Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
GYLFI Magnússon viðskiptaráðherra mælti í
gær fyrir þremur lagafrumvörpum á Alþingi,
sem öllum var vísað til viðskiptanefndar og ann-
arrar umræðu. Í fyrsta lagi voru það breytingar
á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, til
þess að skýra eignarhald á félögum, stuðla að
jöfnum kynjahlutföllum í stjórnum og meðal
framkvæmdastjóra félaga, og að girða fyrir að
stjórnarformenn sinni öðrum störfum en eðlileg-
um stjórnarstörfum, þ.e. að banna starfandi
stjórnarformenn.
FME birti niðurstöður úr málum
Í öðru lagi var frumvarp um breytingu á lög-
um um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi,
sem Fjármálaeftirlitið (FME) starfar eftir. Þar
er breytingin sú að stofnunin megi birta opin-
berlega niðurstöður sínar úr málum. Þingmenn
fögnuðu því frumvarpi og sögðu óþarfa dulúð
hafa einkennt starf stofnunarinnar.
Síðast en ekki síst flutti Gylfi frumvarp um
breytingar á ýmsum lögum er varða fjár-
málamarkaðinn, þar sem stærsta breytingin er
ákvæði um að falla megi frá sektarákvörðun, ef
sektarþoli er fyrstur til að veita upplýsingar eða
gögn í máli. Álfheiður Ingadóttir, Vinstri-
grænum, fagnaði frumvarpinu en setti fyrirvara
við að heimildirnar yrðu víðtækari en þær í lög-
um um sérstakan saksóknara. Þar eru stíf skil-
yrði fyrir niðurfellingu refsinga. onundur@mbl.is
FME fær ákvæði um uppljóstrara
Viðskiptaráðherra flytur frumvörp um að banna starfandi stjórnarformenn, meiri upplýsingagjöf
frá Fjármálaeftirliti og heimildir fyrir stofnunina til að fella niður sektarákvörðun á uppljóstrara
Í HNOTSKURN
»Guðfinna S. Bjarnadóttir,Sjálfstæðisflokki, spurði
hvernig vinnu sérfræðings,
samkvæmt 10. lið sam-
komulags við AGS, miðaði.
»Hlutverk hans er m.a. aðfara yfir reglur um lausa-
fjárstýringu, krosseigna-
tengsl og hagsmunalegt sjálf-
stæði stjórnenda.
»Gylfi Magnússon sagðivinnu sérfræðingsins,
sem er finnskur og hefur að-
setur hjá FME, vera á áætlun
og að hann njóti aðstoðar
starfsfólks stofnunarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Á bekknum Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ásamt samráðherrum sínum á Alþingi.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
FORMENN ríkisstjórnarflokkanna
fóru yfir verkefni vikunnar í Þjóð-
menningarhúsinu í gær. Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði mesta áherslu lagða á at-
vinnumálin í þessari viku, sem
kæmi fram á fundi ríkisstjórn-
arinnar næsta föstudag. Einnig sé
unnið að aðgerðum fyrir skuldug-
ustu heimilin, til viðbótar við það
sem þegar liggur fyrir þinginu.
Þetta komi til þingsins öðru hvoru
megin við helgina.
Samráð um stjórnarskrármál
Í þriðja lagi leggur ríkisstjórnin
mikla áherslu á stjórnarskrárbreyt-
ingar. Sagði Jóhanna að það mál
hafi verið samþykkt í þingflokkum
Samfylkingar, Vinstri-grænna og
Framsóknar. Frjálslyndir séu mjög
jákvæðir gagnvart hugmyndunum
sem þar koma fram og að álits
sjálfstæðismanna sé að vænta
næsta miðvikudag. Í millitíðinni
verði fundað með formönnum
allra flokka. Þar virðist því vera
komið samráðið sem þingmenn
Sjálfstæðisflokks kölluðu svo mjög
eftir við umræður um stjórnlaga-
frumvarp Framsóknarflokksins.
Formennirnir voru spurðir mikið
um hvenær þingið hætti störfum,
enda hafa framsóknarmenn og
sjálfstæðismenn lýst vilja til að það
gerist í næstu viku. Jóhanna sagði
hins vegar, eins og áður, að þingið
gæti starfað áfram eftir tilkynn-
ingu um þingrof, fram í apríl ef
vilji sé til þess. „Það er náttúrulega
mjög sérkennilegt, miðað við þá
stöðu sem er í samfélaginu og þau
mörgu mál sem við þurfum að
koma í gegn, að það sé allt í einu
óskað eftir því að við lokum Alþingi
í einn og hálfan mánuð.“ Stein-
grímur bætti því við að málin sem
stjórnin vildi koma í gegnum þingið
á þessum tíma séu aðallega íviln-
andi stuðningsaðgerðir við heimili
og atvinnulíf. „Til þess þarf þingið
auðvitað einhvern starfstíma. Það
er mótsögn í því að gagnrýna eina
ríkisstjórn fyrir að vinna ekki vinn-
una sína annars vegar og vilja
meira, en á hinn bóginn heimta að
þingið fari strax heim,“ sagði hann.
Tvö stór mál enn óunnin
Ríkistjórnin hefur nú afgreitt
þrjátíu mál, þar af nítján sem sér-
stök áhersla er lögð á, en ellefu
sem gætu þurft að bíða. Stein-
grímur sagði að tvö stór mál séu
enn ekki komin fram, annað frá
dómsmálaráðherra og hitt frá fjár-
málaráðherra. Þau tengist bæði
stöðu heimilanna og séu síðustu
málin sem nauðsynlegt sé að klára,
en séu ekki tilbúin í ríkisstjórn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon segja mörg mál koma frá ríkisstjórn til meðferðar Alþingis á næstunni.
30 mál komin en tvö eftir
Steingrímur J. segist taka stjórnarandstöðu á orðinu þegar hún segist styðja öll
góð mál, þess vegna eigi þingið að starfa eins lengi og hægt er fram að kosningum
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa lagt fram þingsályktun-
artillögu um að bygging hátækni-
sjúkrahúss verði endurmetin,
vegna breytinga á stöðu þjóðarbús-
ins.
Jón Gunnarsson, Jón Magnússon
og Kjartan Ólafsson segja í grein-
argerð með tillögunni að fresta
verði byggingu hátæknisjúkrahúss-
ins um óákveðinn tíma af þessum
ástæðum, en á fjárlögum þessa árs
séu háar upphæðir ætlaðar til und-
irbúnings byggingarinnar. Eðlilegt
sé að byggja upp og styrkja þær
sjúkrastofnanir sem fyrir eru.
„Bygging nýs hátæknisjúkrahúss
getur hins vegar ekki verið á dag-
skrá fyrr en staða þjóðarbúsins
verður önnur og mun betri en nú
er.“ onundur@mbl.is
Vilja fresta
byggingu
sjúkrahúss
VIÐSKIPTANEFND Alþingis hef-
ur lagt fram frumvarp þess efnis að
eftirlitsgjald sem fasteignasalar
hafa þurft að greiða á hverju ári,
upp á 100.000 krónur, verði fellt
niður. Gert er ráð fyrir því að nið-
urfellingin gildi bara fyrir þetta ár
og að í millitíðinni greiðist kostn-
aður við starf eftirlitsnefndar Fé-
lags fasteignasala úr sjóðum nefnd-
arinnar. Sá sjóður er sagður
nokkuð digur.
Tugir fasteignasala hafa skilað
inn starfsleyfum undanfarna mán-
uði, til þess að sleppa við að greiða
eftirlitsgjald. onundur@mbl.is
Vill fella niður
eftirlitsgjaldið
GUÐRÚN Erlendsdóttir, fyrrver-
andi hæstaréttardómari, mun
leiða nefnd sem semja á nýjar
reglur um skipan dómara. Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra
kynnti nefndina í ríkisstjórn í
gær, en auk Guðrúnar eiga þar
sæti Hákon Árnason hæstarétt-
arlögmaður og Ómar H. Krist-
mundsson stjórnmálafræðingur og
dósent við HÍ.
Meðfram þessu mun starfa sam-
ráðshópur félagasamtaka og full-
trúa atvinnulífsins. Nefndin á að
skila tillögum sínum eigi síðar en
1. september á þessu ári, en hún
er skipuð samkvæmt verkefnaskrá
ríkisstjórnarinnar. onundur@mbl.is
Vandað til við
dómaravalið
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra skipaði í gær Anne Sibert
og Gylfa Zoëga í peninga-
stefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Í nefndinni sitja einnig Svein
Harald Øygard seðlabankastjóri,
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla-
bankastjóri og Þórarinn G. Pét-
ursson, starfandi aðalhagfræð-
ingur bankans. Þórarinn er
skipaður af seðlabankastjóra.
Anne Sibert er prófessor og
deildarstjóri við School of Econo-
mics, Mathematics and Statistics í
Birkbeck College í Lundúnum. Hún
hefur starfað fyrir stofnunina
Centre for Economic and Policy
Research og fyrir bandaríska
seðlabankann. Hún lauk dokt-
orsprófi í hagfræði frá Carnegie-
Mellon háskólanum í Bandaríkj-
unum árið 1982 og er sérfróð um
þjóðhagfræði og peningahagfræði.
Gylfi lauk doktorsprófi frá Col-
umbia háskóla í Bandaríkjunum
1993, varð prófessor við HÍ árið
2002 og er nú skorarformaður við
hagfræðiskor. Hann hefur einkum
kennt þjóðhagfræði og vinnumark-
aðshagfræði, auk þess að vera
gestaprófessor við Birkbeck Col-
lege.
Jóhanna skipaði Gylfa Zoëga og Anne Sibert