélagið ályktaði að í heildina væri ávinn- ingur framkvæmdarinnar það mikill að neikvæðu áhrifin yrðu í því sam- hengi lítil eða hverfandi. Niðurstaðan varð sú að byggja u.þ.b. 710 metra bogadreginn þver- garð ofan byggðarinnar og reisa fyr- ir ofan hann átta keilur svokallaðar. Þegar varnargarðurinn verður fullbúinn ættu íbúar húsanna næst fjallshlíðinni ekki að þurfa að rýma heimili sín framar. Hús rýmd nánast árlega Bygging varnargarðs ekki komin nógu langt til að afstýra snjóflóðahættu Ljósmynd/Baldur Smári Einarsson Mikill snjór Fjórtán manns var gert að yfirgefa heimili sín í Bolungarvík á mánudagskvöld vegna hættu á snjóflóði úr fjallinu Traðarhyrnu. SAMFYLKINGIN hefur ekki sett á laggirnar sérstaka endurreisn- arnefnd líkt og Sjálfstæðisflokk- urinn gerði. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, er hins vegar fjöldi málefnanefnda að störfum sem vinnur að undirbúningi lands- fundar. Hann fer fram 27. til 29. mars og á að móta og samþykkja stefnu flokksins fyrir þingkosning- arnar 25. apríl. Fram er komin tillaga um breyt- ingu á lögum Samfylkingarinnar sem felur í sér að framkvæmda- stjóri verði kosinn á landsfundi. Fram kemur á vefsíðu flokksins að embætti ritara og gjaldkera leggist af og framkvæmdastjórn kjósi sér formann úr sínum hópi. Mörður Árnason er flutningsmaður. Undirbúa landsfund ÞÆR eru greinilega öllu vanar konurnar sem hér berjast móti veðrinu í höfuðborginni. Ekki virðist þeim nauðsynlegt að sjá eða anda, því önnur heldur veglegri regnhlíf alveg fyrir aug- un og hin heldur fyrir nefið sem stendur rétt svo út úr slæðunni, sem hún hefur vafið um höfuð sitt. Það er kannski ekki við öðru að búast en landsmenn séu kuldalegir þessa dagana, enda veður válynd og mars rétt að hefjast. Morgunblaðið/Árni Sæberg Konur úti í kuldanum í borginni STANGAVEIÐIFÉLAG Keflavíkur, SVFK, hefur náð samningum við Veiðifélag Geirlandsár um áframhald- andi leigu á ánni. Geirlandsá er rómuð sjóbirtingsá sem SVFK hefur leigt um langt árabil. Veiðifélagið bauð ána út á dögunum en hefur nú samið við gamla leigutakann til þriggja ára. Önnur kunn sjóbirtingsá, Eldvatn í Meðallandi, hefur skipt um hendur. Pétur Pétursson, leigutaki Vatns- dalsár og Reykjadalsár í Reykjadal, hefur tekið ána á leigu. Hyggst hann innleiða fluguveiði og sleppiskyldu í ánni. Veitt er á sex stangir í Eldvatni og þá fylgir hluti Steinsmýrarvatna svæðinu, með tveimur stöngum til við- bótar. „Við erum með veiðikort í smíðum og verðum með tilraunaveiði í vor til að hjálpa okkur að átta okkur á ánni. Það eru svæði í henni sem hafa nánast ekkert verið stangarveidd en hafa gamla og mikla veiðireynslu síðan hér áður fyrr er farið var með net í ána,“ segir Pétur í samtali við vefinn vot- nogveidi.is. Veiðifélagið Lax ehf. hefur tekið Hölkná í Þistifirði á leigu, en fyrir leigir félagið Þistilfjarðarárnar Sval- barðsá og Hafralónsá. Auk þeirra leigir Lax ehf. meðal annars Hafra- lónsá, Grímsá og Laxá í Kjós. Síðustu árin hefur Flugan á Ak- ureyri verið með ána á leigu en veitt er á tvær til þrjár stangir. Í fyrra veiddust um 140 laxar í Hölkná. efi@mbl.is Áfram með Geirlandsá Nýir leigutakar að Eldvatni í Meðallandi og Hölkná Morgunblaðið/Einar Falur Í Steinsmýrarvötnum Hluti vatnanna fylgir Eldvatni. 311 þátttakendur Í FRÉTT um prófkjör og forval flokkanna í gær voru þátttakendur hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylk- ingu vantaldir. Þeir sem hafa skráð sig til þátttöku í Sjálfstæðis- flokknum eru 84 og í Samfylkingu eru þeir 77. Samtals hafa því 311 til- kynnt þátttöku í prófkjörum og for- vali hjá Samfylkingu, Sjálfstæð- isflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Nafn misritaðist Í grein um væntanlega plötu hljóm- sveitarinnar Hjálma misritaðist nafn eins hljómsveitarmeðlims. Var við- komandi sagður Valdimar Kolbeins- son en rétt nafn hans er Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.